FRÆÐSLU- 
og
ÁRSHÁTÍÐARFERÐ
RÁÐGJAFAR- OG GREININGARSTÖÐVAR RÍKISINS
TIL HELSINKI
OG TALLINN
26.-30.9.2022

Fræðslu- og árshátíðarferð til Helsinki og Tallinn

Fræðsluferð sérsniðin að þörfum ykkar; þar sem boðið er upp á skólaheimsóknir, námskeið, fyrirlestra eða fræðslu. 

Helsinki sem kölluð hefur verið Dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim. 


Helsinki er nútímaleg stórborg umlukin hafi, vötnum og fallegri náttúru. Helsinki er borg hönnunar og nýsköpunar með sérstakri samsuðu byggingarstíla. Hljóðlát og vingjarnleg með ýmsum furðulegheitum, finnskri gufu og eitt besta og framsæknasta skólakerfi heims.

Finnland er frægt fyrir glæsilega og hagnýta nútímahönnun og vörumerki Marimekko og Iittala eru heimsþekkt. Hönnunarsena Helsinki er ein sú líflegasta í heiminum í dag. Punavuori aðal hönnunarhverfi Helsinki er gnægð af verslunum og vinnustofum og þar er einnig að finna hönnunarsafn borgarinnar. Það gengur undir nafninu Design District Helsinki. 

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurðir og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Helsinki er fjöldi sælkeraveitingastaða, hefðbundna veitingastaða og nýstárlegra bistróa og þar er einnig markaðshúsið Kauppahalli sem býður upp á allslags finnst gómsæti árstíðabundnar uppskeru.

Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni

Tallinn borgin sem lætur engan ósnortinn. Hún kemur öllum á óvart sem til hennar koma og flestir gestir væru til í að dvelja lengur í  þessum leynda gimsteini Evrópu.  


Tallinn eða (Tana-linn) þýðir í raun og veru Danavirki og á saga danska fánans Dannebrog rætur sínar að rekja til borgarinnar en bæði Danir sem og Eystrasalts Þjóðverjar eða Baltic Germans réðu ríkjum á svæðinu á miðöldum. 

Dannebrog fáninn er sagður hafa fallið af himni ofan í orrustu sem Danir háðu í Tallinn, þá kölluð Reval, 15. júní 1219. 

Borgin bar það nafn sem á forníslensku var kölluð Rafali eða Refalir allt til ársins 1918 en nafnið kemur úr fornsænsku og þýsku,  Räffle. 

Tallinn er lifandi borg þar sem tækni og sprotafyrirtæki blómstra. Borgin er stundum kölluð Silicon Valley norðursins. 

Eistar eiga meðal annars heiðurinn af Hotmail og Skype þó Skype eigi líka sænska feður og mæður. 

Í Tallinn er mikið gert út á veitingahús, bari og heilsulindir. Þegar þú gengur innan múra Keskilinn er ekki neitt annað í boði en að njóta lífsins út í ystu æsar. 

Ef að næturlíf borgarinnar fer illa í þig þá er um að gera að sækja sér lækningu við henni á eitt af elstu apótekum heimsins við Ráðhústorgið. 

Hvað er innifalið í ferðinni

Beint flug með Icelandair

Beint flug til og frá Helsinki með Icelandair. Ein innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. 

Flugtímar

Brottför 26. september kl. 07:30
Lent í Helsinki kl: 13:00
Heimkoma 
30. september kl. 14:10
Lent í Keflavík kl. 15:45

Fræðsludagskrá

Skipulögð fræðsludagskrá. Námskeið, ráðstefna, skólaheimsóknir, fræðsla/vinnustofur samkvæmt samkomulagi. 

Gisting á 4ra stjörnu hóteli

Gisting á 4ra stjörnu hóteli í Helsinki. Innifalið er morgunverður og WIFI.
Dagsferð til Tallinnar. 

Rútur og ferja

Rútur til og frá flugvelli og í skipulagðri fræðsludagskrá ef þörf er á. Ferja á milli Helsinki og Tallinn. Með fræðslu í fundarherbergi á leiðinni til Tallinnar og hlaðborði með mat og drykk á leiðinni til baka. 

Íslensk fararstjórn

Skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri. 

 Hvað er hægt að gera í Helsinki?

Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
 
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur. 
Suomenlinna eða Sveaborg á sænsku er eyjaklasi rétt utan við Helsinki. Mannvirkin á eyjunum er á heimsminjaskrá Unesco. Hervirkin hýsa nú söfn, veitingahús, bari og íbúðarhús.

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar, Allas Sea Pool, SkyWeel og margt fleira.

Hvað er hægt að gera í Tallinn?

