Sjónstöðin til Sitges
26.05.-29.05.2023
Aðeins í 35 km fjarlægð, suð-vestur af Barcelona, stendur hin líflega Sitges, með sínum girnilegu ströndum, eldheitu næturlífi og frábærum festivölum. Yndislegur staður!
Í þessum dásemdar smábæ er fjölbreytileikanum fagnað með dansi og tónlist. Íbúar leggja stolt sitt og metnað í að bjóða alla hjartanlega velkomna, hvaðan úr heiminum sem fólk kemur eða hver sem kynhneigð þess er. Hér allir eru vinir og áhyggjum og leiðindum er ekki hleypt inn á svæðið.
Litlar þröngar göturnar eru fullar af litlum búðum, veitingastöðum og börum þar sem auðveldlega má finna eitthvað við sitt hæfi, milli þess sem legið er á einni af 17 ströndum sem boðið er upp á.
Sitges er stundum nefnd festivalabærinn. Allt árið um kring eru einhverjar hátíðir í gangi. Þekktast er líklega Sitges Carnival, þar sem dans, skrautlegir búningar og sjóðheit suðræn stemming taka öll völd. Hér er líka árlega haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð, kappaksturskeppnir, stórtónleikar, leiklistarhátíðir, ásamt ýmis konar minni hátíðum og listasýningum. Næturlífið er einstaklega fjörugt og gleðin óstöðvandi allt fram undir morgun.
Brottför - Föstudaginn 26.05.2023Vinsamlega uppfærið þessa síðu reglulega þar sem hún er lifandi og upplýsingar geta breyst.
Flug
Flug fram og til baka með Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið* -
*ATH að "handfarangur" er ekki "flugfreyjutaska"
ATH á staðfestingunni ykkar stendur að það er 1 innrituð taska innifalin, en það gæti verið óljóst inni á ykkar síðum. En allir eru með eina innritaða tösku innifalda.
Sjá hér: Farangursreglur Play
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir
brottför, það á einnig við heimförina. Þá er hægt að bóka sæti og eða bæta við farangri gegn greiðslu. ATH stofna þarf aðgang til að geta tékkað sig inn annars er hægt að tékka sig inn á flugvellinum og setja fólk saman í sæti.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun en hjón eru saman í bókun og saman í sætum en til að tryggja það þarf að kaupa sæti ef maður vill ekki kaupa sæti þá þarf að tékka sig in í KEF ef það gengur ekki þá biðja flugþjóna um aðstoð eða
kollega að færa sig.
Flug - 26.05.2023
Brottför frá Keflavík kl. 14:50 áætluð lending í Barcelona kl 21:10
Flugnúmer OG614
Um borð er sala á matvælum og drykkjum.
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
Grímur eru valkvæðar.
Rúta á flugvellinum
Rúta bíður eftir ykkur á flugvellinum og skutlar á hótelið - Bílstjóri JUAN MANUEL LORA VARGAS +34 682412153
Neyðarsími rútufyrirtækis + 34 600 46 00 21
Rútan er merkt Tripical og staðsett á Pick Up Terminal 2
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.
Hótel - Tékk inn / út
Hotel Calipolis **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Innritun ætti að ganga hratt fyrir sig þar sem við erum búin að senda vegabréfsnúmerið ykkar.
Athugði á heimferðardegi þarf að tékka sig út í síðasta lagi kl. 12 en hótelið getur geymt töskurnar. Brottför frá hótelinu er áætluð kl 18:00.
Morgunverður 06:30-10:30 alla daga á jarðhæðinni.
Farastjóri
Enginn fararstjóri er með í ferðinni en hægt er að nálgast neyðarnúmer Tripical í síma 773-2900
COVID - Grímur
ATH - Skoða þarf reglur á hverjum stað en grímuskylda getur verið í almenningssamgöngum, og sjúkrahúsum. Einnig getur verið að nota þurfi gríumur í leigubílum og lestum/strætó. Gott að vera með grímu í töskunni til öryggis.
Queenz dinner show28. maí
Mæting á veitingastaðinn kl: 20:00
Vinsamlegast tilkynnið að þið séuð bókuð undir Tripical 36 pax.
Sýningin hefst kl: 20:30
Matseðil er hægt að nálgast hér
Ofnæmi og sérfæði - vinsamlegast látið vita ef gera þarf sérstakar ráðstafanir.
Heimför mánudaginn 29.05.2023
Hittingur í Lobbý - 18:10
Áætlað er að rútan leggi af stað kl. 18:20 upp á flugvöll frá hótelinu.
Um 30-45 mín akstur út á völl þannig að þið ættuð að vera komin rúmum 2 tímum fyrir bröttför.
Munið check out er í síðasta lagi kl 12
en hótelið getur geymt töskurnar ykkar fram að brottför í læstu herbergi.
