til Dubrovnik
13.-16.10. & 
14.-17.10.2022

Augnkonfekt við Adríahafið

Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.

Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!

Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.

Mælum með að þið vistið  þessa síðu í símanum ykkar, uppfærið hana regluglega  því hún er lifandi og upplýsingarnar til ykkar geta breyst


Brottför 13. & 14.10.2022

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Albastar.  Innifalin 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur (mjög mikilvægt af fara ekki yfir í kílóum)

ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er einungis í Keflavík.

Tékk inn byrjar 2,5 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið.  Einungis þarf að sýna vegabréf.

Flug til Dubrovnik 13.10. & 14.10.

ATH seinkun: 13.okt - Brottför frá Keflavík kl. 08:25 áætluð lending í Dubrovnik kl 15:25
Flugnúmer LAV5441
Engin sala um borð, en boðið er upp á fríar samlokur og gos.  Það má taka litlar léttvínsflöskur og bjór með sér inn í vél, ekki má taka 0,7l flöskur inn í vél til að neyta.

13.okt - Brottför frá Keflavík kl. 08:20, áætluð lending í Dubrovnik kl 15:20
Flugnúmer ENT576
Almenn sala er um borð en vegna seinkunnar á brottför verður snakk og gos í boði án gjalds.  En sala á samlokum,  áfengum og óáfengum drykkjum er óbreytt.

14.okt - Brottför frá Keflavík kl. 06:45, áætluð lending í Dubrovnik kl 13:45
Flugnúmer LAV5443 
Engin sala um borð, en boðið er upp á fríar samlokur og gos. Það má taka litlar léttvínsflöskur og bjór með sér inn í vél, ekki má taka 0,7l flöskur inn í vél til að neyta.

Flugtími áætl tæpir 5 klt
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
ATH engin grímuskylda er um borð

Rútur á flugvellinum

Rútur bíða ykkar á flugvellinum, merktar Deloitte. Fylgið farastjórunum.

Eftir töskubandið er gengið út um aðalútganginn og þar fyrir utan er rútan.
Flugvöllurinn er lítill og ekki mikið pláss að bíða inni, en heitt og gott úti :-)

Hér er GMT +2 og tveggja tíma munur frá Íslandi.

Hótel - Tékk inn

Innritun á hótelinu á að ganga hratt fyrir sig.  Herbergin ættu að vera tilbúin og við erum búin að afhenda hótelinu allar nauðsynlegar upplýsingar. 

Innifalið á hótelinu er morgunverður, wifi, borgarskattur og aðgengi að líkasmræktarsvæðinu.

Morgunverðarhlaðborð er á 1.hæð í boði alla daga frá kl 06:00-10:30 

Farastjórn - Lobbý Þjónusta

Óli Gísli s: 822 8283

Gunna Vala  s: 8986307

Erum síðan með lobbý þjónustu alla daga  kl 10:00-11:00 og 17:00-18:00.

Neyðarnúmer 

112 er neyðarnúmerið í Dubrovnik og Króatíu

Dagsferðir

Það voru að bætast við sæti ef einhver vill skrá sig í ferðirnar 15. og 16.október og . Endilega hafið samband við Gunnu eða Óla farastjóra og við skráum ykkur


ATH margar ferðir náðu ekki lágmarskþáttöku og falla því niður og verða greiðslurnar bakfærðar


14.Okt - Allar ferðir byrja og enda á hótelinu.
  * Sunset wine cruise, 16:30-19:30 - 46 manns
 

 15.Okt - Allar ferðir byrja og enda á hótelinu.
    Konvale Dalur, 09:00- 14:00 -
26 manns 10.900 kr (ekki vínsmökkunin sem átti að vera klukkan 11.00)

Við eigum 22 sæti laus :) Hægt að skrá sig til klukkan 21.00 14.10.2022
 

16.Okt - Ferðin byrjar og endar á hótelinu.
  * Sunset wine cruise, 16:30-19:30 - 19 manns 12.900 kr

Við eigum 29 sæti :) Hægt að skrá sig til 12.00 15.10.2022


Kvöldverður 15.október 2022


 18:00 - 19:30
Fordykkur við sundlaugarbakkann / plan b við píanóbarinn
Freyðivín, hvítt, rautt, bjór, gos og óáfengur drykkur
Jón 500kall spilar undir fordrykknum

1.hæð - salur Orlando (beint á móti móttökunni)
19:30
Borðhald hefst

Drykkir 19:30-21:00
Úrvals hvítvín og rauðvín, innlendur bjór, gos, vatn, kaffi og te.