Urmull kirkna flestra mörg hundruð ára gamalla eru að finna í Tallinn og nánasta umhverfi. Krikja rétttrúnaðarmanna, Alexander Nevsky Cathedral er þó unglingurinn í hópnum byggð á árunum 1894-1900. Hér er upptalning á nokkrum kirkjum: Swedish St. Michael´s / Niguliste Museum and Church Bernt Notke´s Dance of Deth´ /Roman-Catholic Cathedral of St. Peter and Paul Tallinn / Saint Catherine´s Church / Tallinn St. Mary´s Cathedral (Dome Church) and Bell tower.
Af þeim fjölmörgu áhugaverðu menningarsögulegu stöðum, byggingum og söfnum sem hægt er að skoða er vert að minnast á Town Hall Pharmacay sem er eitt elsta apótek í heimi. Það opnaði árið 1422 og var rekið af Burcharts fjölskyldunni frá 1581 til 1911. Það var einnig þekkt vegna þess að einn rússnesku keisarana pantaði lyfin sín þaðan. 
Nútímalistasafnið Kumu Art Museum var opnað 18. febrúar 2006. Það var hannað af Pekka Vapaavuori og er að finna í Kadriorg garðinum. Í því er hægt að finna eistneska list frá 18. öld til dagsins í dag og reglulega eru gestasýningar erlendra listamanna. 

Gamli bærinn með steinilögðum götum Vanalinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Hann er umkringdur borgarmúrum frá miðöldum með 26 varðturnum. 

Fjölmörg söfn, gallerí og handverksverslanir sem selja allt frá prjónavörum til rafskartgripa sem landsvæðið er þekkt fyrir.

Í Tallinn eru veitingahús á hverju strái og flóran eins margvísleg og veitingahúsin eru mörg. Við ráðhústorgið Raekoja Plats er yndislegt að sitja og virða fyrir sér mannlífið og gæða sér á villisveppasúpu að eistneskri gerð, gæða sér á rúgbrauði heimamanna og smakka á eistneskum drykkjum. 
Á hafnarsvæðinu er mikið af sölubásum og smáverslunum með ódýran varning. Hins vegar er vert að mæla með Seaplane Harbour sem er mjög áhugavert, stórt og mikið safn um eistneska sögu á láði og legi. Safnið heitir á eistnesku Lennusadam mereemuseum. 

Hótel

 Scandic Park Hotel
****

Scandic Park Helsinki snýr að Töölö-flóanum og er 600 metra frá Finlandia Hall, sem Alvar Aalto hannaði. Hótelið býður upp á ókeypis WiFi og ókeypis innisundlaug og aðgang að gufubaði. Aðaljárnbrautarstöðin í Helsinki er í innan við 15 mínútna göngufjarlægð.

Herbergin á Scandic Park Helsinki eru þægileg og eru með minibar, gervihnattasjónvarp og upphitað beðherbergisgólf.

Restaurant Famu leggur áherslu á lífrænt hráefni og framreiðir alþjóðlega rétti með nútímalegu ívafi. Vistvæna morgunverðarhlaðborðið býður upp á 101 morgunverðarvalkost sem veita orku og ferskt Fairtrade-kaffi er í boði öllum stundum.

Þakverönd með heitum einkapotti og gufubaði er hægt að bóka á staðnum ásamt nudd- og heilsulindarmeðferðum. 

Nútímaleg líkamsræktaraðstaða er í boði á líkamsræktarstöð í nágrenninu.

Flugrútan á Helsinki-flugvöll stoppar fyrir utan hótelið. Linnanmäki-skemmtigarðurinn er í 18 mínútna fjarlægð með sporvagni.

Hótelið fær 8,3 í heildareinkun á booking.com og 8,9 fyrir staðsetningu. 

Pör eru sérlega hrifin af staðsetningunni – þau gáfu henni einkunnina 8,9 fyrir tveggja manna ferðir.

Verðtilboð

182. 990 kr.

á mann í tvíbýli

44 000 kr.

aukagjald í einbýli

168. 990 kr.

Verð fyrir maka

Drög að dagskrá*

Fræðsluferð starfsfólks 
Ráðgjafar- og greiningastöð ríkisins
til Helsinki og Tallinn 26.09.-30.09.2022 

DAGSKRÁ

26. SEPTEMBER MÁNUDAGUR – BROTTFÖR 
Kl. 07:30     Flug frá Keflavík til Helsinki. 
Kl. 14:00     Lent að staðartíma í Helsinki
Kl. 15:30     Mæting og innritun á hótel 

Kl. ?             Hægt að hafa leiðsögn um borg með verkefnum eins konar hópefli (1,5 – 3 tími fer eftir ykkur) eða skilja ykkur eftir á                                        leynibarnum https://sonofapunch.com/en/ravintolat/trillby-chadwick-english/

