
Til DubrovnikBeint flug frá Egilsstöðum
Augnkonfekt við Adríahafið02.-05.11.2023
Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.
Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!
Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.
Hvað er hægt að gera í Dubrovnik
Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical, 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur.
Flugtími er um 4,5 - 5 klst.
Flug út
Frá Egilsstöðum til Dubrovnik, 02.11.2023 brottför snemma dags, flugtímar koma síðar
Flug heim
Frá Dubrovnik til Egilsstaða, 05.11.2023, brottför seinni partinn til Keflavíkur.
Gisting
3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik, 10 -25 mín
Farastjórn
Tveir óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær fría uppfærslu á herberginu sínu og gistir því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi). Nema þið viljið að forstjórinn fái herbergið!
Þið fáið 3 upgrade á herbergjum.
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Þið fáið 2 skemmtitékka.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
*****
Þetta 5 stjörnu hótel er með stóra heilsulind sem státar af innisundlaug sem er opin allan ársins hring og útisundlaugar sem eru opnar hluta ársins og eru með víðáttumikið sjávarútsýni. Það er í 15 mínútna göngufjarlægð frá gamla bæ Dubrovnik.
Öll herbergin á Rixos Libertas Dubrovnik bjóða upp á loftkælingu, glæsileg og nútímaleg húsgögn, flatskjá, ókeypis WiFi og stórt baðherbergi.
Rixos Premium Dubrovnik er með 3 bari og 3 veitingastaði og býður upp á ljúffenga matarupplifun frá alþjóðlegri matargerð. Gestir geta smakkað einstaka teppanyaki-sérrétti á Umi Teppanyaki Restaurant eða notið sjávarrétta af matseðlum á Libertas Fish Restaurant. Á sportbarnum geta gestir drukkið áfenga drykki á meðan þeir njóta útsýnisins yfir Adríahafið.
Heilsulindin er á tveimur hæðum og státar af tyrknesku baði, inni- og útisundlaug sem og fjölmörgum endurnærandi meðferðasvæðum.
Hótelið fær heildareinkunina 9,3 og 9,5
fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
219 990 kr
á mann í tvíbýli
42 000 kr
aukagjald í einbýli