Dubrovnik

Augnkonfekt við Adríahafið

Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.

Hann er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!

Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka í leiguflugi, 1 innrituð taska 
15 kg og handfarangur

Brottför

Brottför 22. október frá Keflavík til Dubrovnik


Heimför

Heimför 26. október frá Dubrovnik til Keflavík 

Gisting

3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik

Farastjórn

1 skemmtilegur og óendanlega 
hjálpfús fararstjóri.

Hótel

Hotel Croatia
*****

Fimm stjörnu hótel staðsett í Caviat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og  frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni.  Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna fjarlægð. 

Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,4 fyrir 
staðsetningu á booking.com 




Verðin

??? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Valamar Collection Dubrovnik 
President Hotel
*****

Fimm stjörnu hótel staðsett við ströndina með einstakt útsýni yfir Adríahafið og Elaphiti eyjanna. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og barir. Á hótelinu er heilsulind í Mediterranean þema með úrval meðferða og heitum potti, sauna og líkamsræktaraðstöðu. Góð þjónusta þar sem dekrað er við mann. Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

?? 990 kr

á mann í tvíbili

?? 000 kr

aukagjald í einbýli