Boston
Það má hiklaust nefna hana eina af merkilegri borgum Bandaríkjanna - saga landsins er samtvinnuð Boston á svo margan hátt. Falleg stórborg, full af skemmtilegum möguleikum fyrir gesti sína.
Þessi sjarmerandi hafnarborg er staðsett við Massachusettes flóa á austurströnd Ameríku. Þar settust enskir landnemar að árið 1630, fjöldinn jókst nokkuð ört og úr varð bær, síðan fleiri bæir og svo borg.
Þetta skýrir þann fjölda mismunandi hverfa sem mynda Boston. Þau voru mörg hver áður fyrr sjálfstæðir bæir, og enn í dag eru íbúar afar stoltir af sínu heimahverfi og nefna það alltaf fyrst, á undan nafni borgarinnar. Á milli staða má svo ferðast með neðanjarðar-lestarkerfi sem státar af því að vera það elsta í Norður-Ameríku allri.
Hér er svo mikið af öllu mögulegu að sjá og gera, smakka og drekka, að það er erfitt að nefna eitt frekar en annað. Hér að neðan stingum við upp á nokkrum hlutum, við mælum einnig með að verða sér úti um dagblöðin Weekly Dig eða The Phoenix sem finna má ókeypis á hverju götuhorni og lista upp það markverðasta sem í boði er dag hvern. Söfnin eru óteljandi, veitingastaðirnir enn fleiri, og skemmtilegir barir út um allt. Þar á meðal einhver þekktasti bar allra tíma, sjálfur Cheers
barinn úr hinni vinsælu þáttaröð. Ekki amalegt að setjast í sætið hans Norm og skella í sig einum ísköldum!
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair, 1 innritaðri 23 kg tösku
og handfarangur
Brottför
Brottför laugardaginn 21. maí 2022
frá Keflavík kl. 17:15,
lent í Boston kl. 18:30
Heimför
Heimför laugardaginn 28. maí frá Boston
kl. 20:15, lent í Keflavík sunnudaginn 29. maí kl. 06:05
Gisting
Sjö nætur á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli og í skólaheimsóknir.
Farastjórn
Tveir skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Hvað er hægt að gera í Boston
Faneuil Hall
er skemmtilegur markaður staðsettur í fallegri byggingu með heilmikla sögu. Nóg að versla, nóg að skoða.
USS Constitution Museum er tilvalin staður fyrir áhugasama um mikilvæga atburði í sögu Norður-Ameríku.
Dinner Detective Murder Mystery Show!
Glæsimáltíð með tvisti, þú nýtur um leið leiksýningar og tekur þátt í að ráða gátuna. Mjög skemmtileg upplifun.
Boston Common and Public Garden
er elsti almenningsgarður í Ameríku. Dásamlegur staður!
Sam Adams er Boston bjórinn! Auðvitað er boðið upp á ferð um verksmiðjurnar, Sam Adams Brewery Tour. Og já, frítt smakk er innifalið.
Boston er þekkt fyrir úrval af gæða fiskveitingastöðum, enda hráefnið ferskt í borg sem stendur við hafið. Union Oyster House
er góður kostur, einn elsti veitingastaður borgarinnar.
Hótel
Haytt Regency Boston****
Hyatt Regency Boston er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá Boston Common, einum elsta almenningsgarði í USA og er nútímalegt hótel aðeins örfáum skrefum frá miðbæ Boston. Ókeypis WiFi er í boði.
Flatskjár með kapalrásum og Bluetooth hátalari með vekjaraklukku eru í hverju herbergi. Þar er einnig kaffivél. Sérbaðherbergin eru með hárþurrku og ókeypis Pharmacopia snyrtivörum.
Gestir Hyatt Regency Boston hafa aðgang að líkamsræktarstöð. Hótelið býður einnig upp á herbergisþjónustu og sólarhringsmóttöku.
Veitingastaðurinn Avenue One býður upp á morgunverð, hádegisverð og kvöldverð.
Fenway Park, heimavöllur Boston Red Sox hafnaboltaliðsins, er í 21 mínútna akstursfjarlægð. Green rail line á Boylston lestarstöðinni er í 5 mínútna göngufjarlægð.
Booking gefur 9.2 fyrir staðsetningu
Verðin
349 990 kr
á mann í tvíbili
150 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Lenox Hotel Downtown Boston****
Þetta boutique-hótel býður upp á nýmóðins líkamsrækt, verðlaunamatargerð og glæsileg herbergi með ókeypis Wi-Fi. John Hancock Tower er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð.
Hvert herbergi hefur útsýni yfir Back Bay hverfið. Boðið er upp á baðsloppa, lítinn kæli og flatskjá. Lúxus herbergin eru búin mahóní viðarhúsgögnum og kristal lömpum.
Hótel Lenox býður upp á persónulega þjónustu og viðskiptamiðstöð sem er opin allan sólarhringinn.
Gestir geta notið þriggja veitingastaða hótelsins. City-Table, Sólás og City bar bjóða upp á nútímalega rétti úr ferskasta hráefni sem völ er á. Herbergisþjónusta er í boði allan sólarhringinn.
Lenox er smá spöl frá frægum veitingastöðum og verslunum á Newbury Street. Fenway Park hafnarboltaleikvangurinn er tæpa 2 km frá hótelinu og Northeastern háskólinn er í 15 mínútna göngufjarlægð.
Booking gefur þessu hóteli rosalega góða einkunn fyrir staðsetningu eða 9,8
Verðin
349 990 kr
á mann í tvíbili
150 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið miðast við 110 manns og gildir til 24. september 2019
Hótel
Boston Marriott Copley Place****
Þetta hótel er staðsett í hinu sögufræga Back Bay hverfi í Boston og býður upp á veitingastað á staðnum auk veglegs viðburðarýmis.
Boston Marriott Copley Place er með nýstárlega líkamsræktarstöð. Eftir sundsprett í innisundlauginni geta gestir notið amerískrar matargerðar á sportbarnum og veitingastaðnum á hótelinu.
Áhugaverðir staðir eins og Trinity Church og Boston Common eru aðeins nokkrar mínútur frá Copley Place Boston Marriott. Gestir geta verslað í Copley Place verslunarmiðstöðinni í nágrenninu eða skoðað hafnaboltaleik í Fenway Park.
Booking gefur Boston Marriott Copley Place 9.3 í einkunn fyrir staðsetningu
Verðin
349 990 kr
á mann í tvíbili
150 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Homewood Suites By Hilton Boston at the Seaport****
Homewood Suites by Hilton Boston Seaport er staðsett í Boston, 1,6 km frá M Street Beach, og býður upp á gistirými með sameiginlegri setustofu og einkabílastæði. Gististaðurinn er 600 metra frá Boston Convention Exhibitors Center, 2,1 km frá Custom House og 2,1 km frá Freedom Trail. Hótelið er með innisundlaug, líkamsræktarstöð og móttöku allan sólahringinn.
Gestir hótelsins geta notið amerísks morgunverðar.
Gestir geta nýtt sér viðskiptamiðstöðina eða fengið sér eitthvað á snarlbarnum.
Faneuil Hall er 2,2 km frá Homewood Suites by Hilton Boston en Old State House er í 2,2 km fjarlægð. Næsti flugvöllur er Logan -flugvöllurinn, 3 km frá gististaðnum.
Booking.com gefur 8,2 í einkunn fyrir staðsetningu.
Verðin
349 990 kr
á mann í tvíbili
150 000 kr
aukagjald í einbýli

Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä
Fræðsluferðir
GSM. 785 9887
Netfang. aslaug@tripical.com