
Til Łódź 25-27.08.2023 eða
25-29.08.2023
25-29.08.2023
Łódź er ansi merkileg borg. Merkileg að því leytinu til að hún hefur yfir sér sama jákvæða sjarma og margar skemmtilegar miðaldaborgir Evrópu. Og ódýr eru hún!
Łódź er þriðja stærsta borg Póllands. Borgin hefur tekið stakkaskiptum á síðustu áratugum en þó eimir enn töluvert af eldri fallegum byggingum. í borginni fá finna mikið af byggingum í Art Noveau arkitektúrstílnum og er því skemmtilegt að rölta um miðbæinn og dást að fegurðinni. Piotrkowska Street er frægasta gata Łódź og þar má finna fjöldann allan af búðum, veitingarstöðum og börum.
Hvað er hægt að gera í Varsjá
Kíkja á þakbar og fá sér vodkahanastél að
pólskum sið
Skoða magnaða Łódź borgarsafnið
Fara í lautarferð í Lazienki almenningsgarðinum
Skoða gamla bæinn
Skoða konunglega kastalann
Fara til Auschitz
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til og frá Varsjá bæði með áætlunarflugi WIZZ Air, innifalið innrituð taska 20kg og handfarangur 8kg
Brottför
Brottför frá Keflavik klukkan 00:15 föstudaginn 25.08.2023. Lent að staðartíma klukkan 06.15 (Mæting á völlinn fimmtudagskvöldið 24.08.2023 þar sem að þetta er næturflug)
Heimkoma
Heimför frá Varsjá klukkan 21:25 sunnudaginn 27.08.2023 og lent klukkan 23.35 í Keflavík
eða
Heimför frá Varsjá klukkan 21:05 þriðjudaginn 29.08.2023 og lent klukkan 23.35 í Keflavík
Heimför frá Varsjá klukkan 21:05 þriðjudaginn 29.08.2023 og lent klukkan 23.35 í Keflavík
Gisting
2 eða 4 nætur á 4 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rutur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Varsjá ca 1klst og 30mín
Farastjórn
Sé þess óskað - Gegn gjaldi
Hótel
DoubleTree by Hilton Łódź****
DoubleTree by Hilton Łódź er staðsett í miðbænum, aðeins 1 km frá aðalverslunargötunni Piotrkowska og í stuttri göngufjarlægð frá Atlas Arena, vinsælli tónleika- og íþróttahöll. Lódz Kaliska-lestarstöðin er í 1 km fjarlægð.
Hótelið býður upp á herbergi sem eru rúmgóð og með háa glugga. Öll eru þau búin Sweet Dreams-rúmum, loftkælingu, te- og kaffiaðstöðu, straujárni og strauborði, öryggishólfi fyrir fartölvu og 42" flatskjá með 150 sjónvarpsrásum. Hvert herbergi á DoubleTree by Hilton Łódź er með þægilegt vinnurými með ókeypis háhraðanettengingu. Öllum baðherbergjunum fylgir sérsturta eða baðkar og inniskór.
Á hverjum morgni geta gestir notið þess að snæða morgunverð á veitingastaðnum sem býður upp á fjölbreytt úrval af kaffi og tei, kalda og heita rétti, ávexti og sætabrauð. Einnig er boðið upp á nýkreistan grænmetis- og ávaxtasafa. À la carte-veitingastaðurinn Four Colors framreiðir frumlega, alþjóðlega rétti og má þar með nefna sérrétti frá Póllandi. Á kvöldin geta gestir notið mikils úrvals af kokkteilum og viskí á Golden Bar. Einnig er boðið upp á herbergisþjónustu allan sólarhringinn.
Hótelið býður upp á heilsulind & heilsurækt á efstu hæðinni og er þar að finna líkamsrækt sem er opin allan sólarhringinn. Auk þess er þar boðið upp á heitan pott, gufuböð og innisundlaug með víðáttumiklu útsýni yfir borgina. Gestum stendur til boða fjölbreyttu úrvali af nudd- og snyrtimeðferðum gegn aukagjaldi.
Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 8,9 fyrir staðsetningu.
Verðin
129 990 kr + 20 000kr fyrir 2 auka nætur
á mann í tvíbýli
20 000 kr + 25 000kr fyrir 2 auka nætur
aukagjald í einbýli