Tilboð til
Lloret De Mar

Frábær staður til að liggja í makindum í sólinni yfir daginn, og eyða kvöldinu yfir góðum mat, drykk og mikilli gleði. Lloral de Mar er þó líka annað og meira, þetta er bær með mikla sögu og minningar.  

Lloral de Mar stendur í 75 km fjarlægð norð-austur af Barcelona. Elstu heimildir um staðinn eru allt frá árinu 966, en þá var hann nefndur Loredo. Allt fram á 15. öld var bærinn staðsettur um 1 km innar í landinu. Kirkja heilags Romà stendur enn í Lloral de Mar, en hún var reist á 15. öld í þeim tilgangi að verjast árásum sjóræningja sem um árabil herjuðu á þennan fallega bæ og saklausa íbúa þar.
Hér var mjög mikilvægt hafnarsvæði á 18. öld með mikilli umferð skipa víða að. Safnið Can Garigga gerir þessum umbrotatímum góð skil og þangað er gaman að koma og skoða. Það var svo í byrjun 20. aldar sem ferðamenn fóru að gera sig heimakomna og njóta hinna fallegu stranda og umhverfisins í kring.
Hér er allt sem gerir dvölina ánægjulega og skemmtilega. Strendurnar eru margar, og þær eru stórar og hreinar. Minigolf fyrir minigolfara, og fínasti alvöru golfvöllur fyrir lengra komna. Einn stærsti vatnagarður Evrópu í stuttri fjarlægð, og í útjaðri bæjarins er Gnomoland, sem er skemmtigarður fyrir yngstu börnin. Go-Kart bílaakstur, köfun og kajaksigling, reiðhjól og bifhjól til leigu. Fyrir þá sem vilja freista gæfunnar, er stórt og myndarlegt Casino á svæðinu, við fimm stjörnu hótelið Guitart Monterrey.
Næturlífið svíkur engan, og lítið mál að finna skemmtistað við sitt hæfi í hinni miklu flóru sem boðið er upp á. 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka, 1 innrituð taska (20kg) og handfarangur.
Flogið með Norweigian.

Brottför

Brottför 28 Mars kl. 12:20
Lent í Barcelona kl: 17:25

Heimkoma

Heimkoma 31. Mars kl. 10:20
Lent í Keflavík kl.12:50

Gisting

3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Lloret De Mar

Hægt er að bæta við fararstjórn

Hægt er að bæta við fararstjóra gegn vægu gjaldi.

Hvað er hægt að gera í Lloret De Mar

Castle of Sant Joan er frá 11. öld - aðeins turninn stendur uppi og þaðan er frábært útsýni
Church of Sant Romà er merkileg bygging að skoða
Indjánakirkjugarðurinn er athyglisverður staður
Santa Clotilde garðurinn er í endurreisnarstíl. Dásamlegt umhverfi og glæsilegt útsýni
Hér er fullt af góðum börum. Bara að passa sig að tala vel um fótboltalið Barcelona - íbúar eru mjööög heitir stuðningsmenn
Ekki örvænta - hér er gott að versla líka. Á götunni St Pere er allar helstu verslanir að finna

Hótel

Gran Hotel Monterrey & Spa
*****

Gran Hotel Monterrey & Spa er í framandi görðum og er með útsýni yfir miðjarðarhafið og hugguleg útisundlaug.

Herberginn á Gran Hotel Monterrey & Spa eru stílhrein og hugguleg og öll með loftkælingu, sjónvarpi og fríu Wi-Fi.

Gran Hotel Monterrey & Spa er með 900m²  heilsulindarstöð sem inniheldur heitapott, tyrknesk böð og fjölda spa meðferða.
Aðgangur að heilsulindinni kostar aukalega. 

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og ,,The hall bar, býður upp á útsýni yfir hótelgarðinn. Sundlaugargarðurinn er opinn frameftir og er með skemmtun i boði fyrir fólk á öllum aldri.

Heildareinkunn 8.1 og 8.0 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

99 990 kr

á mann í tvíbýli

28 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 60 manns og gildir til 25. nóvember 2019


Kristi Jo Kristinsson 

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 899-6263