til Dubrovnik
25.-29.05.2022

Augnkonfekt við Adríahafið

Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.

Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!

Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.

Brottför miðvikudaginn 25.maí

Mælum með að þið vistið þessa síðu í símanum ykkar því hún er lifandi og upplýsingar geta breyst

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Smartwings.   Innifalin 1 innrituð taska 18 kg og 8 kg handfarangur 

ATH ekki verður sala um borð, en flugfélagið býður upp á samlokur og drykki (gos, vatn og 2 áfengir drykkir) án kostnaðar.

ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er í Keflavík 

Tékk inn byrjar 2 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið.  Einungis þarf að sýna vegabréf.

Flug - 25.05.2022

Brottför frá Keflavík kl. 15:00, áætluð lending í Dubrovnik kl 21:50   

Flugnúmer QS 4318 / Flugtími áætl 4 klt og 50 min

ATH engin grímuskylda er um borð

Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!

Afþreyingarkerfi er um borð stútfullt af bíómyndum og þáttum, hægt að nálgast með QR kóða sem er við sætið.  Svo er gott að vera búin að hala niður af Netflix!

Rúta á flugvellinum

3-4 rútur taka á móti hópnum og skutla okkur á hótelið, rúturnar eru merktar HS Veitur.  Tekur rétt um 10-14 mín.

Eftir töskubandið er gengið út um aðalútganginn og þar fyrir utan eru rúturnar.   Flugvöllurinn er lítill og ekki mikið pláss að bíða inni, en heitt og gott úti :-)

Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.

Hér er GMT +2 og tveggja tíma munur.

Hótel - Tékk inn

Hotel Croatia ***** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.   

Við komuna á hótelið þarf að sýna vegabréf við innritun.

Starfsmannafélagið býður upp á létt kvöldverðarhlaðborð á hæðinni fyrir neðan móttökuna.   
Gengið er niður hringstigann í morgunverðarsalinn,
 

Fararstjórn - Lobbý Þjónusta

Fararstjórar fljúga með hópnum út:

Ásta (Ásthildur Ólafsdóttir) Sími: +354 8208991
Sunneva (Sunneva Guðjónsdóttir)  Sími +49 17682277249

Verðum í lobbý hótelsins alla daga kl 10:00 - 11:00 og 17:00-18:00

COVID - Grímur

Endilega takið eina grímu með.  Ekki þarf að nota grímur í flugin eða á hótelinu.   í Króatíu eru ennþá greímuskylda í almennings samgöngum, á sjúkrahúsum og heilsugæslum.

Til að komast inn í næturklúbba, bari, veitingastaði gæti þurft að sýna vottorð um fyrri sýkingu eða bólusetningu en líklega ekki.


Dagsferðir

Minni á að það er heitt, gott að vera með vatn með sér og höfuðfat


26.05. DUBROVNIK- Fimmtudagur - Brottför kl 9:00 frá hótelinu - 6 klst / 85 skráðir


28.05. PELJESAC & KORCULA - Laugardagur - Brottför frá hótelinu kl 09:00 - 8 klst - 29 skráðir - ATH ferðin er 09:00 - 17:30/18:00

FERÐIN ER ORÐIN LENGRI VEGNA BREYTTRA COVID REGLNA, ÞÓNOKKRIR HAFA ÞEGAR AFBÓKAÐ SIG VEGNA ÞESS EN VIÐ BJÓÐUM YKKUR ÞÁ AÐ FARA Í TASTE OF KONVALE Í STAÐINN


28.05. TASTE OF KONVALE - Laugardagur - Brottför frá hótelinu kl 09:00-14:30 -4,5 klst - 39 skráðir




Föstudagur 27.05.

Sameiginlegur kvöldverður
Finnum okkar innri Hawaii gleði 

 19:00 -23:00 á Spinnaker Restaurant
Niður við höfnina og horft yfir á Cavtat bæinn

Opinn bar kl 19:00 - 22:00
Innifaldir drykkir: Freyðivín, hvítt og rautt, bjór, Williams brandy, Herbal Brandy, innlendur vodkli, innlent gin, Prosek sætt vín, gos og vatn

Hawaii - BBQ
Kaldir forréttir:  sérvalið skorið kjöt, kapers salat með basil pestó og balsamic, grillaðar paprikur með hvítlauk, sjávarrétta salat og pasta salat með kjúkling.

Salat bar:  gúrkur, salat, tómatar, ruccola, gulrætur og maís ásamt úrval af dressingum.
 
Aukreytis: Brauðteningar, ólívur, súrsaður laukur, súrar gúrkur, chili, súrsaðar paprikur, piparrót og sinnep

Aðalréttir grillaðir á opnu grilli:  Sirlion steik, hamborgarar, kjúklingabringur, BBQ vængir, fiskispjót.
Meðlæti: Calamari, bakaðar baunir, franskar og grillað grænmeti.  Úrval af sósum

Eftirréttir:  skornir ávextir og úrval af ýmsu bakkelsi

Nokkur skemmtiatriði verða yfir borðhaldinu. 

Drykkir eru innifaldir til kl 22:00 eftir það eru þeir til sölu á barnum.

Skemmtið ykkur vel!


 Heimför sunnudaginn 29.05.

Hittingur í Lobbý - 13:50

Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 14:00 uppá flugvöll.  

Ekki þarf að nota grímu í rútunni.