    Hlaðborð - Miðjarðarhafsþema

Forréttir:
Kræklingasalat
Kapers salat
Kartöflu salat með baconi
Sesar Salat með kjúkling
Grískt salat
Grillað grænmeti með seitan og graskersfræum - V
Túnfisks tataki með papriku og svörtum hvítlauk
Prosciutto með ólífum og tómato foccacia
Quinoa Salat - V
Semi - Roast beef með pikkluðu grænmeti
Fiski paté
Ostar, hnetur og hunang

Aðalréttir
Ravioli með osti og Alfredo sósu
Spagetti Carbonara
Svart risotto með kolkrabbakjöti
Risotto með sólþurrkuðum tómötum - V
Lamba kótilettur í miðjarðarhafskryddum, sveppum og aspas
Kjúklingur - Drum-Stick í sítrónu go rósmarín kryddum
Ostru-Sveppir í tempura - V
Kartöflur 
Skötuselur í grænmeti og polenta
Fylltur smokkfiskur með prosciutto og hrísgrjónum
Grænmetisspjót með tofu og seitan- V
Eggaldinn í parmesan
Úrval eftirrétta

Ofnæmisvaldar merktir inn á hlaðborðið

Drykkir 21:00 - 01:30
Úrvals hvítvín og rauðvín, freyðivín, innlendur bjór, Vodka, Smirnoff, Baileys, Mojito, Aperol Sprits og G&T

Veislustjórarnir og skemmtikraftarnir Steindi og Auddi sjá um að stýra veislunni eins og þeim einum er lagið.   

DJ RIKKI G þeytir skífurnar síðan til kl 01:00

Skemmtið ykkur vel!

 Heimför sunnudaginn 16.10.2022

Akstur út á völl kl 16:30

Rúturnar koma á hótelið  og fara með ykkur út á völl.

ATH Tékk út:  fyrir kl 12 - hægt að geyma farangur á hótelinu fram að brottför.

Heimflug 16. og 17.okt 

16.okt - Brottför frá Dubrovnik kl. 19:00, áætluð lending í Keflavík er kl 22:10
Flugnúmer LAV5442
Engin sala um borð, en boðið er upp á fríar samlokur og gos. Það má taka litlar léttvínsflöskur og bjór með sér inn í vél, ekki má taka 0,7l flöskur inn í vél til að neyta.

16.okt - Brottför frá Dubrovnik kl. 18:50, áætluð lending í Keflavík er kl 22:25
Flugnúmer ENT577
Almenn sala er um borð á samlokum, snakki, áfengum og óáfengum drykkjum.

17.okt - Brottför frá Dubrovnik kl. 19:00, áætluð lending í Keflavík er kl 22:10
Flugnúmer LAV5444
Engin sala um borð, en boðið er upp á fríar samlokur og gos. Það má taka litlar léttvínsflöskur og bjór með sér inn í vél, ekki má taka 0,7l flöskur inn í vél til að neyta.

Flugtími áætl tæpir 5 klt
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
ATH engin grímuskylda er um borð

Flug 

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Albastar  Innifalin 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur 
(mjög mikilvægt af fara ekki yfir í kílóum)

ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er á flugvellinum í Dubrovnik

Tékk inn byrjar 2,5 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. 

Hvað er hægt að gera í Dubrovnik


Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Dubrovnik: Við mælum við með Restaurant 360 þar sem setið er úti og horft yfir höfnina í gamla bænum. Ítalski staðurinn við Pile Gate, frábær matur og pizzur.
DUBRAVKA 1836 er með mjög góðan mat og skemmtilegt útsýni yfir gömlu höfnina.

Mlini, í nágrenni Sheratons, í göngufæri eru nokkrir virkilega góðir staðir eins og Konoba Marinero (fiskiþema), Konoba Lanterna og Lugomare sem er beint fyrir neðan hótelið.

Þeir sem vilja gera vel við sig þá mælir Michelin með þessum stöðum sjá HÉR

Alltaf er gott að bóka borð fyrirfram.  Og ef margir fara saman þá verðið helst að láta vita hvernig þið borgið og hverjir borga með korti.

Ekki gleyma að tipsa ef þið eruð ánægð, alengt er að fara upp í næsta tug.

Bílaleigubílar, hjól og vespur, já og bátaleiga

Bílaleigur, á ykkar hóteli er Concierge þjónusta sem hægt er að leita til með að bóka og leigja hjá þeim eins og vespur, hjól og rafmagnshjól og bíla.
Annars er hægt að leigja bíla á hjá þekktum alþjóðlegum bílaleigum.

Bátaleigur eru aðallega í frá Dubrovnik, en einnig er hægt að leigja bát frá Cavtat bænum.

Alltaf er gott að bóka fyrirfram.

Gjaldmiðillinn - Kúna / Hraðbankar

Hér er gjaldmiðillinn króatísk kúna HRK, gengið eru um 19kr á móti krónunni.   Þeir taka líka evrur á mörgum stöðum.

ATH Króatar eru mikið með pening á sér og gott er að hafa pening á sér, fyrir leigubíla, veitingastaði og fl.

