í Bilbao06.-09.10.2022 & 07.-10.10.2022
Í Bilbao blandast nútíð og fortíð svo skemmtilega saman að borgin hefur oftar en einu sinni hlotið verðlaun fyrir hönnun sína og skipulag. Sannarlega ein af áhugaverðustu borgum Spánar.
Borgin Bilbao er staðsett á norðurhluta Spánar, 16 km frá hafi, með um 350.000 íbúa. Innfæddir nefna hana oft holuna (botxo), sem stafar af staðsetningu hennar í miðju tígurlegs fjallagarðs sem umvefur hana með sínum grænu fallegu hlíðum. Þótt þar finnist menjar allt frá 11. öld er aldur hennar rakinn til 14. aldar og þá hófst hennar blómaskeið. Gamli bærinn er dásamlegur minnisvarði þess tíma og þar er ánægjulegt að spássera hinar svokölluðu ,,Sjö götur“ (Las 7 Calles) og uppgötva fornar helgimyndir og byggingar. Þá er Bilbao lifandi sönnun þess að matur er list. Úrvalið af veitingastöðum, allt frá litlum götustöðum til fínni veitingahúsa er enda-
laust, og rétt að benda á að fjöldi Michelin stjörnustaða er hér með því mesta í heimi.
Ein af stærri rósum borgarinnar er Guggenheim safnið sem opnað var 1997. Í kjölfarið var lagður metnaður í byltingarkenndan og sérstakan byggingarstíl sem sjá má í mörgum risabyggingum sem hannaðar eru af þekktustu arkitektum heimsins. En Bilbao eru auk þess mjög græn borg, með mikið af yndislegum útisvæðum, eins og garðinn Doña Casilda de Iturrizar
sem er tilvalinn til að slaka á og njóta náttúru og afslappandi umhverfis. Bilbao er þannig einstök blanda af gömlu og nýju, rólegheitum og líflegri borgarstemmingu.
Brottför 06. & 07.október
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Smartwings. Innifalin 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur
Það er samloka, gos/vatn og kaffi í boði í fluginu. Hægt er að kaupa bjór og léttvín um borð í vélinni. Það er ekki snakk til sölu um borð.
Það má ekki opna neitt með hnetum um borð í vélinni vegna hnetuofnæmis.
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug og innritun er einungis í Keflavík
Tékk inn byrjar 2,5 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið. Einungis þarf að sýna vegabréf. Starfsmaður Tripical er við innritun ef upp koma vandamál.
Flug - 06. og 7.10.2022
Brottför frá Keflavík kl. 10:00, áætluð lending í Bilbao er kl 16:00
Flugnúmer QS4312 / QS4313 Flugtími áætlaður 3,5 klt
ATH engin grímuskylda er um borð
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
Rúta á flugvellinum
3-4 rútur taka á móti hópnum og skutla okkur á hótelið, rúturnar eru merktar Veritas. Tekur rétt um 20 mín.
Eftir töskubandið er gengið út um aðalútganginn og þar fyrir utan eru rúturnar. Flugvöllurinn er lítill og ekki mikið pláss að bíða inni, en heitt og gott úti :-)
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelið.
Hér er GMT +2 og tveggja tíma munur.
Hótel - Tékk inn
Innritun á hótelinu gæti tekið smá tíma en ætti samt að ganga hratt fyrir sig. Herbergin ættu að vera tilbúin og við erum búin að afhenda hótelinu allar nauðsynlegar upplýsingar. Lyklarnir ættu að vera í stafrófsröð.
Sýnum svo lyftunum þolinmæði, þær eru 3 og hæðirnar eru margar.
Í boði er óáfengur drykkur á American Bar inn af móttökunni sem þið getið fengið ykkur ef lyfturnar anna ekki hópnum okkar.
Innifalið á hótelinu er morgunverður, wifi, borgarskattur og aðgengi að líkasmræktarsvæðinu.
