til Amsterdam
Amsterdam er höfuðborg Hollands og stærsta menningar-miðstöð landsins. Þar er eitthvað fyrir alla, hvort sem þú ert í leit að menningu og sögu, hressandi djammi, eða bara indælli afslöppun í fornfrægri evrópskri borg.
Fyrr á öldum var Amsterdam lítið fiskiþorp, sem óx og stækkaði í þá mikilvægu viðskiptaborg sem hún er í dag. Nafn borgarinnar var upphaflega Amstelredamme, en því var síðar breytt í Amsterdam. Nafnið kemur frá ánni Amstel. Þarna búa ekki nema rúmlega milljón manns, og eru íbúar borgarinnar þekktir fyrir sín vinalegheit og að vera tilbúnir að veita hjálparhönd við hvað sem er! Borgin er í raun ekki ýkja stór, öll helstu kennileiti eru í göngufæri, en við mælum eindregið með því að leigja hjól og ferðast þannig um þetta dásamlega umhverfi.
Hér má finna mikið af heillandi hverfum með gömlum byggingum sem tekist hefur einstaklega vel að varðveita, og litagleðin ræður ríkjum. Síkin eru áberandi hluti af staðnum og yfir þau liggja ófáar instagramvænar brýr. Tilvalið að stilla sér upp og taka eins og eina ÉG ER Í AMSTERDAM sjálfu. Að sigla á síkjum Amsterdam er sannkallaður draumur. Þar flýtur þú framhjá fallegum gróðri, blómstrandi trjám og sögulegum byggingum, sem virðast einhvern veginn allar vera álíka skakkar og gestir hinna svokölluðu kaffihúsa borgarinnar (sem flest hver bjóða upp á ögn meira krassandi stöff en uppáhelling)
Hvað er hægt að gera í Amsterdam
Canal hringurinn svokallaði liggur með síkjum frá 17. öld og sigling þar er æðisleg upplifun
Jordaan
hverfið er mjög skemmtilegt- fátækrahverfi fyrri ára orðið hipp og kúl verslunarsvæði
Af fjölmörgum almenningsgörðum er Vondelpark hvað vinsælastur
KattenKabinet
er merkilegt listasafn, þar eru eingöngu myndir af köttum
Oude Kerk er kirkja frá 1300. Það er mjög vinsælt að fara upp í turn hennar
Götumarkaðir eru ótrúlega margir og hver öðrum skemmtilegri
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Icelandair 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför frá Keflavík til Amsterdam kl. 07:50 og lent kl 13:00
Heimför
Brottför frá Amsterdam til Keflavík kl 13:55 og lent kl. 15:05
Gisting
Þrjár nætur á 4* stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgarskatturinn
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 20-25 mín
Farastjórn
Óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical. Hægt er að óska eftir leiðsöganni gegn vægu gjaldi.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær að gista í svítu (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleiri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Hótel Room Mate Aitana ****
Room Mate Aitana er hönnunarhótel sem var byggt árið 2013 og er staðsett á eyju á ánni IJ í Amsterdam. Það býður upp á glæsileg herbergi og stæði fyrir tómstundabáta.
Öll herbergin eru með flatskjásjónvarp með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf. Stórir gluggarnir bjóða upp á útsýni yfir Amsterdam. Baðherbergið er með hárþurrku og sturtu eða baðkari. Ókeypis snyrtivörur eru í boði.
Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð til klukkan 12:00 en einnig er hægt að fá morgunverð upp á herbergi. Setustofubar og veitingastaður sem innréttaður er í heimsborgarstíl eru á staðnum.
Room Mate Aitana er með viðskiptasvæði og líkamsræktaraðstöðu.
Aðaljárnbrautarstöðin í Amsterdam er í 800 metra fjarlægð frá gististaðnum og Dam-torg er í innan við 1,7 km fjarlægð. RAI-ráðstefnumiðstöðin er í 15 mínútna akstursfjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
127 990 kr
á mann í tvíbili
42 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
QO Amsterdam*****
QO er staðsett meðfram Amstel-ánni í Amsterdam. Hótelið sameinar lúxus, tækni og sjálfbærni í byggingu sem er löguð að náttúrunni. Gestir geta notið hollenskrar matargerðar á barnum og veitingahúsinu á staðnum. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.
Öll herbergin eru hönnuð með háum gluggum, flatskjá með AirPlay og iPad til að stjórna lýsingunni og hitanum. Sérbaðherbergið er búið Zenology-snyrtivörum.
Allur gististaðurinn hefur verið hannaður til að draga úr umhverfisáhrifum. Allt frá gluggum með sjálfvirkri birtu- og hitastigsstjórnun til gróðurhúss á þakinu. Veitingastaðurinn Persijn er staðsettur á jarðhæðinni en barinn Juniper & Kin er staðsettur á 21. hæðinni með útsýni yfir borgina en þar er í boði hollensk matargerð sem búin er til úr staðbundnu og heimaræktuðu hráefni.
Hægt er að leigja rafmagnshjól á hótelinu og vinsælt er að stunda golf á svæðinu. Amsterdam Arena er 10 mínútna fjarlægð frá QO Amsterdam en Heineken Experience er 2,9 km frá gististaðnum. Næsti flugvöllur er Schiphol-flugvöllurinn en hann er 11 km frá QO Amsterdam.
Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 8,2 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
129 990 kr
á mann í tvíbili
42 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Radisson Blu Hotel, Amsterdam City Center****
Radisson Blu Hotel er staðsett í rólegum hluta miðbæjar Amsterdam, í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð frá hinu líflega Dam-torgi.
Rúmgóð herbergin eru innréttuð í samræmi við litrík þemu, ganga þar á meðal undir nafninu Golden Age og Naturally Cool. Þau eru með ókeypis WiFi og setusvæði með LCD-sjónvarpi.
Waterlooplein og Kalverstraat-verslunargatan eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá Radisson Blu. Það ganga 6 sporvagnalínur um Spui-sporvagnastöðina til ýmissa hluta Amsterdam, þar á meðal mikilvægra viðskiptahverfa eins og Amsterdam RAI og World Trade Centre.
Veitingastaðurinn býður upp á alþjóðlega rétti og ríkulegt morgunverðarhlaðborð. Það er einnig bar á staðnum og margir veitingastaðir eru staðsettir í innan við 5 mínútna göngufjarlægð.
Miðborg Amsterdam er frábær valkostur fyrir ferðalanga sem eru áhugasamir um: næturlíf, arkitektúr og gönguferðir.
Hótelið fær heildareinkunina 8,5 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
135 990 kr
á mann í tvíbili
48 000 kr
aukagjald í einbýli