
Split1. maí - 5. maí 2025
Split er stærsta borg Dalmatíu. Hún er talin vera 1700 ára gömul og íbúafjöldi hennar gerir Split að næststærstu borg Króatíu.
Í sögulegum kjarna Split, og listað á Heimsminjalista Menningarmálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), stendur stórbrotin höll rómverska keisarans Diocletian, bygging frá því um fjórðu öld fyrir Krist. Í gegnum aldirnar hefur gamli bær Split byggst inn í og kringum höllina, þar má finna þrjú rómversk musteri og stærðarinnar grafhýsi.
Rómverjar byggðu mikið af byggingum Split og má þar finna fornminjar sem ná aftur til 500 f.kr. Borgin er afar ferðamannavæn og falleg. Split býður einnig upp á mjög líflegt og spennandi næturlíf. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, og við mælum hiklaust með skoðunarferð um rómversku rústirnar sem borgin er byggð í kringum.
Hvað er hægt að gera í Split
Fara í vínsmökkun á Zinfandel Wine Bar í gamla bænum. Króatísku vínin koma skemmtilega á óvart!
Fara á markaðinn og kaupa alvöru nýtýndar Istriskar trufflur!!
Kafaða, snorkla eða sigla í tærasta hafi Evrópu - Adríahafinu
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Áætlunarflug Play, 1 innrituð taska 20 kg og 10 kg lítill persónulegur hlutur/taska
Brottför
Brottför frá Keflavík fimmtudaginn 1.maí kl.09:35 og lent í Split 16:20
Heimför
Heimför frá Split mánudaginn 5.maí kl.17:25 og lent í Keflavík 20:30
Gisting
5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Split ca. 25 mín
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par sem fær óvæntan glaðning frá
Tripical í ferðinni
Hótel
*****
Le Meridien Lav hótel er staðsett í Podstrana, 8 km suður af Split. Hótelið sem opnaði 2017 er með með 800 metra langa strandlínu, landslagshannaða garða og þaðan er útsýni yfir borgina og eyjarnar í kring. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir allt frá króatískum og miðjarðarhafs mat yfir í skemmtilegan grillmat á ströndinni.
Við smábátahöfnina eru verslanir, barir og veitingahús.
Herbergin eru að meðaltali 30 fm og eru með lofthæðarháa glugga sem opnast út á stórar svalir, 40" snjallsjónvarp,Wi-Fi og háhraðanettengingu, hágæða húsgögn, sérstýrða loftkælingu, hárþurrku, mínibar og öryggishólf.
Hótelið er með heilsulind á heimsmælikvarða sem inniheldur gufuböð, eimböð, nuddpott, nagla-og fótsnyrtingarstofur, djúpslökunarherbergi, líkamsrækt og dásamlega infinity sundlaug. Mikið úrval meðferða er í boði í heilsulindinni,
Einnig er mikið í boði á hótelinu eins og tennisvelli, vatnasport, hjól og bátsferðir.
Á hótelinu er næturklúbbur sem hægt er að leigja undir hópinn.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 8,7 fyrir staðsetningu.
Verðin
199 990 kr
á mann í tvíbýli
60 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við 80 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel. Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir