
í Prag 06.-09.10.2022
Rómuð fyrir magnaðar hallarbyggingar, kirkjur brýr og torg, sín breiðu stræti og þröngu mystísku göngugötur. Stórborgin Prag rekur sögu sína aftur til 9. aldar og er í heild sinni eitt stórkostlegt listaverk!
Prag slapp nánast heil frá sprengjuregni síðari heimsstyrjaldarinnar og því standa hinar fjölmörgu stórbyggingar þar í sinni upprunalegu mynd, sumar hverjar allt frá upphafsárum borgarinnar. Lengsta á Tékklands, Vltava
rennur um borgina miðja og skiptir henni í tvennt.
Gamli bærinn er hjartað í sögulegum kjarna Prag og þar í kring má finna tignarlegar Barokkhallir og gotneskar kirkjur. Þar er einnig hin mjög svo merkilega Stjörnfræðiklukka (Astronomical Clock) sem byggð var á miðöldum, og Charles brúin frá 14. öld.
Hér er sannarlega ekki aðeins boðið upp á augnakonfekt hvert sem litið er. Prag er þrátt fyrir aldurinn full af lífi, og næturnar einkennast af gleði og gáska. Tékkar eru þekktir fyrir bjórgerð, en auk þess eru snafsar af margvíslegu tagi afar vinsælir. Þjóðlegir réttir einkennast aðallega af kjöti og matarmiklum súpum. Rétt er að benda á að tékkneskur "burger" er ekki endilega það sama og við eigum að venjast, heldur nokkurs konar snitsel, stundum úr fiski, stundum kjöti og umvafið raspi. Hina klassísku borgara má þó auðvitað finna víða.
Brottför fimmtudaginn 22.september
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið
-
ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.
Sjá hér: Farangursreglur Play
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir
brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða
kollega að færa sig.
Flug - 06.09.2022
Brottför frá Keflavík kl. 15:00 áætluð lending í Prag kl 20:55
Flugnúmer OG534
Um borð er sala á matvælum og drykkjum.
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
Grímur eru valkvæðar.
Rúta á flugvellinum
Rúta tekur á móti ykkur og skutlar á hótelið eltið Þóru en hún er með ykkur í fluginu.
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.
Hótel - Tékk inn / út
Hotel Grand Majestic **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Innritun ætti að ganga hratt fyrir sig þar sem við erum búin að senda vegabréfsnúmerið ykkar.
Athugði á heimferðardegi þarf að tékka sig út í stíðasta lagi kl 12 en hótelið getur geymt töskurnar. Brottför á sunnudaginn frá hótelinu er kl 19:00.
Morgunverður 06:30-10:30 alla daga á jarðhæðinni.
COVID - Grímur
Engin grímuskylda er í Prag en ennþá með einhverjar takmarkanir í einstaka tilfellum, á sjúkrahúsum og heilsugæslum (FFP2 grímur).
Föstudagur 07.10.
Sameiginlegur kvöldverðurá hótelinu, 1. hæð, Salur Grand I-II
19:00-00:00
19:00
Fordrykkur
Freyðivín og óáfengt gos
Kvöldverður hefst kl. 19:30
Fyrirfram ákveðinn matseðill hefur verið valinn fyrir hópinn.
Forréttur:
Risa rækjur marineraðar, fennel salat og engifer
Aðalréttur:
Nautakjöt, sætar kartöflur og balsamic skallotlaukur
Eftirréttur:
Ostakaka með hindberjum
Drykkir 19:30-21:30
Hvítvín og rauðvín, innlendur bjór, vatn, gos og kaffi/espresso/te
Skemmtið ykkur vel!
Laugardagur 8.okt - 13:00 - LobbýMæting í lobbý kl 13:00, Viktor og leiðsögumaðurinn fer með ykkur og gengur með ykkur að Dlouha 24 (600m) þar sem við fáum hjólin.
Hjólaferð kl 13:30 / Lok ferðar er kl 14:00.Innifalið,
hjól, hjálmur, leiðsögumenn, þráðhlaus heyrnatól og skattur. (30 venjuleg hjól og 2 E-bike). (mæla líka með að fólk geti tekið sín eigin heyrnatól sem eru með jack tengi)Ekki innifalið: Þjórfé
Heimför sunnudaginn 09.10.2022
Hittingur í Lobbý - 18:45
Rútan leggur af stað 19:00 uppá flugvöll.
Ekki þarf að nota grímu í rútunni.
Munið tékk út er í síðasta lagi kl 12 en hótelið getur geymt töskurnar ykkar fram að brottför.
Flug -Sunnudaginn 09.10.2022
Heimför sunnudaginn 09.10.2022 frá Prag kl. 21:55 og lent í Keflavík 00:10
Flugnúmer OG535
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið.
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Og kaupa sér ósasætin annars er hægt að innrita sig á flugvellinum til að passa upp á að hjón sitji saman.
