til Svartfjallalands

25. september til 28. september 2025

Svartfjallaland  er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adría-hafið. Það er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúru-fegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær.

Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni.  Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar
Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.
Oft er talað um að við Íslendingar séum heimsmeistarar í hinu og þessu, miðað við höfðatölu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að við ættum heimsmet í símaeign. En það er ekki rétt. Heimsmeistarinn í farsímaeign er nefnilega Svartfjallaland! 1,6 sími á hvern íbúa þjóðarinnar.

Hvað er hægt að gera í Budva og nágrenni


Kíktu á ballerínuna, Statua Ballerina sem er niður við strönd
Í gamla bænum eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn
Gjeggjað að skreppa í dagsferð til Dubrovnik eða Kotor
Farðu í kayak eða bátsferð
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann á ströndinni

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur. 

Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Flug út

Frá Egilsstöðum til Tivat/Podgorica, 25. september 2025,  flugtímar koma síðar.

Flugtímar áætlaðir út snemma og heim um miðjan dag. Fluglengd um 4,5 - 5 klt

Flug heim

Frá Tivat/Podgorica til Egilsstaða, 28. september 2025, brottför eftir hádegi

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er glæsilegur morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Tivat, 40 mín og 1 klst. frá flugvelli í Podgorica.

Farastjórn

Tveir óendanlega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar frá Tripical

 Vinsamlega athugið að Svartfjallaland er ekki í Evrópusambandinu því eru reykingar leyfðar inni á flestum stöðum.  Eins gildir ekki evrópska sjúkratryggingakortið.


Hótel

*****

Maestral Resort & Casino, sem var uppgert að fullu árið 2017, er staðsett í rómantískum klettóttum flóa, rétt við hliðina á einkasandströnd, nálægt sjávarþorpinu Pržno og gamla bænum í Budva. Nokkrar sundlaugar, heilsulindarsvæði og nútímalegt spilavíti eru hluti af samstæðunni.

Nútímalega innréttuð, öll herbergin eru loftkæld og eru með sérsvölum, minibar og LCD-gervihnattasjónvarpi. Flest herbergin eru með víðáttumiklu sjávarútsýni. Ókeypis Wi-Fi Internet er í boði ásamt ókeypis einkabílastæði.

Það eru 4 veitingastaðir á staðnum sem framreiða Miðjarðarhafs- og alþjóðlega matargerð með miklu úrvali af heimsfrægum vínum. Fjölmargir barir bjóða upp á hressandi drykki og snarl.

Gestir geta slakað á í heitum pottum, gufubaði og eimbaði. Verðlaunaheilsulindin okkar býður upp á margs konar snyrtimeðferðir og nudd, þar á meðal tælenskt nudd. Köfunarmiðstöð og tennisvellir má finna nálægt Resort & Casino Maestral.

Gestir geta heimsótt Sveti Stefan eða skoðað hið líflega næturlíf Budva með börum, veitingastöðum og útiklúbbum, sem staðsett er í 8 km fjarlægð frá gististaðnum.

Hótelið fær heildareinkunina 9,2 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Myndband frá hótelinu


Skemmtilegt að upplifa í Svartfjallalandi

Verslun

TQ Plaza

Stór og nútímaleg verslunarmiðstöð með verslunum, veitingastöðum og kvikmyndahúsi. Hún er staðsett í miðbæ Budva og er mjög vinsæl meðal ferðamanna.

Embankment Mall

Þessi miðstöð er staðsett nálægt ströndinni og býður upp á úrval verslana, veitingastaði og kaffihús.

Mega Market Shopping Mall

Stærri verslunarmiðstöð með fjölbreyttum verslunum, þar á meðal matvöruverslunum og verslunum með heimilistæki.

Afþreying

Strendur

Budva hefur margar fallegar strendur, eins og Mogren-strönd, Jaz-strönd og Slovenska Plaža, sem eru frábærar til sunds og sólbaðs.

Gamli Bærinn (Stari Grad)

Ganga um gamla bæinn með sínum krókóttum götum, sögulegum byggingum og staðbundnum verslunum og veitingastöðum.

Nightlife - Næturlíf

Budva er þekkt fyrir líflegt næturlíf með mörgum klúbbum og barum, eins og Top Hill og Trocadero, sem laða að sér ferðamenn og heimamenn.

Sv. Nikola Island

 Ferð til eyjarinnar Sv. Nikola með báti, þar sem þú getur notið náttúrufegurðar og rólegra stranda.

Aqua Park Budva

Fyrir fjölskyldur og börn, býður vatnagarðurinn upp á rennibrautir og sundlaugar.

Löng gönguferð eða hjólreiðar

Umhverfi Budva er fullkomið fyrir gönguferðir eða hjólreiðar, sérstaklega ef þú vilt kanna náttúru og fjöll.

Kultúrsýningar og tónleikar

Á sumrin eru reglulega haldnar tónleikar, sýningar og menningartengdir viðburðir, sem gefa gestum tækifæri til að kynnast menningu og listum.

Water Sports - Vatna íþróttir

Í boði eru ýmsar vatnaíþróttir eins og jetski, paddlebording og bátsferðir.