Morgunverðarhlaðborð er á 1.hæð í boði alla daga frá kl 07:00-11:00
Einnig er í boði gegn gjaldi a la carte morgunverður á American bar á jarðhæðinni frá kl 07:00-01:00
Neyðarnúmer í Bilbaó
112 er neyðarnúmerið í Bilbaó og á Spáni
07.október 2022
Gönguferð um Bilbaó kl 10:00 fyrir þá 10 manns sem skráðu sig í ferðina þá er hittingur í við S. Nicolas Church - sjá HÉR (20 MÍN GANGUR)
Gamli bærinn í Bilbao er almennt þekktur sem Göturnar sjö (Las 7 calles). Við göngum um þetta heillandi hverfi og skoðumtórkostleg mannvirki og staði sem þar er að finna: Arenal, kirkju heilags Nicolás, Plaza Nueva, Unamuno torgið, Santos Juanes kirkjuna, markaðinn í La Ribera, dómkirkjuna í Santiago og Arriaga leikhúsið.
Ferðin tekur 2 klukkustundir. Gengið frá Kirkju St. Nicolasar, San Nikolas Plazatxoa, s/n, 48006 Bilbo.
Kvöldverður 08.október 2022
San Mamés leikvangurinn 19:00-00:0010-15 mín ganga frá hótelinu, einnig hægt að taka leigubíl. Inngangur suður nr 22 - starfsmenn sýna ykkur leiðina inn HÉR
19:00
Fordykkur
Ljósmyndari og myndabás á staðnum
19:30
Borðhald hefst
Forréttur:
Þorskur, salat og pil pil sósa
Cod salat and pil pil sauce
Aðalréttur:
Hægeldaðar nauta kinnar og trufflu kartöflur
Cheek with truffle parmentier
Eftirréttur:
Súkkulaði kaka og ís
Chocolate sponge cake and ice cream
Veislustjórarnir og skemmtikraftarnir Hjálmar og Evar Ruza ssjá um að kítla hláturtaugarnar ykkar, stýra veislunni eins og þeim einum er lagið.
DJ þeytir skífurnar síðan til kl 00:00.
Skemmtið ykkur vel!
Heimför 09.10.2022 & 10.10.2022
VINSAMLEGA ATHUGIÐ AÐ HEIMFLUGI 10.10. SEINKAR UM 45 MÍN VEGNA VEÐURS. ÁÆTLAÐ FLUGTAK ER 17:30
Brottför og tékk út
Brottför kl 13:40 uppá flugvöll.
Rúturnar hafa ekki gott aðgengi að hótelinu því byrjum við á einni rútu, fyllum hana og svo koll af kolli.
Tékk út:
fyrir kl 12 - hægt að geyma farangur á hótelinu
Flug -Sunnudaginn 09.10. & mánudaginn 10.10.
Heimför sunnudaginn 09.10.2022, flug kl 16:45 og lent í Keflavík kl 18:50
Heimför mánudaginn 10.10.2022, flug kl 16:45 og lent í Keflavík kl 18:50
Flugnúmer QS4314 og QS4315
ATh ekki hægt að hlaða síma um borð.
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Smartwings Innifalin 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur
Það er samloka, gos/vatn og kaffi í boði í fluginu. Hægt er að kaupa bjór um borð í vélinni. Það er ekki snakk til sölu um borð.
Það má ekki opna neitt með hnetum um borð í vélinni vegna hnetuofnæmis.
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug, innritun er einungis á flugvellinum
Tékk inn byrjar 2 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið. Einungis þarf að sýna vegabréf.
Hvað er hægt að gera í Bilbao?
Plaza Nueva
og göturnar í kring eru fullar af annasömum börum sem bjóða upp á fræga pintxos: litla, ljúffenga bita af mat
Hinir töfrandi klettar Getxo
eru í rúmlega 30 mínútna fjarlægð með neðanjarðarlestinni.
La Ribera
markaðurinn er staðsettur í glæsilegri byggingu og þar geturðu látið elda fyrir þig hráefnið sem þú velur þér
S. James dómkirkjan er gullfalleg 14. aldar bygging sem er vel þess virði að skoða
Taktu Artxanda
kláfferjuna upp í fjall, klassískur valkostur til að fá útsýni yfir Bilbao
Fótboltaáhugafólk ætti að heimsækja San Mamés Museum and Stadium
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Fjöldi veitingastaða eru í göngufæri frá hótelinu, úrvalið er mikið og það er vinsælt að fara á veitingahús sem bjóða upp á Pintxos sem er svipað og Tapas nema stærra. Á þessum stöðum er treyst á fólkið að gera upp sinn reikning þegar farið er.
