Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.
Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!
Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.
Mælum með að þið vistið þessa síðu í símanum ykkar, uppfærið hana regluglega því hún er lifandi og upplýsingarnar til ykkar geta breyst
Brottför 18.05.2023
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Enterair Innifalin 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur (mjög mikilvægt af fara ekki yfir í kílóum)
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er einungis í Keflavík.
Tékk inn byrjar 2,5 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið. Einungis þarf að sýna vegabréf.
Flug til Dubrovnik 18.05.2023
ATH NÝR BROTTFARATÍMA KLUKKAN 10:30.
INNRITUN OPNAR ENN KLUKKAN 06:15 OG VERÐUR OPIN TIL KLUKKAN 09:30.
Brottför frá Keflavík kl. 10:30
áætluð lending í Dubrovnik kl 17:30
Flugnúmer ENT501
Veitingasala um borð, en gott að vera með auka nesti til að vera viss.
Tékk inn opnar 06.15 og verður opið til 09.30. Einungis þarf að sýna vegabréf.
Flugtími áætl tæpir 5 klst
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
Rútur á flugvellinum
Rútur bíða ykkar á flugvellinum í Dubrovnik merktar Tripical. Fylgið farastjórunum.
Eftir töskubandið er gengið út um aðalútganginn og þar fyrir utan er rútan.
Flugvöllurinn er lítill og ekki mikið pláss að bíða inni, en heitt og gott úti :-)
Hér er GMT +2 og tveggja tíma munur frá Íslandi.
Hótel - Innritun
Innritun á hótelinu á að ganga hratt fyrir sig. Hótelið ætlar að vera tilbúið með fyrirfram útfyllt eyðublöð fyrir hvern og einn til að yfirfara og staðfesta. Eins þarf að gefa upp kreditkortanúmer fyrir hvert herbergi við innritun til tryggingar og til að hægt sé að skrifa á herbergið. Herbergin ættu að vera tilbúin og við við leitumst við að innritun gangi hratt fyrir sig.
Innifalið á hótelinu er morgunverður, wifi, borgarskattur og aðgengi að líkasmræktarsvæðinu.
Morgunverðarhlaðborð er í boði alla daga frá kl 06:30-10:30 - ATH nánar á hótelinu á staðnum.
Neyðarnúmer
112 er neyðarnúmerið í Dubrovnik og Króatíu
Kvöldverður 20.05 2023
Spinnaker Restaurant
18:00 - 19:00
Fordykkur á svölunum fyrir ofan veitingastaðinn.
Freyðivín, hvítt, rautt, bjór, gos og óáfengur drykkur
19:15
öllum boðið til sætis
19:30
Borðhald hefst
Drykkir með mat
Úrvals hvítvín og rauðvín, innlendur bjór, gos, vatn, kaffi og te.
Þriggja rétta matseðill valinn fyrir hópinn.
Forréttir:
Dalmatian smoked ham served with melon
Milliréttur:
Wild mushroom risotto with parmesan cheese flakes
Aðalréttir:
Grilled chicken breast stuffed with baby shrimps served with Vichy pure.
Desert:
Panna cotta
Veislustjórn er í höndum ykkar eigins snillings .
Dj Dóra Júlía
þeytir skífurnar síðan frá kl. 23:00 á Posejdon Næturklúbbnum.
Skemmtið ykkur vel!
Heimför sunnudaginn 21.05.2023
Akstur út á völl kl 14:30
Rúturnar koma á hótelið og fara með ykkur út á völl. Fylgist með á síðunni hér ef að flugtímar breytast. Fararstjórar munu líka koma upplýsingum áfram til allra ef að breytingar verða.
ATH Tékk út:
fyrir kl 12 - hægt að geyma farangur á hótelinu fram að brottför.