Tékk út:  fyrir kl 12 - hægt að geyma farangur á hótelinu 

Flug -Sunnudaginn 29.05.

Heimför sunnudaginn 29.05. kl 16:00 og lent í Keflavík kl 20:10

Flugnúmer ENT562

ATh ekki hægt að hlaða síma um borð.

Afþreyingarkerfi er um borð stútfullt af bíómyndum og þáttum, hægt að nálgast með QR kóða sem er við sætið. Svo er gott að vera búin að hala niður af Netflix!

Flug 

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Enterair. Innifalin 1 innrituð taska 18 kg og 8 kg handfarangur 

Almenn sala er um borð matur, nammi, gos, vatn kaffi og áfengir drykkir.

ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er í Keflavík 

Tékk inn byrjar 2 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið. Einungis þarf að sýna vegabréf.

Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.


Hvað er hægt að gera í Dubrovnik


Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann

Nytsamar upplýsingar

Veitingastaðir

Í litla bænum Cavtat er fjöldi veitingastaða í göngufæri frá hótelinu bæði við höfnina og hinumegin í næstu vík.  Verðin eru mismunandi gott að kíkja á google maps og sjá hvar þeir eru staðsettir..  
Posejdon, Leut eru góðir, Kanoba Kolona er sjávarréttarstaður og Buegenvila sem fær meðmæli Michelin, La Boheme er líka með góðan mat.  Svo er maður vill pizzu þá er Desetka Pizzeria góð. 

Inni í Dubrovnik mælum við með Restaurant 360 þar sem setið er úti og horft yfir höfnina í gamla bænum. Ítalski staðurinn við Pile Gate, DUBRAVKA 1836 er með góðan mat og flottar pizzur.

Alltaf er gott að bóka borð fyrirfram.

Bílaleigubílar, hjól og vespur, já og bátaleiga

Í Cavtat er bílaleigan Lovac Rent  sem leigur út vespur, hjól og rafmagnshjól og bíla.
Annars er hægt að leigja bíla á hjá þekktum alþjóðlegum bílaleigum.

Bátar, já í Cavtat í næstu vík er Gabriel Watersports en hann býður líka upp á Parasailing, sjóbretti og Jetski sem og dagsferðir með hraðbát.

Alltaf er gott að bóka fyrirfram.

Neyðarnúmer í Króatíu

112 er neyðarnúmerið í Króatíu.

Klúbbar & barir 

Því miður eru ekki næturklúbbar í Cavtat en það eru líflegir barir og strandbarir, Beach Bar COOL lokar kl 02:00.

Í Dubrvonik er mikið úrval af flottum næturklúbbum eins og Revelin sem er í virkinu í gamla bænum.

Samgöngur

Það eru engar lestir eða sporvagnar en það er hægt að panta bíl með UBER og svo eru vatnataxar og venjulegir leigubílar og strætó.

Strætó fer frá Cavtat á klukkutíma fresti (stoppistöð rétt hjá Studenac súpermarkaðnum) 05:00 - 00:00 - Til Dubrovnik kostar 25 HRK í peningum.

Leigubílar á vegum hótelsins kosta 425 HRK en UBER og almennir leigubílar 2-300 HRK

Vatnataxi frá höfninni kosta 100 HRK til Dubrovnik en 150 HRK fram og til baka, ganga á klukkutíma fresti frá 09:00 - 17:00/18:00.

Skemmtilegt að gera

Veistu ekki hvað þú átt að gera í Króatíu, finndu þér kósý einkaströnd og njótu tærasta sjó í Evrópu.  
Eða skelltu þér í göngutúr í kringum hótelið það kemur á óvart.

Tungumála frasar

Takk! – Hvala (kvala)
Einn bjór takk! - Jedan odar molim
Hæ! Hallo! eða Zadravo
Afsakið! - Oprosti
Please! - Molim
Reikninginn, takk! - Račun, molim
Talar þú ensku? - GovoriŠ li engleski
Góðan daginn - Dobro jutro
Góða kvöldið - Dobra Večer

Verð hugmyndir HRK = ISK

 Gengið er um 1 króatísk kúna =  18,5 kr (20)

Bjór 0,5l  25 HRK - 480 kr. (innlendur)
Cappuchino 20 HRK- 390kr. 
Gosdrykkur 0,33l - 20 HRK- 390kr 
Vatn 0,33l -  15 HRK - 280 kr. 
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 500 HRK = 10.000kr (með víni)

*heimild numbeo.com

Veðurfar í Maí

Sumarið er komið til Króatíu eftir milt og gott vor.  Maí veðrið er almennt gott, getur ringt annað slagið en hitinn fer hækkandi með hverjum deginum.  
En gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu hlýtt þá er getur verið smá napurt á kvöldin.
Búast má við 25-30 gráðum yfir daginn helgina 25.-29.05.


Hótel

*****
Frankopanska ul. 20210 Cavtat
S: +385 20 475 555


Fimm stjörnu hótel staðsett á einstaklega fallegum og afskekktum stað á skaga með útsýni yfir Adríahaf öðrum megin og hinn fallega gamla bæ Cavtat hinum megin . Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús og barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna akstursfjarlægð og 30 mínútur með taxibát.

Morgunverður er á hæðinni fyrir neðan móttökuna, hægt að sitja úti.   Alla daga er morgunverður frá 06:30 - 10:00

Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com