til Prag 
24. apríl til 27. apríl 2025

Rómuð fyrir magnaðar hallarbyggingar, kirkjur brýr og torg, sín breiðu stræti og þröngu mystísku göngugötur. Stórborgin Prag rekur sögu sína aftur til 9. aldar og er í heild sinni eitt stórkostlegt listaverk!

Prag slapp nánast  heil frá sprengjuregni síðari heimsstyrjaldarinnar og því standa hinar fjölmörgu stórbyggingar þar í sinni upprunalegu mynd, sumar hverjar allt frá upphafsárum borgarinnar. Lengsta á Tékklands, Vltava rennur um borgina miðja og skiptir henni í tvennt.
Gamli bærinn er hjartað í sögulegum kjarna Prag og þar í kring má finna tignarlegar Barokkhallir og gotneskar kirkjur. Þar er einnig hin mjög svo merkilega Stjörnfræðiklukka (Astronomical Clock) sem byggð var á miðöldum, og Charles brúin frá 14. öld. 
Hér er sannarlega ekki aðeins boðið upp á augnakonfekt hvert sem litið er. Prag er þrátt fyrir aldurinn full af lífi, og næturnar einkennast af gleði og gáska. Tékkar eru þekktir fyrir bjórgerð, en auk þess eru snafsar af margvíslegu tagi afar vinsælir. Þjóðlegir réttir einkennast aðallega af kjöti og matarmiklum súpum. Rétt er að benda á að tékkneskur "burger" er ekki endilega það sama og við eigum að venjast, heldur nokkurs konar snitsel, stundum úr fiski, stundum kjöti og umvafið raspi. Hina klassísku borgara má þó auðvitað finna víða. 

Hvað er hægt að gera í Prag

Prag kastalinn er sá elsti í heimi skv. Heimsmetabók Guiness
Prague Dancing House er ótrúleg bygging sem hiklaust má mæla með 
Fyrir spennuþyrsta er mikið úrval af Escape Rooms í borginni, einna vinsælast er Puzzle Room Prague 
Strahov klaustrið stendur á hæð einni í borginni, stútfullt af sögu og gersemum  
Josefov gyðingahverfið er afar áhugavert
Alls kyns vín- og matarsmakk ferðir má finna hér og þar um borgina

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Prag með Icelandair og Play í áætlunarflugi innrituð 20kg taska ásamt 10kg handfarangri sem passar undir sætið.

Flogið út

 Brottför frá Keflavík fimmtudaginn 24. apríl til Prag,     flugtímar koma inn síðar

Flogið heim

Brottför frá Prag sunnudaginn 27. apríl,
flugtímar koma inn síðar

Gisting

4 nætur á 4-5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rutur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Prag ca 25 mín

Farastjórn

Einn óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

 Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical 
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*

*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)


Hótel

*****

Grandium Hotel Prague er staðsett í hjarta Prag, rétt handan við hornið frá Wenceslas-torginu.

Herbergin eru glæsileg og nútímaleg með ókeypis WiFi, loftkælingu og te/kaffiaðbúnaði. 

Veitingastaðurinn og kaffihúsið á Grandium Hotel Prague býður upp á ljúffenga alþjóðlega sem og tékkneska matargerð. Gestir geta notið máltíða í glæsilega borðsalnum eða úti í sumargarðinum þegar veðrið er gott.

Grandium Hotel Prague býður upp á móttöku sem opin er allan sólarhringinn.

Gestir geta nálgast almenningssamgöngur í nokkurra skrefa fjarlægð. Þjóðminjasafnið í Prag og Betlehem-kapellan eru í 300 til 600 metra fjarlægð. 

Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 9,5 fyrir staðsetningu. 

Verðin

 149 990 kr

á mann í tvíbýli

50 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

 Holiday Inn Prague
****

Holiday Inn Prague er á rólegum stað, nokkrum skrefum frá Vysehrad-kastala og garðinum. Vysehrad-neðanjarðarlestarstöðin er í innan við 150 metra fjarlægð. Öll herbergin eru með loftkælingu.

Herbergin eru búin gervihnattasjónvarpi, litlum ísskáp og öryggishólfi. Koddar og ofnæmisprófuð teppi eru í boði.

Nuddherbergið er með austurlenskum skreytingum og er með  úrval af nuddi. Það er líka lítill líkamsræktarsalur.

Nútímaleg tékknesk og alþjóðleg matargerð er framreidd á veitingastaðnum Esprit sem er með vetrargarð og verönd. Delicatesse Bistro með sumarverönd er tilvalið fyrir fljótlegan morgunverð, frábæran hádegismatseðil, ferskt salöt, samlokur eða dýrindis heimagerða eftirrétti.

Hótelið fær heildareinkunina 8,6 og 8,6 fyrir staðsetningu. 

Hótelið er með sal sem að getur tekið á móti hópnum í fordrykk og Gala- kvöldverð. Drykkjarpakkar í boði.

Verðin

 159 990 kr

á mann í tvíbýli

45 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

Corinthia Hotel Prague
*****

Láttu stjana við þig með heimsklassaþjónustu á Corinthia Hotel Prague
Hið glæsilega Corinthia Hotel Prague stendur ofan á einni af hæðum Prag, 2 neðanjarðarlestarstoppum frá miðbænum. Það er með víðáttumikið borgarútsýni og heilsulind á efstu hæð með sundlaug. Ókeypis WiFi er í boði á öllu hótelinu.

Vysehrad-neðanjarðarlestarstöðin, Prag-ráðstefnumiðstöðin og Vyšehrad-virkið frá 11. öld eru nokkrum skrefum frá Corinthia Hotel Prague.

Öll herbergin eru loftkæld og með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Executive Lounge er með fullt af viðbótarþægindum.

Apollo Day Spa á efstu hæð býður upp á mikið úrval af heilsulind og líkamsræktaraðstöðu og frábært útsýni. Ókeypis aðgangur að heilsulindinni er í boði í executive herberginu og svítunni.

Hótelið fær heildareinkunina 8,0 og 8,7 fyrir staðsetningu. 

Hótelið er með sal sem að getur tekið á móti hópnum í fordrykk og hlaðborðskvöldverð. Drykkjarpakkar í boði.

Verðin

164 990 kr

á mann í tvíbýli

45 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 180 manns, 

Endanlegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest, staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 



Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 848 1520

Netfang. arnar@tripical.com