Bátsferð og púrtvínsmakk um Douro 
 LEX Lögmenn í  Porto
19 eða 20 maí 2023

Porto er stundum nefnd “Borgin ósigrandi”, upphaflega eftir frelsisbaráttu hennar í kringum 1832, en í dag lýsandi fyrir það mikla stolt sem íbúar hennar bera í brjósti. Hér er heillandi blanda hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja.  

Porto er ekki stór, í kjarna hennar búa aðeins um 300.000 manns. Borgin er hæðótt og byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, skemmtilega samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni híbýlum úr nútímanum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni. 
Miðbær Porto fór á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1996, en þar hefur byggð haldist óslitið allt frá 4. öld. Þar er magnað að ganga um, sem og um Ribeira hverfið sem er í næsta nágrenni og stendur við árbakka Duoro.
Lengi vel var Porto talin gróf og óálitleg verslunarborg í niðurníslu en þar hafa aldeilis orðið mikil stakkaskipti. Á síðustu áratugum hefur verið ráðist í gríðarlegar endurbætur og upplyftingu víða í borginni og hún í kjölfarið unnið sér æ sterkari sess sem vinsæll ferðamannastaður. 
Þá er rétt að benda á að ef einhvern tíma var tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það sosum liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvíns hella í Vila Nova
de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.
Saúde!

Hvað er hægt að gera í Porto?

Listunnendur mega ekki láta hið þekkta nútímalistasafn Serralves framhjá sér fara. 
Viltu sjá og upplifa hinn dæmigerða Portobúa í essinu sínu? Farðu þá á markaðinn Mercado do Bolhão, þar er sannkallað líf og fjör!
Sigling upp með ánni, helst alveg að Pinhão með sínu stórbrotna landslagi er vel þess virði.
Í borginni er að finna úrval af gæðaveitingastöðum. Flestir þeirra eru í Matosinhos hverfinu við ströndina.

Gakktu eina (eða  fleiri) af 6 brúm sem tengja borgina við Gaia hverfið hinum megin Duoro árinnar. 
FC Porto Museum sýnir þér 120 ára sögu eins af sigursælustu knattspyrnuliðum Evrópu. 

Bátsferð með púrtvínsmakki á Douro


Douro áin og púrtvín
Sigling meðfram ánni Douro þar sem að skoðaðir eru staðir sem eru á heimsminjaskrá Porto.  Siglingin endar með  heimsókn í Burmester/Cálem-kjallara þar sem að talað er um sögulega arfleifð púrtvínskjallaranna.
Verð á mann kr 3.900