Andorra

Andorra er rétt um 480 ferkílómetrar að stærð og þar búa 78 þúsund manns. Stærðin er svona eins og Reykjavik, Kópavogur og Garðabær til samans. Hægt er að ganga í kringum Andorra á 5 dögum! 

Þótt íbúatala Andorra sé ekki há er alltaf mikið um að vera í þessu sjarmerandi fjallalandi. Þangað koma árlega um þrjár og hálf milljón ferðamanna og dvelja til lengri eða skemmri tíma, fyrir utan fjölda gesta frá nágrannaríkjunum Frakklandi og Spáni, en þaðan koma á hverju ári um 5 milljónir manns í styttri dagsferðir. Ferðaiðnaðurinn er allra stærsta tekjulind þjóðarinnar og hann einkennist í öllu af mikilli fagmennsku og gæðum. Andorra býður upp á stórkostlega aðstöðu til fjölbreyttrar skíðaiðkunar yfir vetrartímann, og á sumrin flykkist fólk þangað í hvers kyns gönguferðir og náttúruskoðun, enda umhverfið og útsýnið æði tilkomumikið og magnað.
Sólríkar hlíðar Andorra lúra milli Spánar og Frakklands. Svæðið á sér langa sögu í þjónustu við ferðamenn allt árið um kring og er án efa einn heppilegasti áfangastaðurinn fyrir blandaða skíðahópa. Dagskráin er svo sniðin að þörfum þeirra sem vilja skíða OG hafa gaman. Náttúrufegurðin, girnilegur matur, töfrandi viðmót heimafólks, hagstætt veður og lágt verðlag gera dvölina ógleymanlega. Flogið er með leiguflugi til Toulouse í Frakklandi þaðan sem stefnan er tekin í hásuður í tvo og hálfan tíma um grónar sveitir Suður-Frakklands, og endað í Soldeu skíðaþorpinu frábæra í Grandvalira.



Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Leiguflug með innritaðri 23 kg tösku og handfarangri (5kg)

Flogið út

 Brottför 15.janúar 2022 frá Keflavík til Toulouse 

Flogið heim

Heimför 22.janúar 2022 frá Toulouse til Keflavíkur

Gisting

7 nætur á 4ra stjörnu hóteli, hálft fæði (morgunverður og kvöldverður) innifalinn.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli - 2.5 klst akstur

Farastjórn

Skemmtilegur og og óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical.

Hvað er hægt að gera í Andorra

Notaðu tækifærið og smakkaðu rétti heimamanna, eins og trinxat og escudella, bæði gómsætir og pottþéttir pottréttir.
Caldea Spa er ein af stærstu heilsulindum Evrópu. Frábær staður til að slaka á!
Naturlandia er vinsæll ævintýragarður sem býður upp á afþreyingu eins og zip-fóðrun, rennibrautaferðir og dýraskoðun.
Mótorhjólasafnið Carmen Thyssen er mjög töff. Þar má skoða safn af vintage mótorhjólum.
Ef þig langar að prófa paragliding, þá er Andorra stórkostlegur staður fyrir þess háttar.
Casa de la Vall er glæsileg 16. aldar bygging sem vert er að skoða.

Hótelin okkar í Soldeu

Park Piolets Mountain Hotel and Spa****

Hótelið er mjög rúmgott og sumarið 2019 var farið í gagngerar endurbætur á ýmsum þáttum sem gera dvöl gesta ennþá ánægjulegri eins og t.d. heilsulindinni. Park Piolets stendur aðeins frá Soldeu kláfnum eða um 600 metra en á fimm mínútna fresti ganga litlar þægilegar skutlur milli hótelsins og inngangi Soldeu kláfsins á meðan skíðasvæðið er opið. Aksturinn að kláfnum í Soldeu tekur aðeins 2 mínútur og 5 mínútur niður að El Tarter þar sem er kláfur og lyftur. Mikill metnaður er lagður í að láta gestum líða vel, maturinn er afbragð og fyrir utan veglegan hlaðborðsveitingastað hótelsins er þar yndislegur kínverskur matsölustaður. 

Gestir láta vel að dvölinni og gefa því hæstu einkunn fyrir þjónustu, hreinlæti, hjálpsemi, staðsetningu, útsýni og alla aðstöðu. Rúmgóður bar eða setustofu er að finna á jarðhæðinni með útsýni yfir fjöllin og skíðasvæðið hinum megin í dalnum. Gjarnan er minnst á veglega stærð herbergjanna, kraftmikla sturtu, aðgengi að heilsulind, heitum potti sem er úti við, sem og aðstöðu fyrir börn en hótelið er vinsælt hjá barnafólki.

Á staðnum er geymsla fyrir útbúnað.



Himalaia Soldeu****

Hótelið stendur fyrir miðju Grandvalira skíðasvæðisins og við hliðina á Soldeu Cable Car fjallakláfunum sem koma þér upp í allar helstu brekkurnar. Boðið er upp á netaðgang í almenningsrýmum, líkamsrækt og spa með sánu, tyrknesku baði og heitum pottum. Þar er auk þess boðið upp á nudd.

Rúmgóð herbergi innréttuð í tíbetskum stíl.



Verðin

         Himalaia Soldeu 4*

 Hótel Park Piolets 4*

  • Fjórbýli m/hálfu fæði (2 fullorðinir+2 börn): 184.990 kr. 
  • Þríbýli m/hálfu fæði (2 fullorðnir + 1 barn): 189.990 kr. 
  • Tvíbýli með hálfu fæði:  209.990 kr.
  • Einbýli með hálfu fæði:  249.990 kr.     

  • Þríbýli með hálfu fæði (2 fullorðnir + 1 barn): 199.990 kr 
  • Tvíbýli með hálfu fæði:                                         214.990 kr. 
  • Einbýli með hálfu fæði:                                         254.990 kr.