
Til Lošinj í Króatíu
1. maí - 4. maí 2025
Til Lošinj í Króatíu
1. maí - 4. maí 2025
Eyjan Lošinj leikur við öll skilningarvit, með jurtailmi og litadýrð, dýrindis mat, svalandi drykk og seiðandi sjávarnið. Hrífandi áfangastaður!
Lošinj er staðsett utarlega í Kvarnerflóa, ein fjölmargra eyja við strendur Króatíu. Þar standa nokkur þorp, en stærsti bærinn og aðal dvalarstaður ferðafólks er hinn dásamlegi Mali Lošinj, sem skartar meðal annars, að margra mati, fallegustu höfn í Adríahafinu. Ferðabransinn er engin nýlunda hér. Í lok 19. aldar fór staðurinn að vekja athygli sem frábær heilsuáfangastaður, þar sem loftslag Lošinj með sinni hreinu sjávargolu þótti - og þykir enn - gagnast afar vel gegn ýmsum öndunarfæra sjúkdómum. Í dag eru heilsuferðir þó bara brot af kökunni, enda er eyjan tilvalin fyrir alla sem leita að góðum og fallegum stað til að slaka á. Lošinj svarar því kalli svo sannarlega, hér er umhverfið allt mjög heillandi, gróðursæld mikil, strendurnar hreinar og
sjórinn fagurblár. Mali Lošinj er sjarmerandi bær, með gömlum byggingum á borð við St. Martins kirkjuna frá 15. öld. Þá má mæla með heimsókn í Museum Of Apoxyomenos
og skoða bronsstyttuna frá 1. öld sem þar er til sýnis. Í veitingum er heilmargt í boði, m.a. Michelin-stjörnu staðurinn Alfred Keller, auk alls kyns minni staða með fjölbreytta rétti á seðlinum. Auðvelt er að ferðast um og heimsækja smærri þorp eða ganga einhverjar af fjöldamörgu gönguleiðum sem í boði eru. Vinsælust þeirra er nefnd Footpath of Vitality, um 3 km ganga frá Mali Lošinj til smærri bæjar í grenndinni, Veli Lošij. Lošinj Aromatic Garden
er líka heillandi staður, sem sýnir hina miklu jurtaflóru sem finna má á þessari dásamlegu paradísareyju.
Hvað er hægt að gera í Lošinj
Njóttu sólsetursins uppi á Providenca hæðinni. Það er ógleymanlegt.
Farðu og heimsæktu höfrungana í The Blue World Marine í Veli Lošij. Þeir taka vel á móti þér!
ÄŒikat Bay, Veli žal og Poljana eru allt gæða strendur sem mæla má með
Hverfið við höfnina í bænum Veli Lošij er litríkt, líflegt og ótrúlega skemmtilegt
Leigðu þér kajak, sigldu meðfram eyjunni og finndu þína einkaströnd eða vík
Kíktu í spa! Lošinj býr yfir alda gamalli reynslu af heilsubætandi meðferðum
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi, 1 innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur.
Flugtími er um 4 klst og 30 mín
Brottför
Brottför 1.maí fyrri part dags og lent um miðjan dag á Rijeka alþjóða flugvellinum.
Heimför
Heimför seinni partinn 4. maí og lent um kvöld í Keflavík
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli 60 mín
Farastjórn
Einn óendanlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikraftar
og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó-Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Hotel Aurora****
Hotel Aurora er staðsett í Suncana Uvala, aðeins 50 metrum frá sjónum og ströndinni. Miðbær Mali Lošinj er í 20 mínútna göngufjarlægð. Aurora býður upp á heilsulind með nokkrum sundlaugum, snyrtimeðferðum, líkamsræktaraðstöðu og veitingastað.
Öll herbergin á Aurora Hotel eru með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi og síma, öryggishólfi og ókeypis WiFi. Sérbaðherbergi með sturtu og hárþurrku.
À la carte veitingastaðurinn Veli Zal er staðsettur á ströndinni og býður upp á frábæra verönd og sjávarútsýni. Morgunverðarhlaðborð er borið fram á veitingastaðnum á hverjum morgni.
Suncana Uvala býður upp á frábæran stað fyrir sund, sólbað og skemmtilegar vatnaíþróttir. Ströndin er grýtt, með náttúrulegum klettasléttum, að hluta til malarkennd, búin sturtum og búningsklefum. Hluti af ströndinni er frátekinn fyrir náttúrurannsóknir.
Hótelið fær 8,6 í heildareinkunn á booking.com og 9,3 fyrir staðsetningu
Verðin
179 990 kr
á mann í tvíbýli
25 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Hotel Bellevue*****
Hotel Bellevue býður upp á glænýja heilsulindarstofu, 2 veitingastaði með Miðjarðarhafs- og japanska matargerð, setustofubar og 2 sundlaugar. Hótelið er staðsett í Mali Lošinj, sem er talið heilsudvalarstaður, umkringt furutrjám og býður upp á strönd með sólbekkjum.
Loftkæld herbergin eru með gervihnattasjónvarpi, minibar og öryggishólfi. Baðherbergið er með hárþurrku, baðslopp, inniskóm og strandhandklæði. Koddaúrval er í boði sé þess óskað.
Þar sem öll eyjan er þekkt fyrir græðandi loftslag, býður Hotel Bellevue upp á heilsulindarstofu með úrvali af snyrtivörum, heildrænum og læknisfræðilegum meðferðum sem framkvæmdar eru undir eftirliti sérfræðinga.
Gestir geta notið sérhönnuðra endurnýjunarmeðferða, streituvarnarprógramma til að vernda ónæmiskerfið, margs konar andlits- og líkamsnudds, slökunarsvæða, vetrargarðs og sjósundlaugar inni og úti.
Hótelið fær 9,3 í heildareinkunn á booking.com og 9,7 fyrir staðsetningu
Verðin
209 990 kr
á mann í tvíbýli
45 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið er fyrir 160 manns , flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir