til 
Bilbao

Í Bilbao blandast nútíð og fortíð svo skemmtilega saman að borgin hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir hönnun sína og skipulag. Sannarlega ein af áhugaverðustu borgum Spánar.

Borgin Bilbao er staðsett á norðurhluta Spánar, 16 km frá hafi, með um 350.000 íbúa. Innfæddir nefna hana oft holuna (botxo), sem stafar af staðsetningu hennar í miðju tígurlegs fjallagarðs sem umvefur hana með sínum grænu fallegu hlíðum. Þótt þar finnist menjar allt frá 11. öld er aldur hennar rakinn til 14. aldar og þá hófst hennar blómaskeið. Gamli bærinn er dásamlegur minnisvarði þess tíma og þar er ánægjulegt að spássera hinar svokölluðu ,,Sjö götur“ (Las 7 Calles) og uppgötva fornar helgimyndir og byggingar. Þá er Bilbao lifandi sönnun þess að matur er list. Úrvalið af veitingastöðum,  allt frá litlum götustöðum til fínni veitingahúsa er enda-
laust, og rétt að benda á að fjöldi Michelin stjörnustaða er hér með því mesta í heimi.
Ein af stærri rósum borgarinnar er Guggenheim safnið sem opnað var 1997. Í kjölfarið var lagður metnaður í byltingarkenndan og sérstakan byggingarstíl sem sjá má í mörgum risabyggingum sem hannaðar eru af þekktustu arkitektum heimsins. En Bilbao eru auk þess mjög græn borg, með mikið af yndislegum útisvæðum, eins og garðinn Doña Casilda de Iturrizar sem er tilvalinn til að slaka á og njóta náttúru og afslappandi umhverfis. Bilbao er þannig einstök blanda af gömlu og nýju, rólegheitum og líflegri borgarstemmingu. 

Hvað er hægt að gera í Bilbao?

Plaza Nueva og göturnar í kring eru fullar af annasömum börum sem bjóða upp á fræga pintxos: litla, ljúffenga bita af mat
Hinir töfrandi klettar Getxo eru í rúmlega 30 mínútna fjarlægð með neðanjarðarlestinni.
La Ribera markaðurinn er staðsettur í glæsilegri byggingu og þar geturðu látið elda fyrir þig hráefnið sem þú velur þér
S. James dómkirkjan er gullfalleg 14. aldar bygging sem er vel þess virði að skoða
Taktu Artxanda kláfferjuna upp í fjall, klassískur valkostur til að fá útsýni yfir Bilbao
Fótboltaáhugafólk ætti að heimsækja San Mamés Museum and Statium

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical, 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur.

ATH flugverð getur breyst v heimsmarkaðsverðs á eldsneyti eins er lítið framboð af vélum og verð há

Flug út

Frá Keflavík til Bilbao xxxxxx  brottför snemma dags, flugtímar koma síðar


Flug heim

Frá Bilbao til Keflavíkur, XXXXX brottför seinni partinn til Keflavíkur.

Gisting

3 nætur á4 - 5 stjörnu hóteli í miðborg Bilbao Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútur til og frá flugvelli - 15-20 mín

 Íslensk farastjórn

Tveir skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.

 Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 einstakling/par sem fær fría uppfærslu á herberginu sínu og gista því í  betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergin!

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótelið

****

Hotel Ilunion San Mamés er staðsett í Bilbao, 400 metra frá San Mamés-leikvanginum og býður upp á loftkæld herbergi og sameiginlega setustofu. Meðal aðstöðu á gististaðnum er veitingastaður, sólarhringsmóttaka og herbergisþjónusta ásamt ókeypis WiFi hvarvetna.  
Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Fataskápur er til staðar í herbergjunum.
Morgunverðarhlaðborð er í boði daglega á Hotel Ilunion San Mamés. Falleg verönd er við hótelið.

Meðal vinsælla og áhugaverðra staða í nágrenni við Hotel Ilunion San Mamés má nefna Euskalduna-ráðstefnumiðstöðina og tónleikahöllina, Bilbao Fine Arts-safnið og Guggenheim-safnið í Bilbao

Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið getur boðið upp á sameiginlegan kvöldverð fyrir hópinn út frá veitingastaðnum og veröndinni.  Verð frá 8.900kr á mann.

Verðin

 169 990 kr

á mann í tvíbýli

25 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótelið

****

Hotel Ercilla er nútímalegt hótel staðsett í miðbæ Bilbao. Það býður upp á líkamsræktarstöð og stílhrein gistirými með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, ókeypis Wi-Fi Interneti og sérbaðherbergi.

Bar Americano býður upp á yndislegan morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Sérstaða þeirra er Bask frændi og kokteilar.
La Terraza er kokteilbar sem hefur yndislegt útsýni til Bilbao og býður einnig upp á mat.

Hið glæsilega Guggenheim-safn Bilbao er í 15 mínútna göngufjarlægð. Það er neðanjarðarlestarstöð handan við götuna frá hótelinu sem tengir þig við ströndina á innan við 20 mínútum

Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið getur með fallega sali sem auðveldlega geta verið með XXX manns í mat. Verð frá 14.900kr á mann fyrir fordrykk, 3 rétta og léttan drykkjarpakka.

Verðin

 176 990 kr

á mann í tvíbýli

28 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótelið

Radisson Collection Bilbao
*****

Radisson Collection Bilbao er frábærlega staðsett í miðbæ Bilbao, 300 metra frá Arriaga-leikhúsinu, 500 metra frá Calatrava-brúnni og 600 metra frá Catedral de Santiago. Þetta 5-stjörnu hótel býður upp á viðskiptamiðstöð og alhliða móttökuþjónustu. Gististaðurinn býður upp á borgarútsýni. verönd, sólarhringsmóttaka og ókeypis WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.
Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð. Öll herbergin á Radisson Collection Bilbao eru með sérbaðherbergi með sturtu og baðsloppum, flatskjá og loftkælingu og sum herbergin eru einnig með setusvæði. Herbergin eru með rúmföt og handklæði.
Léttur morgunverður og morgunverðarhlaðborð eru í boði á hverjum morgni á Radisson Collection Bilbao.

Áhugaverðir staðir í nágrenni við hótelið eru t.d. Funicular de Artxanda, Bilbao Fine Arts Museum og Guggenheim Museum Bilbao.

Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið er með marga fallega sali en enginn nógu stór fyrir 200 manns en í 5 mín göngufæri er frábær staður sem hópurinn getur verið með út af fyrir sig, kvöldverður og partý.  Verð  frá 14.900kr á mann fyrir fordrykk, 3 rétta og léttan drykkjarpakka.

Verðin

 199 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við 200  manns en ekki hefur verið tekið neitt frá hvorki hótel né flug. 


Ásthildur Ólafsdóttir (Ásta)  

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820-8991