27. SEPTEMBER ÞRIÐJUDAGUR – RÁÐSTEFNA NORRÆNAMENNINGARGÁTTIN
Kl. 08:30     Mæting í anddyri hótels og lagt af stað til Norrænu menningargáttarinnar.
                    Nordic Culture Point, Kaisaniemikatu 9, 00171 Helsinki . 
                     Ráðstefna: Norræn velferð og jöfn tækifæri barna með þroskaraskanir af erlendum uppruna á Norðurlöndum 
Kl. 09:00     Fjögur 15 mínútna erindi og kynningar með tíma fyrir spurningar úr sal. 
Kl. 12:45     Stutt hlé 
Kl. 13:15     Pallborðsumræður og almennar umræður. 
Kl. 14:00     Dagskrá lýkur (ath. rútur á hótel eða verður fólk eftir í miðbænum - gott að hafa bak við eyrað upp á rútur)

Kl. 10:00     Makadagskrá með sér fararstjóra (má byrja seinna) 

28. SEPTEMBER MIÐVIKUDAGUR – TALLINN - DAGSFERÐ
Kl. 07:30     Lagt af stað frá hóteli að höfninni (650 m / 8 mín)
Kl. 08:00     Komið á höfnina og farið um borð í M/s Finlandia Eckerö Line Ab Oy ferjuna. Allir þurfa að vera komnir um borð 30 mínútum                           fyrir brottför. Fararstjórinn sækir farmiða fyrir hópinn og sér til þess að allir fari um borð. 
Kl. 09:00     Ferjan M/s Finlandia lætur úr höfn í Helsinki
Kl. 09:00     Fyrirlestur um borð í fundarsal um borð. A) fyrirlesari frá Eistlandi sem tók þátt í ráðstefnu daginn áður eða b) fyrirlesari á                              okkar vegum t.d. finnskur í dagsferð
Kl. 11:15     M/s Finlandia kemur til hafnar í Tallinn 
Kl. 11:45     MAKADAGSKRÁ MEÐ SÉR FARARSTJÓRA 
Kl. 12:30     Hópur 1) Autism Society of Tallinn and Harju County, Toom-Ruutli 7, 10130 Tallinn https://autismtallinn.ee/
Kl. 12:30     Hópur 2) Diagnostic and Concelling for Children with devopmental disorders of foreign origin. Tiina Peterso, Chief Expert of                          Pre-Primary Education, General Education Policy Department, Ministry of Education and Research, Phone (+372) 7350114, E-                        post: tiina.peterson@hm.ee
Kl. 12:30    Hópur 3) Pre-schools and special educational needs. Marika Kallas, Head of pree-school unit Tallinn City office                                                  https://www.tallinn.ee/eng/haridus/pre-school 
Kl. 12:30    Hópur 4) Councelling commissioin for children with special needs. Karin Lember, Tallinn Education Department, Head                                     specialist, (+372) 640 4657, e-mail: karin.lember@tallinnlv.ee 
Kl. 14:00    Frjáls tími til klukkan 17:00
Kl. 17:00    Lagt af stað úr miðbæ niður að höfn frá kennileiti sem fararstjóri og hópur kemur saman um eftir komuna í bæinn, t.d. hótel                           Viro (ekki hægt að missa af því) 
Kl. 18:10    Farið um borð í ferjuna. Allir þurfa að vera komnir um borð 30 mínútum fyrir brottför
Kl. 18:30    M/s Finlandia ferjan lætur úr höfn í Tallinn Snætt á hlaðborði Buffet Eckerö, innifalið matur og drykkur; te, kaffi, safar, gos,                               hvítvín, rauðvín og bjór á krana. 
Kl. 21:00    M/s Finlandia ferjan kemur til hafnar í Helsinki og gengið að hótelinu (650 m/ 8 mínútur)

29. SEPTEMBER FIMMTUDAGUR
Kl. 09:00     Lagt af stað til Nýja Barnaspítalans
Kl. 09:30     Developmental disorders and learning difficulties, pediatric Neurology clinics. Kynning á starfsemi. 
                     https://www.hus.fi/en/treatments-and-examinations/developmental-disorders-and-learning-difficulties
Kl. 10:30     Gengið yfir götuna að Zacharias Topeliusskolan, En Skola för Alla heimsóttur. Sérkennari Lena Gärkman tekur á móti hópnum                       og kynnir sitt starf með börnum með áskoranir og hamlanir. 
Kl. 12:30     Lagt af stað til hótels með rútu(m). 

Kl. 17:00    Árshátíð

30. SEPTEMBER FÖSTUDAGUR
Kl. 10:30     HÆGT AÐ SÆKJA YKKUR FYRR OG FARA AÐ SIBELIUSAR MINNISMERKINU OG Í KLETTAKIRKJUNA FYRST
Kl. 12:30     Lagt af stað til alþjóðaflugvallarins
Kl. 15:10     Flug frá Helsinki til Keflavíkur
Kl. 15:45     Lent að staðartíma í Keflavík 

*Með fyrirvara um breytingar

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä

 Fræðsluferðir
Netfang. aslaug@tripical.comSími: +354 785 9887