Brighton

Brighton hefur verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja. Hún hefur auk þess oftar en einu sinni verið kosinn hamingjuríkasti staður til að búa á í Bretaríki. 

Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður og fjölskylduvænn skemmtigarður á höfninni, og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, þar sem allir fá að njóta sín, borgin er t.d. þekkt fyrir vinalega afstöðu til samkynhneigðra og stundum kölluð höfuðborg samkynhneigðra í Englandi.
 
Brighton’s Lanes er eitt fallegasta og um leið sögufrægasta hverfi borgarinnar. Þröngar götur frá þeim 18. aldar fiskibæ sem Brighton var forðum, blandast hér skemmtilega við nútímalegar smáverslanir og kaffihús. Stórgóð blanda af því gamla og nýja. Hægt er að bóka ferðir um svæðið með úrvals leiðsögn og upplifa einstakt andrúmsloft og stemmingu fyrri tíma.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint leiguflug með innritaðri 15 kg tösku og handfarangri

Hópur 1

Brottför 15. október frá Keflavík til London Gatwick 
Heimför 18. október frá London Gatwick til Keflavík 
189 manns

Hópur 2

Brottför 16. október frá Keflavík til London Gatwick
Heimför 19. október frá London Gatwick til Keflavík 
189 manns 

Gisting

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í London

Farastjórn

2 skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar. 

Hvað er hægt að gera í Brighton

Skelltu þér á tehús og sötraðu alvöru enskt te með scones og jam
Kíktu inn í ævintýraveröldina á Brighton Toy and Model Museum
Duke of York bíóið er elsta starfandi kvikmyndahús Evrópu. Kíktu í bíó!
Hér er einn elsti sjávardýragarður heims, Sea Life Centre, og lengi hægt að gleyma sér þar
The Royal Pavilion er  athyglisverð bygging
Í The Lanes verslunarhverfinu  má gera góð kaup, þar eru t.d. margar flottar second hand búðir

Hótel

Jurys Inn Brighton Waterfront
****

Jurys Inn Brighton Waterfront er fjögurra stjörnu hótel staðsett í hjarta bæjarins við sjávarsíðuna. 400m frá hótelinu er Brighton Pier og Royal Pavilion. Veitingastaður hótelsins er með magnað útsyni yfir sjóinn með international matseðil. Gott og stórt lounge með bar er á neðstu hæð þar sem auðvelt er að slaka á. Gestir geta nytt sér Health & Leisure klúbb aðstöðuna þar er innisundlaug, sauna, gufubað og líkamsræktaraðstaða. Hægt er að panta tíma í spa-ið gegn gjaldi. Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

?? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við ?? manns og gildir til ??. september 20??


Hótel

Hilton Brighton Metropole
****

Fjögurra stjörnu hótel staðsett við sjávarsíðuna með fallegt útsýni yfir höfnina. Staðsett í 15 mínútna göngu frá Brighton Pier.  Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og bar sem býður uppá létta rétti og úrval drykkja og kokteila. Á hótelinu er líkamsræktarstöð, spa, sauna, gufubað og  innisundlaug. Hótelið fær heildareinkunina 7,6 og 8,9 fyrir staðsetningu á booking.com 





Verðin

?? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið miðast við ?? manns og gildir til ??. september 20??


Kristi Jo Kristinsson 

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 899-6263