Heimflug 21.05.2023
21.05.2023
- Brottför frá Dubrovnik kl. 17:00, áætluð lending í Keflavík er kl 20:40
Flugnúmer ENT502
Veitingasala um borð, en gott að hafa varann á og taka smá nesti með sér.
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Enterair Innifalin 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur
(mjög mikilvægt af fara ekki yfir í kílóum)
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er á flugvellinum í Dubrovnik
Innritun hefst 2,5 klst fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför.
Hvað er hægt að gera í Dubrovnik
Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Dubrovnik: Við mælum við með Restaurant 360
þar sem setið er úti og horft yfir höfnina í gamla bænum. Ítalski staðurinn við Pile Gate, frábær matur og pizzur.
DUBRAVKA 1836
er
með mjög góðan mat og skemmtilegt útsýni yfir gömlu höfnina.
Þeir sem vilja gera vel við sig þá mælir Michelin með þessum stöðum sjá HÉR
Alltaf er gott að bóka borð fyrirfram. Og ef margir fara saman þá verðið helst að láta vita hvernig þið borgið og hverjir borga með korti.
Ekki gleyma að tipsa ef þið eruð ánægð, alengt er að fara upp í næsta tug.
Gjaldmiðillinn - Evra / Hraðbankar
Hér er gjaldmiðillinn evra, gengið eru um 155 kr á móti krónunni.
ATH Króatar eru mikið með pening á sér og gott er að hafa pening á sér, fyrir leigubíla, veitingastaði og fleira.
Hraðbankar eru út um allt og taka mismikla þóknun. Á flugvellinum er hraðbanki eða bankomat eins og Króatarnir segja.
Klúbbar & barir
Í Dubrvonik er mikið úrval af flottum næturklúbbum við mælum með heitasta og vinsælasta staðnum
Revelin
sem er í virkinu í gamla bænum.
Barir og pöbbar, fullt af þeim í gamla bænum.
Við hótelið er enginn næturklúbbur en ágætis barir eins og Café Luna sem lokar kl 02:00 - hinu megin við götuna. Annars lokar flest í nágrenni hótelsins um miðnætti.
Samgöngur
Það eru engar lestir eða sporvagnar en það er hægt að panta UBER og svo eru vatnataxar, venjulegir leigubílar og strætó.
Leigubíll - Strætó - ef þið farið inn í Dubrovnik farið út við Pile Gate það er inngangurinn á gamla bænum.
Gaman er að taka vatnataxa yfir til Dubrovnik, ferðin tekur um það bil 45 mínútur
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Króatíu, finndu þér kósý einkaströnd og njóttu tærasta sjó í Evrópu.
Eða skelltu þér í göngutúr í kringum hótelið það kemur á óvart, gætir endað að kíkja í búðir eða inni á kaffihúsi með heimamönnum.
Tungumála frasar
Takk! – Hvala (kvala)
Einn bjór takk! - Jedan odar molim
Hæ! Hallo! eða Zadravo
Afsakið! - Oprosti
Please! - Molim
Reikninginn, takk! - Račun, molim
Talar þú ensku? - GovoriŠ li engleski
Góðan daginn - Dobro jutro
Góða kvöldið - Dobra Večer
Veðurfar í Maí
Vorið er að detta inn en veðrið er almennt gott, getur ringt annað slagið en hitinn fer hækkandi með hverjum deginum.
Gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu hlýtt þá er getur verið mjög napurt á kvöldin.
Búast má við 18-22°C
gráðum yfir daginn helgina 18-21.05.2023
Hótel
*****
Fimm stjörnu hótel staðsett í Caviat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna akstursfjarlægð og 30 mínútur með taxibát.
Hótelið hefur verið verðlaunað fyrir að halda framúrskarandi viðburði fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Fundir og árshátíðir eru þeirra sérgrein.
Árshátíðarkvöldverður með fordrykk, 4 rétta kvöldverði, léttvíni og gosi er áætlað um 9.900kr á mann (en fer eftir óskum og matseðli)
Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com