Til Dublin
1. maí - 4. maí 2025

Dublinarbúar hafa getið sér góðan orðstír sem bráðfyndnir og dásamlegir gestgjafar og eru barirnir, tónlistin og frásagnarlistin óviðjafnanleg. 

Dublin er yfirfull af fyrsta flokks skemmtun á hverju horni, allt frá heimsbókmenntun til listaverka á heimsmælikvarða. 
Sögu Írlands er finna út um gervalla Dublin, frá stórfengle gum dómkirkjum til sögufrægra  fangelsa, að ógleymdum töfrum Guinness brugghússins. Í borginni er að finna yfir 1000 ölknæpur. Margir barir bjóða upp á mat samhliða flæðandi Guinnes bjór og írsku viskíi. 
Sláinte! 
Gæddu þér á einhverjum af þjóðarréttum Íra eins og írsku boxty, colcannon eða champ? Þú munt kynnast kartöflum á nýjan hátt og í margvíslegum búningi, en sömuleiðis munt þú finna glæsilega veitingastaði sem bjóða upp á gómsæta dýrindisrétti beint frá býli. Ekki sleppa því að smakka sódabrauð sem er ostur. Eða fara á Temple Bar eða sjá strákana í Merry Ploughboys.



Hvað er hægt að gera í Dublin

Upplifðu heitt súkkulaði á Butlers Chocolate Café
Borgin er full af söfnum en eitt sem stendur upp úr er Safn Holdsveikra.
Grafton street er þeirra verslunargata þar eru margir barir og kaffihús.
Farðu á viskísafnið eða Irish Whiskey Museum!
The Trinity College býður upp á fegurstu og eina elstu bók í heimi.
Barir og knæpur allt fullt af þeim en spurning að skella sér í Guinnes bjórverksmiðjuna?

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Dublin með  Play í áætlunarflugi innrituð 20kg taska og 10 kg lítill persónulegur hlutur/taska

Flogið út

Brottför fimmtudaginn 1. maí frá Keflavík með Play. Brottför frá Keflavík 06:40 og lent í Dublin 10:15

Flogið heim

Heimför sunnudaginn 4. maí frá Dublin með Play. Brottför frá Dublin 11:35 og lent í Keflavík 13:15

Gisting

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli, morgunverður innifalinn sem og wifi og gistináttaskatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli til  Dublin 20 mín akstur

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi 

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá 
Tripical í ferðinni


Hótel

-staðfest verð-
****

Þetta 4 stjörnu lúxushótel státar af rúmgóðum herbergjum með 50" snjallsjónvörpum. Gestum standa til boða heit handklæði við komu og evrópskur bistró.

Hvert herbergi er með lúxusinnréttingar, þægileg rúm með andardúnssængum og sérbaðherbergi með lúxussnyrtivörum. Herbergin eru einnig með lítið heimabíókerfi og ókeypis WiFi.

Sideline Bistro framreiðir nútímalega evrópska rétti sem eru búnir til úr fersku hráefni og kokkar elda fyrir miðju staðarins í opnu eldhúsi. Gestir geta einnig fengið sér nýlagað kaffi og sætabrauð á kaffibarnum.

Hótelið fær heildareinkunn 9,0 og 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

 Verðin

 139 990 kr

Á mann í tvíbýli

55 000 kr

Einbýli - aukagjald

Hótel

****

Clayton Hotel Burlington Road er í aðeins 20 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Dublin og býður upp á líkamsræktaraðstöðu með útsýni yfir borgina, flottan bar og glæsilegan veitingastað. Aviva-leikvangurinn er aðeins í 20 mínútna fjarlægð og Bord Gais Theatre er í 16 mínútna göngufjarlægð.

Glæsileg herbergin eru með sjónvarp með íþrótta- og fréttarásum allan sólarhringinn. Hvert herbergi býður einnig upp á rúmgott skrifborð og ókeypis WiFi.

Gestir geta notið kokkteila á B Bar á Clayton Hotel Burlington Road. Veitingastaðurinn Sussex býður upp á nútímalega matargerð, með réttum sem eru gerðir úr staðbundnu hráefni.

Clayton Hotel Burlington Road er staðsett í hjarta hins græna suðurhluta Dublin og býður upp á vinsæla ráðstefnuaðstöðu. Ein hæðin er sérstök viðskiptahæð og þar er glæsilegur danssalur. Gestir geta nýtt sér líkamsræktarstöðina, sem státar af nýjustu tækjum.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

 Verðin

 144 990 kr

Á mann í tvíbýli

 65 000 kr

Einbýli - aukagjald

Hótel

****

The Spencer Hotel er með útsýni yfir ána Liffey, í 10 mínútna fjarlægð frá hinni frægu O'Connell -brú og 20 mín göngu frá Temple Bar og Grafton Street.
Öll loftkældu herbergin eru með flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum. Sum herbergin eru með setusvæði eða svölum með stórkostlegu borgarútsýni. Öll herbergin eru með Nespresso -kaffivél og te -aðstöðu. Hvert herbergi er með sérbaðherbergi með kraftsturtu og ókeypis handsmíðuðum sápum.
Á hótelinu er The Spencer Health Club sem er með líkamsræktarstöð og innisundlaug. Háhraða WiFi er í boði hvarvetna á gististaðnum.

3Arena og Bord Gais Energy Theatre eru í 10 mínútna fjarlægð. CCD - ráðstefnumiðstöðin í Dublin er í 200 metra fjarlægð. 

Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,1 fyrir staðsetningu á booking.com 

Hótelið er með fallega sali þar sem hægt er að halda árshátíðarkvöldverðinn.  

 Verðin

 159 990 kr

Á mann í tvíbýli

80 000 kr

Einbýli - aukagjald

Verðin miðast við 50 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com