HHÍ til Heidelberg

Þýskaland hefur marga fallega og merkilega staði upp á að bjóða, en bærinn Heidelberg verður sannarlega að teljast einn skærasti gimsteinn landsins.  Þangað flykkist fólk alls staðar að til að sjá og upplifa þennan einstaka stað.

Heidelberg rís hjá bakka Neckar árinnar, og við hinn goðsagnakennda Odenwald skóg, sem vex fram með hlíðum og nær allt til Rínardals. Þar má finna fleiri forna bæi og byggingar. Í Heidelberg búa í kringum 150.000 manns. Þar á meðal eru um 30.000 háskólastúdentar sem stunda nám í háskóla bæjarins, Ruprecht-Karls-Universität, sem er sá elsti í Þýskalandi, frá árinu 1386. Bærinn slapp að langmestu leyti við sprengjuárásir í heimsstyrjöldinni síðari, og þar má því finna mjög heillegar upprunarlegar barokkbyggingar, og gamlar þröngar og steinilagðar götur. Frægur er hinn svokallaði Schloss kastali, sem þykir einn
merkilegasta bygging frá endurreisnartímanum, í Evrópu allri.

Þessi einstaki staður hefur í gegnum tíðina laðað að sér fjölmarga þekkta rithöfunda, listafólk og fræðimenn héðan og þaðan úr Evrópu, sem þar hafa leitað sér innblásturs, eða nýtt sér aðstöðu og bókakost hins aldna háskóla. 
En þótt Heidelberg sé oft gefinn sá alvarlegi titill: Höfuðfræðasetur Evrópu, er staðurinn langt frá því að vera alvarlegur eða líflaus. Þar er fjöldinn allur af skemmtilegum krám og veitingastöðum og auðvelt að sletta úr klaufunum í góðra vina hópi, hvort sem hann er gáfulegur, eða bara alls ekki.  


Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og handfarangur.
Hægt er að greiða með gjafabréfi frá Icelandair.

Brottför

Brottför 17. september frá Keflavík kl. 07:30, lent í Frankfurt kl. 13:15. 

Heimkoma

Heimför 20. september frá Frankfurt kl. 14:15, lent í keflavík kl. 16:00. 

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Frankfurt

Farastjórn er ekki innifalin

Hægt er að óska eftir fararstjórn gegn vægu gjaldi

Hvað er hægt að gera í Heidelberg

Alstadt er miðbærinn, og Hauptstrasse er aðalgatan - bæði með margt fyrir augað
Taktu lestina upp á topp Königstuhl fjallsins fyrir ofan bæinn og njóttu æðislegs útsýnis
Fyrir þá sem vilja skemmta sér fram á morgun, er best að finna staði á Untere Strasse 
Philosophenweg er mjög skemmtileg gönguleið um bæinn
Mensa im Marstallhof er frábær veitingastaður í fornri byggingu, og þar er æðislegur bjórgarður
Fjöldi gamalla bæja og bygginga eru í næsta nágrenni og fullt af góðum dagsferðum í boði

Hótel

SevenDays Hotel BoardingHouse
****

Fjögurra stjörnu hótel Heidelberg.Hótelið fær góðar umsagnir um hönnun og aðstöðu. Hótelið er staðsett í 2,2 km fjarlægð frá miðbæ Heidelberg. . 

Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 7,2 fyrir staðsetningu á booking.com 



Verðin

95 990 kr

á mann í tvíbili

18 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Crowne Plaza Heidelberg City Centre
****

Fjögurra stjörnu hótel í miðbæ Heidelberg. Hótelið fær góðar umsagnir fyrir rúmgóð og flott herbergi. Á hótelinu er spa, sundlaug, bar og líkamsræktarstöð.

Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com 



Verðin

119 990 kr

á mann í tvíbili

28 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 30 manns og gildir til 1. nóvember 2019


Kristi Jo Kristinsson 

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 899-6263