Til Dubrovnik

1. maí til 4. maí 2025

Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.

Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!

Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.

Hvað er hægt að gera í Dubrovnik


Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur. 

Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Flug út

Hópur 1 (Leiguflug):
Brottför 1.maí fyrri part dags og lent um miðjan dag í Dubrovnik

Hópur 2 (Leiguflug):
Brottför 1.maí fyrri part dags og lent um miðjan dag í Dubrovnik

Flug heim

Hópur 1 (Leiguflug):
Heimför seinni partinn 4.maí og lent um kvöld í Keflavík

Hópur 2 (Leiguflug):
Heimför seinni partinn 4.maí og lent um kvöld í Keflavík

Gisting

3 nætur á 5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Dubrovnik, 10 -25 mín

Farastjórn

Tveir óendanlega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar frá Tripical.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

 Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Skoða skemmtitékka

Hótel

*****

Fimm stjörnu hótel staðsett í Cavtat við ströndina. Það er auðvelt að slaka á og njóta lífsins. 2 strandir, 2 sundlaugar, heilsulind og frábært útsýni yfir Dalmation strandlengjuna. Frá hótelinu eru nokkrar skemmtilegar gönguleiðir meðfram strandlengjunni. Á hótelinu eru einnig veitingastaðir, meðal annars steikhús, hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður niður við sjó og svo snakkbar sem og nokkrir barir. Dubrovnik er í ca. 20 mínútna akstursfjarlægð og 30 mínútur með taxibát.

Hótelið hefur verið verðlaunað fyrir að halda framúrskarandi viðburði fyrir alþjóðleg fyrirtæki.  Fundir og árshátíðir eru þeirra sérgrein.

Hótelið fær heildareinkunina 9,0 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

194 990 kr

á mann í tvíbýli

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Hotel Dubrovnik Palace er staðsett á Lapad-skaga í Dubrovnik. Þar er bæði strönd og köfunarmiðstöð. Öll herbergin eru hönnuð á fágaðan hátt og máluð í jarðarlitum. Þau hafa aðgang að svölum og þaðan er útsýni yfir Elaphite-eyjar.
Ókeypis WiFi, loftkæling og lúxussnyrtivörur eru staðalbúnaður í herbergjunum. Öll eru þau búin flatskjá með gervihnattarásum og minibar.
Þar eru 4 mismunandi veitingastaðir, meðal annars veitingastaður við ströndina. Drykkir og léttar veitingar eru framreiddar á sundlaugarbarnum.
Innanbæjarstrætó gengur í gamla bæinn á 20 mínútna fresti. Stoppistöðin er á móti hótelinu og ferðin tekur um 20 mínútur.
Það er innisundlaug, heitur pottur og gufubað í heilsulindinni. Þar er einnig líkamsræktarstöð og í nágrenninu er að finna fjölda skokkstíga.

Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

209 990  kr 

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Þetta 5 stjörnu hótel er með stóra heilsulind sem státar af innisundlaug sem er opin allan ársins hring og útisundlaugar sem eru opnar hluta ársins og eru með víðáttumikið sjávarútsýni. Það er í 15 mínútna göngufjarlægð frá gamla bæ Dubrovnik.

Öll herbergin á Rixos Libertas Dubrovnik bjóða upp á loftkælingu, glæsileg og nútímaleg húsgögn, flatskjá, ókeypis WiFi og stórt baðherbergi.

Rixos Premium Dubrovnik er með 3 bari og 3 veitingastaði og býður upp á ljúffenga matarupplifun frá alþjóðlegri matargerð. Gestir geta smakkað einstaka teppanyaki-sérrétti á Umi Teppanyaki Restaurant eða notið sjávarrétta af matseðlum á Libertas Fish Restaurant. Á sportbarnum geta gestir drukkið áfenga drykki á meðan þeir njóta útsýnisins yfir Adríahafið.

Heilsulindin er á tveimur hæðum og státar af tyrknesku baði, inni- og útisundlaug sem og fjölmörgum endurnærandi meðferðasvæðum.

Hótelið fær heildareinkunina 9,3 og 9,5 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

219 990  kr 

á mann í tvíbýli

60 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið er fyrir 320 manns , flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi. 
 Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 663 3313

Netfang: arna@tripical.com

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519 8900

GSM. 848 1520

Netfang: arnar@tripical.com