til Búdapest 
06-09.05 2023 

Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!

Um borgina miðja rennur Dóná,  sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, getur þú skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri E vrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.
Verðlag er hagstætt, maturinn er góður, íbúarnir eru vinalegir og veðrið er gott.
Njóttu!

Hvað er hægt að gera í Búdapest

Þinghúsið, Kossuth Lajos tér, er stærsta bygging í Evrópu, hvorki meira né minna
Margrétareyja er einstaklega fallegur staður að sigla í og njóta
Alls staðar er hægt að leigja hjól, bæði venjuleg og rafmagns, og gaman að skoða borgina þannig
Sjúkrahússafnið, staðsett í helli á Castle Hill er sjón sögu ríkari
Hryllingshúsið, House of Terror, geymir erfiða en afar athyglisverða sögu
Konungshöllin, Királyi palota, er ein vinsælasti staður borgarinnar og ekki að ástæðulausu

 Almennar upplýsingar 
Ps. Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst! 

Flug - Bókunarnúmer ID27YS og NB6Q3V

Beint flug með WIZZ Air í áætlunarflugi. 20 kg innrituð taska  og 10 kg handfarangur 40 x 30 x 20 cm (Bakpoki sem verður að komast undir sætið fyrir framan ykkur). 

Nánari upplýsingar um töskustærðir hjá WIZZ sjá hér. 

Brottför

Brottför frá Keflavík laugardaginn 06. maí 2023 kl. 18:45. Lent í Búdapest kl.01:10. Flugtími 4h25m. 

Upplýsingar um brottfarir frá Keflavíkurflugvelli (KEF) sjá hér.

Heimkoma

Heimför þriðjudaginn 09.maí 2023  kl. 15:50 frá Búdapest. Lent í Keflavík kl. 18:35. Flugtími 4h45m.

Upplýsingar um brottfarir frá flugvelli í Budapest (BUD) sjá hér.

Gisting

Mercure Budapest Korona **** 
Budapest, Ntak: Sz19000369, Kecskeméti u. 14, 1053 Hungary.

Google Maps línkur á staðsetningu hótels sjá hér. 

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Búdapest, ca 30 mín.

06.05.2023 - Bílstjórinn mun taka á móti ykkur í komusalnum með Tripical logoið. 
Símanúmer rútubílstjóra: Samuel Komoly +36209569402,

09.05.2023 - Brottför frá hóteli kl.13:15
Símanúmer rútubílstjóra: 
Neyðarnúmer rútufyrirtækis: +36 20 9569 402

Farastjórn

Ekki er fararstjóri í þessari ferð en neyðarsímanúmer Tripical er opið 24/7  +3547732900

Hótel

****

Mercure Budapest Korona er staðsett í miðbænum rétt við St Stephens Basilica, þinghúsið og operuna.  Dóná er í 5 mínútna göngufjarlægð.  
Herbergin eru nýtískuleg og voru endurgerð 2018, loftkæling og sjónvörp eru í öllum herbergjum. Ókeypis WiFi er í er á öllu hótelinu.  Gestir geta heimsótt Winestone-veitingastaðinn og smakkað nýstárlega matargerð og fjölbreytt úrval af víni.
Hótelið er með sinn eiginn garð og morgunverðar salurinn er fallegur og opinn, á daginn er hægt að fá þar snarl og drykki. 
Rétt við hótelið má finna veitingastaði, verslanir og bari.  Gyðingahverfið, söfn, kráarústir og böð eru í næsta nágrenni.



Fyrirtækjaferðir
Sími. 519-8900
24/7 Neyðarsími: +3547732900