Mælum með þessum sem eru í göngufæri Goizeko
Yandiola Jatetxea, Arpiku og baskneski staðurinn Gure Kabi jatetxea
Michelin Guide
mælir með þessum stöðum sjá HÉR
Vinsælar veitingakeðjur eru líka i göngufæri eins og McDonalds og Burger King.
Hjól en engar rafskutlur
Hjólaleigur eru víða og en það er erfitt að leigja hjól í Bilbaó nema að vera Spánverji, það þarf að skrá sig til að nota rauðu hjólin sem sjást víða , en það er ekki alveg búið að hugsa þetta fyrir ferðamennina en þið getið reynt: https://www.bilbaobizi.bilbao.eus/en/bilbao/
En hótelið er einnig með nokkur hjól sem hægt er að leigja, mælum með því.
Grímur
Grímuskylda er í opinberum samgöngum, leigubílum og lestum.
Eins á sjúkrahúsum og læknastofum.
Klúbbar & barir í nágrenninu
Bilbao er rík næturklúbbum og skemmtilegum börum.
Budda Bilbao
er í göngufæri sem og Ocean Drive.
Backstage
er mjög vinsæll staður.
Kabaret
er hinummegin við ánna í gamla bænum.
Menningarhúsið þeirra Azkuna Zentroa
er líka með nokkra flotta bari og kaffihús, mælum með heimsókn þangað. Húsið er fyrir aftan hótelið okkar.
Svo er alltaf gott að spyrja í móttökunni og í concierge service þau vita hvað er núna best þar sem allt var að opna aftur eftir langan tíma.
Samgöngur
Í Bilbaó er hægt að velja um ýmsan samgöngumáta, leigubíla, UBER, neðanjarðarlest og tramminn.
Neðanjarðarlestin er þægileg og auðveld í notkun og maður kemst hratt á milli staða annars er allt í göngufæri úr frá hótelinu. Lestarmiðinn kostar um 1,5€ aðra leiðina.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Bilbao og þu ert búinna ð skoða Guggenheim safnið, kíktu þá á þessa síðu: https://www.spain.info/en/destination/bilbao/
Tungumála frasar - Baskneska
Takk! – Eskerrik asko
Einn bjór takk! - Garagardo bat, mila esker
Hæ!- Kaixo
Afsakið! - Barkatu
Góðan daginn - Egun on!
Gott kvöld - Gabon!
Reikninginn, takk! - Kontua, mesedez
Talar þú ensku? - Ingelesez hitz egiten al duzu
Verð hugmyndir € = ISK
Evrur eru á Spáni, gengið er um 140kr vs 1€
Bjór 0,5l 3€ - 420 kr. (innlendur)
Cappuchino 2 €- 280kr.
Gosdrykkur 0,33l - 1,5€ - 210 kr.
Vatn 0,33l - 1,3 € - 190 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 40€ = 5.600kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í Október
Haustið er að detta inn, en enn er hlýtt í veðri og getur hitinn farið upp í 25°C. En þó að það sé hlýtt yfir daginn þá er gott að hafa góða yfirhöfn með sér fyrir kvöldin.
Búast má við 17-26°C gráðum yfir daginn dagana .-10.10.2022
Hótelið
****Ercilla Kalea, 37, 39S: 944 70 5700
Hotel Ercilla er nútímalegt hótel staðsett í miðbæ Bilbao. Það býður upp á líkamsræktarstöð og stílhrein gistirými með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum, ókeypis Wi-Fi Interneti og sérbaðherbergi.
Bar Americano býður upp á yndislegan morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Sérstaða þeirra er Bask frændi og kokteilar.
La Terraza
er kokteilbar sem hefur yndislegt útsýni til Bilbao og býður einnig upp á mat. Hann er staðsettur á 13.hæðinni (ath aðeins fyrsta lyftan fer upp á 13.hæðina annars er hægt að fara upp á 12. og taka stigann) takmarkað pláss, best að panta fyrirfram. Þau ætla að hafa opið til kl 01:00 alla daga fyrir okkur.
Hið glæsilega Guggenheim-safn Bilbao er í 15 mínútna göngufjarlægð. Það er neðanjarðarlestarstöð handan við götuna frá hótelinu sem tengir þig við ströndina á innan við 20 mínútum
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com
Morgunverðarhlaðborð er á 1.hæð í boði alla daga frá kl 07:00-11:00
Einnig er í boði gegn gjaldi a la carte morgunverður á American bar á jarðhæðinni frá kl 07:00-01:00