Flug - 29.05.2023
Heimför mánudaginn 29.05.2023 frá Barcelona kl. 22:10 og lent í Keflavík í Keflavík 30. maí kl: 00:45
Flugnúmer - OG615
ATH -þeir sem eru á öðrum heimferðadögum fylgist með sínu flugi sérstaklega.
Flug
Flug fram og til baka með PLAY, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem passar undir sætið*
*athugið að handfarangur er ekki "flugfreyjutaska"
Hægt er að innrita sig í flugið á MyPLAY 24 klst fyrir áætlaðan brottfarartíma. Og kaupa sér óskasætin annars er hægt að innrita sig á flugvellinum til að passa upp á að hjón sitji saman.
Hvað er hægt að gera í Sitges
Saga bæjarins er merkileg og fullt af gönguferðum með leiðsögn í boði
17. aldar kirkja heilags Bartomeu stendur við ströndina og gaman að skoða
Vínsmökkunar hjólreiðatúr til vínbænda í næsta nágrenni
Barcelona er skammt frá og auðvelt að skella sér í dagsferð þangað með lest
Liggja og slaka á og tana og njóta
Gönguferð um bæinn, borða, drekka, versla, elska
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, sem og góð grillhús og aðrir alþjóðlegir veitingastaðir en vinsælustu veitingastaðirnir bjóða upp á Tapas og spænskan mat.
Við mælum með Casa Tecla
grillveitingastaður sem er í 10 mín göngufæri við hótelið.
Gastrobar Morelia
Sitges sem er líka í göngufæri og svo hinn hefðbundni tapas staður Bar El Caple hann er 850m frá hótelinu.
ATH það er mikið um að vera þar þar sem mikið er um ferðamenn í borginni og er því gott að bóka veitingastaðina fyrirfram.
Veitingahús sem Michelin mælir með er að finna HÉR
Vinsælar veitingakeðjur eru af skornum skammti en þær eru flestar inni í Barcelona.
Hjól og Rafskutlur
Hjólaleigur eru víða og mjög auðvelt er að leigja hjól.
Rafskutlur eru ekki enn komnar til Sitges en hægt að leigja svoleiðis inni í Barcelona. En í Sitges er hægt að leigja vespur.
Helstu rafskutluleigurnar eru eCooltra og LYNX gott að ná i öppin og kaupa sér dagpassa ef maður er svona hlaupahjóla-lingur.
Neyðarnúmer á Spáni
112 er neyðarnúmerið
Klúbbar & barir í nágrenninu
Sitges er rík af næturklúbbum og skemmtilegum börum. Þessir eru allir í göngufæri Bears Bar Sitges, Casablanka Cocktail Bar, Rich Monkey bar og Vertigo Dance bar.
Vinsæll klúbbur er Gin Tub og El piano.
Svo er alltaf gott að spyrja móttökuna þau vita sitthvað um hverfið sitt.
Samgöngur
Í Sitges er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubílar, Uber, lestin eða strætó.
Til að fara inn í Barcelona þá fara lestirnar á 20 mín fresti og tekur tæpan klukkutíma að fara inn í borgina.
Lestarstöðin í Sitges er 900m frá hótelinu.
Ef þið takið leigubíl, takið frá hótelinu eða notið Uber, annars passið að vita verðið fyrirfram.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Sitges kíktu þá á þessa síðu, kannski færðu góða hugmynd.
Tungumála frasar
Takk! – Gracias
Einn bjór takk! - una cerveza, gracias
Hæ!- Hola!
Afsakið! - Perdón
Please! - prosím
Reikninginn, takk! - El cheque por favor!
Talar þú ensku? - habla usted Inglé
Góðan daginn - Buenos días
Góða kvöldið - buenas noches
Verð hugmyndir EUR = ISK
Exchange rate is 155 ISK = 1 EUR
Fylgist með genginu og athugið að VISA gengi getur verið hærra.
Veðurfar í Mars
Fylgist með veðurspá á T.D. YR.NO
Hótel
****Av. Sofia, 2, 6, 08870 Sitges, BarcelonaS: +34 938 94 15 00
Calipolis er staðsett miðsvæðis í Sitges og við ströndina. Það býður upp á sólarhringsmóttöku, útisundlaug, líkamsræktarstöð, herbergi sem eru með loftkælingu og ókeypis WiFi.
Herbergin á Calipolis eru glæsileg og þau státa af flatskjá og sérbaðherbergi með hárþurrku.
Boðið er upp á ókeypis afnot af sundlaugarhandklæðum.
Veitingastaður hótelsins, Infinity Restaurant, býður upp á Miðjarðarhafsrétti við hliðina á sundlauginni.
Það er einnig bar til staðar og sumarverönd með útsýni yfir sjóinn og göngusvæðið.
Hægt er að leigja hjól í móttökunni.
Morgunverður á 1.hæð - 07:00 - 10:30
Bar Infinity á jarðhæðinni - 11:00 - 00:00
Veitingastaðurinn El Mirador 13:00 - 16:00 / 20:00 - 22:30
Heildareinkunn 8,4 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com