til Helsinki
03. apríl til 06. apríl 2025

Helsinki sem kölluð hefur verið dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim. 

Ekki skemmir að borgin er ennfremur þekkt fyrir góða veitingastaði þar sem hráefnið kemur úr nærumhverfinu, eftir árstíðum og sjálfbært. Fyrir finnum er þetta "way of life" 

Margir sem ferðast um Norðurlönd láta Helsinki fram hjá sér fara sem er bæði synd og skömm en um leið blessun þar sem þeir sem heimsækja borgina losna við troðning alltof margra ferðamanna og ná betur að njóta hennar með öllum sínum skemmtilegu skringilheitum. 
 
Finnar sem þekktir eru fyrir allt annað en að vera of málglaðir hafa ástríðu fyrir Finnskum Tango sem er ekki það sama og Argentískur Tango. Það er varla hægt að koma til Finnlands án þess að fara í saunu, svo samofin er hún lífi heimamanna, heilsusamlegt fyrir bæði líkama og sál.

Hvað er hægt að gera í Helsinki

Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur. 
Suomenlinna er mikið virki sem Svíar reistu á nokkrum eyjum rétt fyrir utan Helsinki og þýðir nafn þess finnski kastalinn. 

Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar og margt fleira. Mjög skemmtileg er að sigla til Tallin og eyða deginum þar.

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með Icelandair og Finnair ásamt 1 innritaðri, 20 kg, tösku og handfarangri. 

Brottför

Brottför 1:
Flogið á fimmtudegi 3. apríl frá Keflavík kl. 07:30, lent í Helsinki kl. 14:00
Brottför 2:
Flogið á fimmtudegi 3. apríl frá Keflavík kl. 08:45, lent í Helsinki kl. 15:10

Heimför

Brottför 1:
Flogið á sunnudegi 6. apríl frá Helsinki kl. 15:05, lent í Keflavík kl. 15:45
Brottför 2:
Flogið á sunnudegi 6. apríl frá Helsinki kl. 16:05, lent í Keflavík kl. 16:55

Gisting

3 nætur á 4ra eða 5  stjörnu hóteli. 
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Helsinki

Farastjórn

Einn óendandlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.

 Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við bjóðum þeim hópum sem halda árshátíð í gegnum Tripical 
frían skemmtikraft til að gera kvöldið ógleymanlegt!


Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan*

*Með fyrirvara um að skemmtikrafturinn sé laus þá daga sem árshátíðin er :)


Hótel

****

Þetta hótel er rétt handan við hornið frá Aleksanterinkatu-verslunargötunni og býður upp á ítalska innblásna matargerð og rúmgóð herbergi með ókeypis Wi-Fi Interneti. 
Aðallestarstöð Helsinki er í 400 metra fjarlægð.
Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er borið fram daglega á Solo Sokos Hotel Helsinki.

Sumarveröndin er vinsæll staður fyrir síðdegiskaffi og drykki.

Dómkirkjan í Helsinki, Öldungadeild Square og Ateneum Museum of Finnish Art eru í innan við 2 mínútna göngufjarlægð. Galleria Esplanad og Kluuvi verslunarmiðstöðvarnar eru rétt handan við hornið. 

 Hótelið fær heildareinkunn 8,9 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

 139 990 kr

á mann í tvíbýli

40 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Vel staðstett fjögurra stjörnu hótel með vistvæna stefnu. Aðeins 3 mínútur frá Kamppi verslunarmiðstöðina og 500 metra frá lestastöðinni. Á hótelinu er veitingastaðurinn Bistro Manu og barinn Adjutantti. Einnig er innisundlaug og sauna. Stutt í úrval veitingastaða, söfn og bari.  

 Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

129 990 kr

á mann í tvíbýli

30 000 kr

aukagjald í einbýli

 Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 70-80 manns.

Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest.

Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com