Brescia
Seint á 19. öld fékk Brescia viðurnefnið Ljónynja Ítalíu, fyrir baráttuþrek íbúanna gegn óvinaárásum. Einstaklega fögur borg nálægt Garda-vatni, hlaðin aldargamalli sögu og dásamlegu umhverfi.
Borgin Brescia stendur við rætur ítölsku Alpanna, í nokkurra kílómetra fjaralægð frá Garda-vatni og þar búa rúmlega 200.000 manns. Fornar rústir má víða finna á Ítalíu, en Brescia býr yfir þeim mikilvægustu og best varðveittu í norður-parti landsins. Hún er í raun algjör fjársjóðskista þegar kemur að verðmætum fornminjum og hluti hennar er skráður á Heimsminjaskrá UNESCO. Þar er klaustur frá 8. öld, miðaldakastalar, dómkirkjur og ýmsir merkilegir minnisvarðar frá tímum Rómverja. Einnig má benda á hringlaga dómkirkjuna, Duomo Vecchio, sem er sannkallað gotneskt meistaraverk, en við hlið hennar stendur "nýja" dómkirkjan sem reist var fyrir 150 árum og ber mjög stórbrotna fraamhlið úr hvítum marmara. Aðdráttarafl Brescia er þó síður en svo bundið við sögu og menningaraarfleifð
hennar. Hún er þekkt fyrir líflegt andrúmsloft, iðandi markaði og yndislega matargerð. Hin sanna ítalska matargerð Lombardy héraðsins endurspeglast meðal annars í casoncelli
pastaréttum, polenta
og brescian salami. Héraðið er einnig framleiðslustaður freyðivínsins Franciacorta.
Víða eru fallegar gönguleiðir með útsýni yfir vötn og tilkomumikil fjöll og eins er auðvelt að leigja sér hjól fyrir ferðir um næsta nágrenni. Á kvöldin finnurðu úrval af næturklúbbum og börum um allan bæ, og lítið mál að sletta úr klaufum, eða sitja í rólegheitum með góðum vinum og góðu víni. Dæmið gengur fullkomlega upp: Fagurt landslag, hlýleg gestristni heimafólks, ásamt sérstakri blöndu nútíma og fornra hefða gerir heimsókn til Brescia að ógleymalegri upplifum!
Hvað er hægt að gera í Brescia
Castello
er glæsilegu kastali með glæsilegu og víðáttumiklu útsýni
Ástfangnir geta farið í rómantíska ferð með leiðsögn sem heitir Love Stories of Brescia.
Mússí mússi
Njóttu iðandi ítalskrar stemmingar og mannlífs á torgum eins og Piazza della Loggia eða Piazza della Vittoria
Franciacorta
golfvöllurinn þykir mjög skemmtilegur og umhverfi hans hrein dásemd
Santa Giulia
safnið er til húsa í varðveittri fornbyggingu og gerir sögu borgarinnar góð skil
Ítalskar fornglæsikerrur eru sannarlega eitthvað fyrir augað. Mille Miglia Museum
hefur nóg af svoleiðis
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Icelandair 1 innrituð taska 23 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför fimmtudaginn 18.nóv 2021 frá Keflavík til Amsterdam kl. 07:40 og lent kl 11:55
Heimför
Brottför sunnudaginn 21.nóvember 2021 frá Amsterdam til Keflavík kl 13:10 og lent kl. 15:25
Gisting
Þrjár nætur á 4* stjörnu hóteli, Innifalið er morgunverður, wi-fi og borgar-skatturinn
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel, áætlaður aksturstími er 20-25 mín
Farastjórn
Gegn vægu gjaldi 3.700kr á mann er hæg að fá óendanlegan hjálpfúsan fararstjóra frá Tripical.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær að gista í svítu (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleiri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Nafn hótel
Texti um hótel
Verðin
108 990 kr
á mann í tvíbili
36 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Nafn hótels
Texti um hótel
Verðin
111 990 kr
á mann í tvíbili
38 000 kr
aukagjald í einbýli