Hraðbankar eru út um allt og taka mismikla þóknun.  Á flugvellinum er hraðbanki eða bankomat eins og Króatarnir segja, sem og á hótelinu er er einn ATM Euronet.

Klúbbar & barir 

Í Dubrvonik er mikið úrval af flottum næturklúbbum við mælum með heitasta og vinsælasta staðnum Revelin sem er í virkinu í gamla bænum.
Barir og pöbbar, fullt af þeim í gamla bænum.

Við hótelið er enginn næturklúbbur en ágætis barir eins og Café Luna sem lokar kl 02:00 - hinu megin við götuna.  Annars lokar flest í nágrenni hótelsins um miðnætti.



Samgöngur

Það eru engar lestir eða sporvagnar en það er hægt að panta UBER og svo eru vatnataxar, venjulegir leigubílar og strætó.
Leigubíll inn í Dubrovnik kostar ca 20€, hótel skutlan kostar 25-37€ fer eftir fjölda.

Strætóstoppistöð er við hótelið við verlunarmiðsöðina (farið út um aðalinnganginn og til hægri.
Tekur 20 mín að fara í gamla bæinn kostar 15 HRK (2€) í peningum.   
Strætóinn fer á ca 30 mín fresti.

Leigubíll - Strætó - ef þið farið inn í Dubrovnik farið út við Pile Gate það er inngangurinn á gamla bænum.

Gaman er að taka vatnataxa yfir til Dubrovnik (13-15€), út frá aðalinngangi hótelsins og til vinstri vinstri, eru litlir sölubásar sem selja í bátana, þeir fara á ca 30 mín fresti.  Líka gaman að fara með þeim hringinn og sjá litlu bæina.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Króatíu, finndu þér kósý einkaströnd og njóttu tærasta sjó í Evrópu.  
Eða skelltu þér í göngutúr í kringum hótelið það kemur á óvart, gætir endað að kíkja í búðir eða inni á kaffihúsi með heimamönnum.

Tungumála frasar

Takk! – Hvala (kvala)
Einn bjór takk! - Jedan odar molim
Hæ! Hallo! eða Zadravo
Afsakið! - Oprosti
Please! - Molim
Reikninginn, takk! - Račun, molim
Talar þú ensku? - GovoriŠ li engleski
Góðan daginn - Dobro jutro
Góða kvöldið - Dobra Večer

Verð hugmyndir HRK = ISK

 Gengið er um 1 króatísk kúna =  19 kr

Bjór 0,5l  25 HRK - 475 kr. (innlendur)
Cappuchino 20 HRK- 380kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 20 HRK- 380kr 
Vatn 0,33l -  15 HRK - 285 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 500 HRK = 9.500kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í Október

Haustið er að detta inn en veðrið er almennt gott, getur ringt annað slagið en hitinn fer lækkandi með hverjum deginum.  
Gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu hlýtt þá er getur verið mjög napurt á kvöldin.
Búast má við 18-22°C  gráðum yfir daginn helgina 13.-17.10.2022


Hótel

*****
Šetalište dr. F. Tuđmana 17 - 20207 Srebreno/Mlini
S: +385 20601 500

Sheraton Dubrovnik Riviera Hotel er þægilega staðsett á afskekktum stað við ströndina í þorpinu Mlini, á milli gamla bæjar Dubrovnik, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, og Dubrovnik-flugvallarins. Hótelið býður upp á úti- og innisundlaugar, heilsulind og vellíðunaraðstöðu. Ókeypis WiFi er í boði hvarvetna.
Öll herbergin eru loftkæld og eru með svalir, flatskjá með gervihnattarásum, minibar og öryggishólf ásamt Sheraton Sweet Sleeper®-rúmi. Baðherbergin eru með baðkar, sturtu og ókeypis snyrtivörur. Þau eru einnig með hárþurrku og inniskó.
Á staðnum er líkamsræktarstöð, bar og veitingastaður. 
Verslunarmiðstöð er í göngufæri við hótelið.
Gamli bærinn í Dubrovnik, þar sem finna má ýmsa áhugaverða staði til að skoða, veitingastaði og verslanir, er í 10 km fjarlægð og sögulegi bærinn Cavtat er í 9,5 km fjarlægð.  Strætó, leigubílar og vatnataxar eru ódýrir og góð leiða til að komast á milli.

Hótelið fær heildareinkunina 9,2 og 9,2 fyrir staðsetningu á booking.com 

Morgunverðarhlaðborð er á 1.hæð í boði alla daga frá kl 06:00-10:30 
Barinn er opinn frá kl 08:00 til kl 02:00 alla daga.
Leut aðal veitingastaðurinn á hótelin u er opinn frá 06:30 - 21:00.
Lungo Mare við ströndina er opinn rá kl 18:00 en gæti verið lokaður.