Til Sikiley 
6. nóvember til 9. nóvember 2025

Á Sikiley finnur þú  menningarstrauma og stemmingu Miðjarðarhafsins í sinni tærustu mynd. Að maður tali nú ekki um ítölsku mafíuna sem á rætur sínar að rekja til eyjunnar og sveipar hana mystískum blæ. 

Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og liggur við tærnar á Ítalíufætinum. Saga hennar einkennist af mörgum valdhöfum í gegnum tíðina, þar áttu sitt skeið bæði Grikkir og Rómverjar, en einnig Arabar og Normandíbúar. Allir skildu þessir eftir sig áhrif sem finna má víða í fjölbreyttu og skemmtilegu menningarlífi eyjunnar. 
Þrátt fyrir stærð hennar, eru borgir og bæir þar litlir, og hver þeirra með sinn sérstaka svip, sína eigin menningu.
Á eyjunni er líka að finna eitt af hæstu eldfjöllum Evrópu, Mount Etna, sem reglulega minnir á sig með gosum, nú síðast í mars 2017.
Sikileyjaskeggjar þykja afar stoltir og halda fast í sínar hefðir og sérkenni. Þótt ítalska sé nú þjóðartungumálið, eiga þeir þeir sitt eigið tungumál, sikileysku, sem haldið er í heiðri og margir sem nota það frekar. Sikileyskan er nokkuð frábrugðin ítölsku, og skyld bæði rómönskum og arabískum málum.
Íbúar eyjunnar þykja nokkuð íhaldssamir og vanafastir, en um leið afar gestrisnir og þar er tekið hlýlega og vel á móti gestum sem leið eiga um.


Hvað er hægt að gera á Sikiley

Bærinn Noto á suðurströndinni er á heimsminjaskrá UNESCO - þar eru afar glæsilegar barokk byggingar
Í bænum Trapani má fylgjast með saltvinnslu með aldargömlum aðferðum
Sikileyjabúar þykja bestir allra ítala í eftirréttum. Við mælum  t.d. með cassata sem er kaka ættuð frá Arabíu
Erice stendur hæst allra bæja á eyjunni, þar eru merkilegar fornar byggingar 
San Vito Lo Capo er þekktur fyrir afar fallegar sandstrendur og tilvalinn staður fyrir sólbað í hæsta gæðaflokki
Hvergi á Ítalíu finnurðu stærri vínekrur en hér. Prófaðu einhver af fjölmörgu vínum eyjunnar

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með leiguflugi Tripical, 1 innritaðri 15 kg tösku og 5kg handfarangri 
 
Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði
Flugtími er um 4,5-5 klst.

Brottför

Áætluð Brottför frá Egilsstöðum að morgni 6. nóvember 2025

Heimför

Brottför frá Sikiley 9. nóvember 2025 

Gisting

3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Sikiley

Farastjórn

Tveir skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical.


Ferða-lottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hotel

****

UNAHOTELS Capotaormina er á kletti fyrir neðan Taormina og er umkringt sjónum. Gististaðurinn býður upp á frábært útsýni yfir stórkostlega Giardini Naxos-flóann og eyjuna Isola Bella.

Þessi skemmtilega bygging hefur eldfjallið Etnu og snæviþakta tinda sem bakgrunn og býður upp á herbergi með svölum. Classic herbergin eru með garðútsýni og Superior herbergin eru með óhindrað sjávarútsýni.

Gestir sem dvelja á Capotaormina geta notið þess að eyða skemmtilegum tíma á einkaströndinni sem er aðgengileg með lyftu sem er útskorin í klettinn. Ströndin og saltvantslaugin á hótelinu eru með sólbekkjum, sólhlífum og strandhandklæðum, svo gestir geti slakað á og notið sín.

Gestir geta fengið endurnæringu í líkamsræktinni, en þar eru þjálfari og snyrtistofa.

Gististaðurinn er einnig með skartgripabúð og bílastæði utandyra með takmörkuðum fjölda stæða. Einnig er boðið upp á ókeypis skutlu til/frá miðbæ Taormina og hægt er að panta bátsferðir á sumrin.

Á hótelinu eru 3 veitingastaðir sem framreiða alþjóðlega og sikileyska rétti og Miðjarðarhafsmatargerð.

Verð

259 990 ISK

á mann í tvíbýli

 5000 ISK

Aukalega fyrir eins manns herbergi

Tilboðið er fyrir 180 manns, flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi. 
 Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel. 


Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 848 1520

Netfang. arnar@tripical.com

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 633 3313