Í Frankfurt eru mörg fræg söfn, sögulegar byggingar og líflegt lista- og menningarlíf, fullt af krám og góðum veitingastöðum, frábær verslunargata. Allt sem þarf í góðu borgarfríi.
Frankfurt er fyrst og fremst þekkt fyrir að vera höfuðborg viðskipta í Þýskalandi i. Þessi borg er ólík öllum öðrum þýskum borgum. Það glampar á gler, stál og steypu í skýjakljúfunum sem hýsa til að mynda höfuðstöðvar Evrópubankans ásamt einni af stærstu kauphöllum heims. Það þykir einnig eftirsóknarvert að búa í henni, en um það bil 5,5 milljónir búa á Frankfurt svæðinu en einungis um 600.000 í borginni sjálfri.
Borgin liggur við ána Main – enda heitir hún Frakfurt am Main. Áin er mikil lífæð og eru flutningar margskonar varnings eftir henni til ýmissa áfangastaða daglegt brauð. Fyrr á öldum var Frankfurt miðpunktur hins Heilaga Rómaveldis þar sem kóngar og síðar keisarar voru krýndir. Rithöfundurinn og mannvinurinn Johann Wolfgang von Goethe fæddist í Frankfurt og vísindamaðurinn Athur Schopenhauer er grafinn þar.
Hvað er hægt að gera í Frankfurt
Fara á Römerberg miðaldatorgið og skoða Réttlætisbrunninn (Gerechtigkeitsbrunnen)
Skoða Kaiserdom kirkjuna og
Pálmagarðinn þar sem ræktaðar eru plöntur frá öllum heimshornum
Fara yfir ána til Sachsenhausen, sem er frægt hverfi fyrir hina mörgu eplavínbari sem þar eru ásamt mörgu öðru áhugaverðu.
Fara upp í Mainturninn sem er 200 m hár með frábæru útsýni yfir borgina
Bátsferð á ánni Mainz er frábær hugmynd
Létta pyngjuna á Zeil verslunargötunni.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23kg og 10kg handfarangur.
Flug út
Brottför 26. maí frá Keflavík til Frankfurt kl 07:25, áætluð lending kl. 13:00
Flug heim
Brottför 29. maí frá Frankfurt til Keflavíkur kl 14:05, áætluð lending kl 15:40
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli, áætlaður aksturstími 20 mín
Hótel
Holiday Inn Frankfurt*****
Hótelið er staðsett í Frankfurt am Main.
Nútímalegt hótel með glæsilegum og rúmgóðum herbergjum og loftkæling, flatskjá og öryggishólfi.
Frítt wifi er alls staðar á hótelinu.
Á hótelinu er veitingastaður, bar og líkamsræktarstöð. Frankfurt Messi ráðstefnumiðstöðin og aðalturninn er í 750 metra fjarlægð. Gamli bærinn í Frankfurt og verslunarhverfið í miðbænum er í innan við 20 mínútna göngufjarlægð..
Hótelið fær heildareinkunina 8,2 og 9,0 fyrir hreinlæti á booking.com
Verðin
119 990 kr
á mann í tvíbýli
30 000 kr
aukagjald í einbýli
116 990 kr
á mann í tvíbýli án rútu
30 000 kr
aukagjald í einbýli - án rútu
Hótel
Hilton Garden Inn Frankfurt*****
Hótelið er staðsett í Frankfurt am Main og er með garð, líkamsræktarstöð, bar og sameiginlega setustofu
Herbergin eru með loftkælingu, flatskjá, gervihanattarásum og
frítt wifi er alls staðar á hótelinu.
Frankfurt Messi ráðstefnumiðstöðin og aðalturninn er í 1500 metra fjarlægð. Gamli bærinn í Frankfurt og verslunarhverfið í miðbænum er í innan við 20 mínútna göngufjarlægð..
Hótelið fær heildareinkunina 7,9 og 8,6 fyrir hreinlæti á booking.com
Verðin
109 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli
106 990 kr
á mann í tvíbili - án rútu
30 000 kr
aukagjald í einbýli - án rútu