Brugge/Bruges

Gullfalleg og hrífandi smáborg 

Bruges er ævintýralega fögur og býður upp á fjölbreytta skemmtun, veitingastaði í hæsta gæðaflokki, afslappað andrúmsloft og einstaka gleðiríka upplifun.
 

Bruges rekur ættir sínar aftur til miðalda og þar má finna stórkostlegar byggingar, stræti og torg því til sönnunar. Miðbær borgarinnar er í heild sinni skrásettur á Heimsminjaskrá UNESCO, enda fádæma vel varðveitt minnismerki um forna tíma. Markt torgið er í hjarta borgarinnar, umkringt miðaldaháhýsum á alla vegu. Einnig er tilvalið að fara upp í Belfort turninn frá 13. öld, sem veitir víðáttumikið útsýni yfir staðinn. Þá eru ónefnd dásamleg síkin sem liggja um borgina þvera og endilanga.  Það er vissulega gaman að ganga meðfram þeim, en jafnvel enn skemmtilegra að fara í siglingu á þeim. Og hvert sem litið er, alls staðar er eitthvað nýtt  og  spennandi  að  sjá. Megum við stinga upp á skemmtilegum leik? Á meðan á  dvölinni       
stendur er hægt að telja hver segir oftast VÁ! Þau eiga eftir að heyrast allnokkrum sinnum, sannið til. Fyrir þau sem elska góð söfn er ýmislegt í boði, eins og listasafnið Groeningemuseum, Historium Bruges, sem er mjög áhugavert safn sem skoðar sögu borgarinnar, og súkkulaðisafnið Choco Story, sem með réttu má teljast einn af girnilegustu áningastöðum borgarinnar. Þegar kemur að veitingum, þarf vart að nefna hið augljósa: Vöfflur, bjór og súkkulaði! Belgía er best í þessu! En auk þess er hér líka mikið úrval veitingastaða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða dýrindis kræsingar í fínni kantinum, eða ljúffengan götumat í afslöppuðu umhverfi. Þitt er valið. 
 

Hvað er hægt að gera í Bruges?

Basilica of the Holy Blood er glæsileg kirkja með mjög merkilega sögu.
Fyrir þau sem hafa áhuga á fallegum antíkmunum má benda á götuna Laangestraat. Fullt af búðum þar!
Demantasafnið Diamantmuseum er sannarlega eitthvað fyrir augað.
French Fries safn? Jú, Það er sannarlega til og það er hér í Bruges! Það heitir Frietmuseum.
2BE Beer Wall er algjört möst fyrir allt áhugafólk um bjór. Gúgglið það, finnið það, farið þangað.
Bruges er mjög hjólavæn og auðvelt að leigja sér hjól og skoða borgina á þann hátt. 

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur.

Brottför

Brottför fimmtudaginn 21.apríl kl 07:40 og lent í Brussel kl 12:55

Heimkoma

Heimför sunnudaginn 24.apríl kl 14:00 og lent í Keflavík kl 15:15

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli ca 30 mín

Farastjórn

1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri.

 Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppinn einstakling sem fær uppfærslu á herberginu sínu og gistir því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

****

The Augustin er boutique-hótel sem var enduruppgert í nútímalegum hönnunarstíl. Það er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place  og í 200 metra fjarlægð frá Anneessens-neðanjarðarlestarstöðinni. Suðurlestarstöð Brussel er í innan við 1 km fjarlægð. Hótelið býður upp á líkamsrækt og sólarhringsmóttöku.  Gestir geta nýtt sér ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.
Rúmgóðu og loftkæld herbergi eru með setusvæði og stóra glugga með útsýni yfri götuna eða verönd garðsins. Skrifborð og minibar er einnig í boði. Sum herbergin eru með ísskáp en önnur innifeldan minibar.
Gestir geta slakað á í rúmgóðri setustofu á hótelinu eða fengið sér drykk og notið hins þægilega og nútímalega andrúmslofts kokteilbarsins. Þegar veður leyfir er garðverönd hótelsins skemmtilegur staður.
Morgunverðarhlaðborðið inniheldur heita rétti og sætabrauð.
Hið flotta Sablon-torg, með ýmsum listagalleríum og antíkverslunum, er í 1 km fjarlægð frá hótelinu. Mont des Arts, menningarmiðstöð borgarinnar hvað söfn varðar, er í 1 km fjarlægð.

Heildareinkunn 8,1 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið er ekki með sal fyrir árshátíðarkvöldverð en handan hornsins er fallegur veitingastaður sem hægt er að bóka fyrir hópinn.

Verðin

93 990 kr

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Þetta Novotel er staðsett í líflega Saint Catherine-hverfinu og 200 metra frá De Brouckère-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á nútímaleg gistirými, heilsulind með líkamsræktaraðstöðu á staðnum og herbergisþjónustu allan sólarhringinn.  Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Herbergin eru nútímaleg og rúmgóð með LCD-sjónvarpi, skrifborð með notendavænum stól og te-/kaffivél. 
Gestir geta æft á hótelinu en finna má fjölbreytta aðstöðu á heilsusvæðinu InBalance Novotel sem felur í sér innistraumlaug, tyrkneskt bað, slökunarsvæði, innrauðar sturtur og heilsuræktarstöð.
Morgunverðurinn innifelur úrval af heitum og köldum réttum. Grillhúsið GourmetBar er með stóra útiverönd og býður upp á matseðil með alþjóðlegum réttum. Barinn er með fjölbreytt úrval af erlendum bjórum.
Rue Neuve-verslunargatan er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Novotel Brussels City Centre. Manneken Pis-styttan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Aðallestarstöðin í Brussel er 850 metra frá hótelinu.

Heildareinkunn 8,4 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 11.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.

Verðin

95 990 kr

á mann í tvíbýli

25 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Brussels Marriott Hotel er staðsett í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place og Manneken Pis og í 10 mínútna göngufjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni í Brussel og býður upp á loftkæld herbergi og líkamsræktaraðstöðu. Á staðnum eru veitingastaður með opnu eldhúsi sem býður upp á steikur, ferskt sjávarfang og salöt á Midtown Bar & Grill sem er í amerískum stíl.
Herbergin á Brussel Marriott Hotel eru með gervihnattasjónvarp, te- og kaffiaðbúnað og sérbaðherbergi með baðkari.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í boði á morgnana. 
Brussels Marriott Hotel er aðeins 50 metrum frá Bourse-neðanjarðarlestarstöðinni. Rue Neuve-verslunargötuna er að finna í 850 metra fjarlægð frá hótelinu.

Heildareinkunn 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com

Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 13.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.

Verðin

99 990 kr

á mann í tvíbýli

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Arna Rut Kristinsdóttir 

Fyrirtækjaferðir
S. 663-3313
Netfang. arna@tripical.is