Brussel
Skemmtileg stórborg sem leynir á sér
Höfuðborg Belgíu er þekkt sem aðsetur höfuðstöðva Evrópusambandsins. En hún er svo miklu meira, og miklu skemmtilegri en það skrifræðisbákn gefur til kynna. Brussel er töff og skemmtileg borg, full af lífsgleði og sjarma.
Yfirbragð Brussel er skemmtileg og sérstök blanda af tignarlegum, skrýtnum, hipsteraskotnum og glæsilegum byggingum. Art deco
stíll við hliðina á retro
steinsteypu, 19. aldar höfðingjasetur hér, Gotham-borgarleg glerháhýsi þar. Miðkjarninn státar svo af Grote Markt, sem af mörgum er talið eitt af fallegustu torgum heims. Það er því ljóst að hér ber margt fyrir forvitin augu. Mikið er um listgallerý af öllu tagi, og stundum er eins og hverri einustu byggingu, stórri og smárri hafi verið umbreytt í sýningarrými. Hvort sem áhuginn liggur í eldri klassískri list, eða því heitasta sem er að gerast í listheiminum, þá finnurðu það hér.
Margir tengja Brussel við bjúrókratíu og þurra Evrópusambandsstjórnsýslu. Staðreyndin er þó allt önnur! Borgin er bæði gullfalleg og stórskemmtileg. Þar ríkir blómstrandi menning, listalífið er fjölskrúðugt og spennandi og úrval fjölbreyttra veitingastaða mikið. Þú þarft að prófa hinar afar djúsí extra steiktu franskar, vöfflurnar klassísku með ísuðum sykri, og cinnamon speculoos sem eru hreinlega syndsamlega góðar. Brussel er einnig heilagur staður í augum bjór-áhangenda, enda miðstöð klausturbjórmenningar Evrópu. Úrvalið af bjór í Brussel er satt að segja ótrúlegt, og bjórkrárnar hver annarri skemmtilegri í stíl og stemmingu.
Hvað er hægt að gera í Brussel
Bozar
byggingin er víðfræg lista og menningarmiðstöð sem vert er að heimsækja
Galeries Saint Hubert-Sint Hubertusgaleriejen er hvorki meira né minna en fyrsta verslunarmiðstöð heims! Opnaði 1847
Atomium er bygging/skúlptúr sem þðu þarft að kíkja á!
Hið líflega Grand Markt
torg hefur alltaf upp á eitthvað skemmtilegt að bjóða
Planète Chocolat er staðurinn til að fara á til að skoða, smakka og búa til alvöru belgískt súkkulaði!
Delirium Café
átti lengi vel heims-met í framboði á bjórtegundum (skv. Heimsmetabók Guiness). 2004 tegundir, allt frá glútenlausum í glerharða
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur.
Brottför
Brottför fimmtudaginn 21.apríl kl 07:40 og lent í Brussel kl 12:55
Heimkoma
Heimför sunnudaginn 24.apríl kl 14:00 og lent í Keflavík kl 15:15
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli ca 30 mín
Farastjórn
1 frábær, skemmtilegur og óendanlega hjálpfús farastjóri.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppinn einstakling sem fær uppfærslu á herberginu sínu og gistir því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja
50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
****
The Augustin er boutique-hótel sem var enduruppgert í nútímalegum hönnunarstíl. Það er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place og í 200 metra fjarlægð frá Anneessens-neðanjarðarlestarstöðinni. Suðurlestarstöð Brussel er í innan við 1 km fjarlægð. Hótelið býður upp á líkamsrækt og sólarhringsmóttöku. Gestir geta nýtt sér ókeypis WiFi hvarvetna á hótelinu.
Rúmgóðu og loftkæld herbergi eru með setusvæði og stóra glugga með útsýni yfri götuna eða verönd garðsins. Skrifborð og minibar er einnig í boði. Sum herbergin eru með ísskáp en önnur innifeldan minibar.
Gestir geta slakað á í rúmgóðri setustofu á hótelinu eða fengið sér drykk og notið hins þægilega og nútímalega andrúmslofts kokteilbarsins. Þegar veður leyfir er garðverönd hótelsins skemmtilegur staður.
Morgunverðarhlaðborðið inniheldur heita rétti og sætabrauð.
Hið flotta Sablon-torg, með ýmsum listagalleríum og antíkverslunum, er í 1 km fjarlægð frá hótelinu. Mont des Arts, menningarmiðstöð borgarinnar hvað söfn varðar, er í 1 km fjarlægð.
Heildareinkunn 8,1 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið er ekki með sal fyrir árshátíðarkvöldverð en handan hornsins er fallegur veitingastaður sem hægt er að bóka fyrir hópinn.
Verðin
93 990 kr
á mann í tvíbýli
40 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Þetta Novotel er staðsett í líflega Saint Catherine-hverfinu og 200 metra frá De Brouckère-neðanjarðarlestarstöðinni. Það býður upp á nútímaleg gistirými, heilsulind með líkamsræktaraðstöðu á staðnum og herbergisþjónustu allan sólarhringinn. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Herbergin eru nútímaleg og rúmgóð með LCD-sjónvarpi, skrifborð með notendavænum stól og te-/kaffivél.
Gestir geta æft á hótelinu en finna má fjölbreytta aðstöðu á heilsusvæðinu InBalance Novotel sem felur í sér innistraumlaug, tyrkneskt bað, slökunarsvæði, innrauðar sturtur og heilsuræktarstöð.
Morgunverðurinn innifelur úrval af heitum og köldum réttum. Grillhúsið GourmetBar er með stóra útiverönd og býður upp á matseðil með alþjóðlegum réttum. Barinn er með fjölbreytt úrval af erlendum bjórum.
Rue Neuve-verslunargatan er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Novotel Brussels City Centre. Manneken Pis-styttan er í 10 mínútna göngufjarlægð. Aðallestarstöðin í Brussel er 850 metra frá hótelinu.
Heildareinkunn 8,4 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 11.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.
Verðin
95 990 kr
á mann í tvíbýli
25 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Brussels Marriott Hotel er staðsett í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá Grand Place og Manneken Pis og í 10 mínútna göngufjarlægð frá aðaljárnbrautarstöðinni í Brussel og býður upp á loftkæld herbergi og líkamsræktaraðstöðu. Á staðnum eru veitingastaður með opnu eldhúsi sem býður upp á steikur, ferskt sjávarfang og salöt á Midtown Bar & Grill sem er í amerískum stíl.
Herbergin á Brussel Marriott Hotel eru með gervihnattasjónvarp, te- og kaffiaðbúnað og sérbaðherbergi með baðkari.
Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með heitum og köldum réttum er í boði á morgnana.
Brussels Marriott Hotel er aðeins 50 metrum frá Bourse-neðanjarðarlestarstöðinni. Rue Neuve-verslunargötuna er að finna í 850 metra fjarlægð frá hótelinu.
Heildareinkunn 8,4 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Hótelið býður upp á fallega sali þar sem hægt er að vera með ársthátíðarkvöldverð, verð frá 13.900kr fyrir fordrykk, 3 rétta kvöldverð og standard vínpakka.
Verðin
99 990 kr
á mann í tvíbýli
30 000 kr
aukagjald í einbýli