Búdapest 

Búdapest er paradís hinna ferðaglöðu. Stórbrotin borg, mótuð af menningarstraumum liðinna alda. Mögnuð saga, töfrandi arkitektúr og merkileg menning - algjör fjársjóður. Ekki að ástæðulausu að Búdapest er oft kölluð París austursins!

Um borgina miðja rennur Dóná svo blá, og sitthvoru megin hennar standa Buda og Pest, sem sameinuðust formlega í eina borg árið 1873. Það hefur gengið á ýmsu í Ungverjalandi í gegnum tíðina. Þetta sýna byssukúluör og ummerki eftir sprengjur seinni heimstyrjaldarinnar og frá uppreisninni 1956, sem finna má víða um borgina. Það er í raun eins og að fara í litla Evrópureisu þegar maður sekkur sér í sögu Búdapest, svo fjölbreytt og stórbrotin er hún. Og byggingar hennar og tignarleg mannvirkin gera mann hreinlega orðlausan, en borgin var einmitt sett á heimsminjaskrá UNESCO fyrir menningar- og byggingarsögu sína.
Á milli þess sem þú dásamar fagrar byggingarnar, geturðu skellt þér í tyrknest baðhús og pústað aðeins, en hitauppstreymi frá jörðu er vinsæll orkugjafi fyrir fjölmargar heilsulindir borgarinnar. Þá þykir sólsetur í Búdapest eitt það fegursta í allri Evrópu og margir sem leggja ýmislegt á sig til að verða vitni að því.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug með Wizz air, 1 innrituð taska (20 kg) og handfarangur (40x30x 20 cm) 

Brottför

Brottför frá Keflavík föstudaginn 21 mars 2020 kl. 18:05. Lent í Kraká kl. 00:15

Heimkoma

Heimför mánudaginn 27. apríl 2020 kl. 14:50 frá Kraká.  Lent í Keflavík kl. 17:00

Gisting

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rutur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Kraká

Farastjórn

Ef óskað er eftir (gegn vægu gjaldi) 

Hvað er hægt að gera í Búdapest

Þinghúsið, Kossuth Lajos tér, er stærsta bygging í Evrópu, hvorki meira né minna
Margrétareyja er einstaklega fallegur staður að sigla í og njóta
Alls staðar er hægt að leigja hjól, bæði venjuleg og rafmagns, og gaman að skoða borgina þannig
Sjúkrahússafnið, staðsett í helli á Castle Hill er sjón sögu ríkari
Hryllingshúsið, House of Terror, geymir erfiða en afar athyglisverða sögu
Konungshöllin, Királyi palota, er ein vinsælasti staður borgarinnar og ekki að ástæðulausu

Hótel

PURO Kraków 
Stare Miasto
*****

Fjögurra stjörnu nýtískulegt hótel staðsett í gamla bænum. Veitingastaðurinn Dystrykt One brasserie & bar er á hótelinu, en þar er hægt að njóta kokteila og góðs matar. Í göngufæri eru mörg þekkt kennileiti borgarinnar,  Galeria Krakowska, Barbican of Krakow og  Cracow Barbican. Í göngufæri eru úrval veitingastaða, pöbba og verslanna. Hótelið fær heildareinkunina 9.1 og 9.4 fyrir staðsetningu á Booking.com

Verðin

125 990 kr

á mann í tvíbili

140 990 kr

á mann í einstaklingsherbergi