í Berlín
24. og 25.11.2022-27.11.2023

Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi. 

Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir. 
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu. 
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.

Brottför föstudaginn 18.Nóvember

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10kg handfarangur. 

Hægt er að innrita sig í flugið á vef Icelandair 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina.  Þá er hægt að breyta um sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu.  ATH  einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun.

Flug - 24. og 25.11.2022

Brottför frá Keflavík kl. 07:40, áætluð lending í Berlín BER kl. 12:10
Flugnúmer FI528

Um borð er sala á matvælu og drykkjum.

 

Grímunotkun um borð er valkvæð, sjá HÉR

Rúta á flugvellinum

1 rúta skutlar okkur á hótelið, Þóra vísar veginn.

Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.

Hótel - Tékk inn

Berlin Marriot **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.  

Tékk inn á hótelinu er kl 15:00 og áætlað er að við komum um kl 14 á hótelið.    Ef þið viljið bruna strax í bæinn þá getur hótelið geymt farangur ykkar og þið svo  tékkað ykkur  inn þegar þið komið aftur uppá hótel.  

Fararstjórn - Lobbý Þjónusta

Fararstjóri er Þóra Sævarsdóttir, s 896 1996
Fararstjóri 25.11 - Óli Gísli, S:8228283

Verða í lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 

COVID - Grímur

Endilega takið eina grímu með. Ekki þarf að nota grímur á hótelinu. Berlín er ennþá með einhverjar takmarkanir í einstaka tilfellum, á sjúkrahúsum, og í almennings samgöngum (lestum og strætóum).

Laugardagur 19.11.

Sameiginlegur kvöldverður

18:30- 23:00
Í  veislusal hótelsins BERLIN 2 HALL , 

18:30 - Fordrykkur

Kvöldverður hefst kl. 19:00
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.   

Dj Dóra Júlí sér um að skemmta veislugestum eftir mat til kl 23:00

Ákveðnir drykkir eru innifaldir til kl 22:30 eftir það eru þeir til sölu  á barnum.
Rauðvín og hvítvín, bjór, gos og djúsar.

Skemmtið ykkur vel!


 Heimför Sunnudaginn 27.Nóvember

Hittingur í Lobbý - 17:45

Tékka þarf út fyrir kl. 12:00 á brottfaradegi.

Hittingur í lobbyi kl. 17:45 , rútan leggur af stað 18:00
uppá flugvöll.  -Terminal 1

Ekki þarf að nota grímu í rútunni.

Passa að það tekur tíma að tékka sig út af hótelinu og gera upp, gott er að gera það kvöldinu áður.

Flug - Sunnudaginn 20.11.

Heimför sunnudaginn 20.11. flug frá Berlín kl. 21:25 og lent í Keflavík 23:55
Flugnúmer FI527

Grímunotkun um borð er valkævð.

Flug 

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10kg handfarangur. 

Hægt er að innrita sig í flugið á vef Icelandair 24 klst fyrir brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að breyta um sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun.

Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.


Hvað er hægt að gera í Berlín


Brandenborgarhliðið - tákn borgarinnar og sameinaðs Þýskalands

Das Klo: Skrítni klósett upplifunar-barinn

Berlínarmúrinn og Check-point Charlie

Sjónvarpsturninn á Alexander Platz, hæsti í Evrópu sem hægt er að heimsækja


Panoramapunkt Berlín, útsýnisstaður

Hjólatúr um Berlín með íslenskri leiðsögn

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, tyrkneskir, ítalskir, indverskir, japanskir, þýskir sem og góð grillhús.  Alltaf gott að bóka fyrirfram.

500m frá hótelinu er gatan Meinekestraße þar eru fjölmargir góðir veitingastaðir, t.d. frábær Japanskur est
Fyrir þá sem vija bara það besta þá mæli Michelin með þessum stöðum í Berlín sjá HÉR

Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og Vapiano, Starbucks, McDonalds og Burger King.

Hjól og Rafskutlur

Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni og anda að sér borgarloftinu.
Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt.  Helstu rafskutluleigurnar eru Lime, Vio, Bird, Tier og Circ.

Hjólastígar eru um allt og meðfram götunum og fylgja þarf almennum umferðarreglum.

Neyðarnúmer í Berlín

112 er neyðarnúmerið í Þýskalandi.

Klúbbar & barir í nágrenninu

The Pearl og MAXXIM  Þessir eru  í göngufæri annars er Berlín stútfull af næturklúbbum og skemmtilegum börum, mælum líka með Bellboy á Mohrenstraße 30 og Augustine Bier Hall staðsettur á Gendarmen Markt. 

Uber & Taxi & U-Bahn

Í Berlín er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, Uber, Bolt eða Taxi. Uber er aðeins ódýrari, munið bara að hlaða niður Uber eða Bolt appinu áður.
S og U neðanjarðarlestarkerfið, frekar einfalt að nota bæði í gegnum google maps og hægt að spyrja fararstjóra.
Mælum líka með lestarappinu BVG Tickets fyrir lestarkerfið, þar er hægt að kaupa miða í símanum.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Berlín og ert búin/n að sjá öll minnismerkin og búinn að fara á Check Point Charlie safnið, þá gæti þessi síða hjálpað: 

Tungumála frasar

Takk! – Danke
Einn bjór takk! - Bitte ein Bier
Hæ! Hallo! eða Grüss Gott
Afsakið! - Entschuldigung
Please! -Bitte
Reikninginn, takk! Die Rechnung bitte.
Talar þú ensku? - Sprechen Sie Englisch (hér er þérað!)

Verð hugmyndir € = ISK

 Gengið er um 147kr vs 1€

Bjór 0,5l  4€ - 560 kr. (innlendur)
Cappuchino 3 €- 420kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 2,3€ - 300 kr. 
Vatn 0,33l - 2 €  - 280 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 50€ = 7.000kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í Nóvember

Haustið er komið í Berlín og orðið pínu kalt, meðal hiti nóvember mánaðar eru um 10 gráður þó svo að hitinn geti farið alveg upp í 15 gráður.   En gott er að hafa góða yfirhöfn með sér.



Hótel

****

Þetta hótel í Berlín er í 10 mínútna göngufjarlægð frá Brandenborgarhliðinu og í 100 metra fjarlægð frá almenningsgarðinum Tiergarten. Það býður upp á glæsileg herbergi og líkamsræktarstöð sem er opin allan sólarhringinn.
Herbergin á Berlin Marriott Hotel eru rúmgóð og loftkæld, með fallegu húsgögnum, gervihnattasjónvarpi og öryggishólfi fyrir fartölvu. Baðsloppar og inniskór eru til staðar og herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.

Amerískir sérréttir eru framreiddir á Midtown Grill á Berlin Marriott en þar er opið eldhús og sumarverönd. Veitingastaðurinn The Big Dog framreiðir ljúffengar pylsur, flottar franskar og hressandi drykki. Í setustofunni í móttökunni geta gestir fengið sér fjölbreytt úrval af hressingu, drykkjum og kokteilum.

Potsdamer Platz-lestarstöðin er í 200 metra fjarlægð, en þaðan ganga U2-neðanjarðarlestir og S-Bahn-lestir.

Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Árshátíðarkvöldverðir, hótelið býður upp á fallega sali sem flestir eru með dagsljósi, þar sem hægt er að vera með kvöldverði.  Salirnir leigjast með/án tæknibúnaðar   Hægt er að fá 3 rétta kvöldverði frá 10.500, vínpakka  per klt  3.900kr á mann (ótakm húsvín, bjór, gos, vatn og kaffi)