Hvað er hægt að gera í Prag
Prag kastalinn
er sá elsti í heimi skv. Heimsmetabók Guiness
Prague Dancing House
er ótrúleg bygging sem hiklaust má mæla með
Fyrir spennuþyrsta er mikið úrval af Escape Rooms í borginni, einna vinsælast er Puzzle Room Prague
Strahov klaustrið
stendur á hæð einni í borginni, stútfullt af sögu og gersemum
Josefov
gyðingahverfið er afar áhugavert
Alls kyns vín- og matarsmakk ferðir má finna hér og þar um borgina
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, sem og góð grillhús og aðrir alþjóðlegir veitingastaðir Asískir, Indverskir, Kóreskir, Ítalskir, Japanskir og fl.
ATH það er mikið um að vera þar þar sem mikið er um ferðamenn í borginni og er því gott að bóka fyrirfram.
Mælum með stöðum eins og Gran Fierro / LEVITATE
Aðrir staðir í Prag sem við mælum með:
Cerveny Jelen
- Tékkneskur, steik og microbrewery
K the Two Brothers
- besti indverski
SsSaZu
- frábær asískur, geggjuð stemmning
Veitingahús sem Michelin mælir með er að finn HÉR
Vinsælar veitingakeðjur eru líka um alla borg eins og Vapiano, McDonalds og Burger King.
Hjól og Rafskutlur
Skemmtilegur ferðamáti til að kynnast borginni. Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Einnig eru rafskutlur út um allt.
Helstu rafskutluleigurnar eru VOLT, BLINKEE og BeRider, gott að ná i öppin og kaupa sér dagpassa ef maður er svona hlaupahjóla-lingur.
Neyðarnúmer í Prag
112 er neyðarnúmerið í Tékklandi
Klúbbar & barir í nágrenninu
Prag er rík af næturklúbbum og skemmtilegum börum. Þessi er í 10 mín göngufæri MOONLIGHT CLUB er opinn til kl 05:00 og JAMES DEAN
sem er opinn til 04:00
Vinsæll klúbbur er The Londoners Music Bar
Roxy
er alltaf með vinsælustu DJ-ana.
Svo er hægt að finna rétta klúbbinn sinn HÉR
Svo er alltaf gott að spyrja móttökuna þau vita sitthvað um hverfið sitt.
Samgöngur
Í Prag er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubílar, tramminn metro eða strætó. Þar eru líka Uber og Bolt.
Metroinn og tramminn er mjög auðveldir í notkun annars er alltaf gott að fara gangandi.
Ef þið takið leigubíl, takið frá hótelinu eða notið Uber, annars passið að vita verðið fyrirfram.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Prag, farðu þá í bjór-spa þau eru út um allt kíktu hér:
Hér eru óendanlega mikið af upplýsingum https://www.pragueexperience.com/
Tungumála frasar
Takk! – Dík
Einn bjór takk! - jedno pivo, díky
Hæ!- Ahoj! - alveg satt
Afsakið! - Promiňte
Please! - prosím
Reikninginn, takk! - Zaplatím
Talar þú ensku? - mluvíš anglicky
Góðan daginn - dobrý den
Góða kvöldið - dobrý večer
Verð hugmyndir EUR = ISK
Exchange rate is 141 ISK = 1 EUR
Beer 0,5l - 2,50 EUR
Beer 0,5l 2,50 EUR = 290 kr. (innlendur)
Cappuchino 61 CZK = 370kr.
Gosdrykkur 0,33l - 27 CZK = 160 kr.
Vatn 0,33l - 34 CZK = 1204 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 950 CZK = 5.700kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í September
Sumarið er ennþá hér og það er hlýtt yfir daginn en það er gott að hafa góða yfirhöfn með sér, þar sem er getur verið kalt á kvöldin.
Búast má við 13-15 gráðum yfir daginn helgina 06.-09.10.2022
Hótel
****Truhlářská 16, 110 00 Petrská čtvrťS: +420 211 159 100
Grand Majestic Plaza er aðeins í 500 metra fjarlægð frá Púðurturninum og ráðhúsinu og býður upp á rúmgóð herbergi með ókeypis WiFi og ókeypis kaffi- og teaðstöðu.
Herbergin eru nútímaleg og eru með loftkælingu, minibar, öryggishólfi, skrifborði og flatskjá með gervihnattarásum.
Fínir tékkneskir réttir eru bornir fram á opna veitingastaðnum Atrium sem er einnig með útisvæði.
Kokteilar og léttir réttir eru fáanlegir í marmarasal kaffihússins Grand Lounge þar sem finna má gosbrunn með lituðum ljósum. Ókeypis WiFi er í boði á almenningssvæðum.
The Grand Majestic er aðeins í 350 metra fjarlægð frá Palladium-verslunarmiðstöðinni og næsta neðanjarðarlestarstöð, Náměstí Republiky, er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu.
Morgunverður í Atrium daglega frá 06:30 - 10:30
Atrium veitingastaðurinn er síðan opinn frá 12:00 - 22:00 alla daga
Lobby barinn er opinn til kl 23 öll kvöld.