
til Berlín29. maí - 1. júní 2025
Berlín er borgin sem hefur allt, hvort sem það eru menningar-viðburðir, sýningar, tónlist, kvikmynda-hátíðir, arkitektúr, stríðsminjar, það finna allir eitthvað að sjá og gera við sitt hæfi.
Borgin er suðupottur af menningu og listum og hún státar líka af fjörugu næturlífi. Berlín er þekkt fyrir stórbrotna sögu og gamlar byggingar ásamt því að vera mjög framalega í nútíma byggingarstíl og list. Á kaldastríðsárunum var borgin tvískipt, í austur og vesturhluta. Í dag má sjá leifar af Berlínarmúrnum sem lá þvert í gegnum hana, ásamt öðrum kennileitum sem sýna hve borgarhlutarnir voru í raun ólíkir.
Berlínarborg man tímana tvenna og það er einstök upplifun að heimsækja þennan stórbrotna stað.
Kurfürstendamm eða Ku'damm er vinsæl verslunargata, af mörgum talin sú glæsilegasta í Evrópu.
Í Berlín er auk þess hægt að skoða fjöldann allann af söfnum frá seinni heimsstyrjöldinni og upplifa spennuþrungna og dramatíska sögu Þjóðverja.
Hvað er hægt að gera í Berlín
Útvarpsturninn á Alexander Platz
Panoramapunkt Berlín, útsýnisstaður
Hjólatúr um Berlín með íslenskri leiðsögn
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Áætlunarflug með Play, innrituð taska 20 kg og 8kg handfarangur sem kemst undir sætið
Flogið út
Brottför:
Frá Keflavík 29. maí kl. 06:00, lent kl. 11:30 í Berlín.
Flogið heim
Heimför:
Frá Berlín 01. júní kl.12:20 og lent á Keflavík kl 14:00.
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi, gisti- og borgarskatturinn.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Berlín 25-30 mín akstur
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Hótel
Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz
*****
Park Inn by Radisson Berlin Alexanderplatz
Þetta 4ra stjörnu úrvalshótel státar af 3 veitingastöðum, heilsulind og herbergjum með loftkælingu og flatskjáum. Það er hæsta hótel Berlínar og er staðsett beint við Alexanderplatz-torgið.
Öll herbergin og svíturnar á Park Inn Radisson Berlin Alexanderplatz eru með marmaralögð baðherbergi með kraftsturtu og hita í gólfum. Ókeypis WiFi er til staðar hvarvetna á hótelinu.
Sérréttir sem eldaðir eru eftir hefðum svæðisins eru framreiddir á veitingastaðnum Zillestube og alþjóðlegur matur á Humboldt. Máltíðir og drykkir eru í boði á Spagos Bar & Lounge og er það útbúið fyrir framan gesti í opna eldhúsinu.
Í vellíðunaraðstöðu Park Inn er að finna gufubað, líkamsræktaraðstöðu og nuddþjónustu. Gestir geta einnig slappað af á veröndinni á efstu hæðinni en þaðan er frábært útsýni yfir miðbæ Berlínar.
Park Inn by Radisson er staðsett á móti Alexanderplatz-stöðinni en þaðan eru tengingar með strætisvögnum, sporvögnum, neðanjarðarlestum og S-Bahn-lestum við alla hluta Berlínar. Safnaeyjan og hið líflega Hackescher Markt-svæði eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 7,4 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
119 990 kr
á mann í tvíbýli
40 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
*****
Þetta hótel er staðsett í hjarta hins sögulega hluta Berlínar Ku'damm og býður upp á 420 enduruppgerð herbergi og svítur, með aðgangi að líkamsræktaraðstöðu.
Upplifðu fágað andrúmsloft á fulluppgerða hótelinu okkar, þar sem smekklega hönnuð herbergi og svítur bjóða upp á friðsælan griðastað, sem gerir þér kleift að slaka á og slaka á í þægindum. Öll herbergin eru með flatskjásjónvarpi, minibar-ísskáp, skrifborði og ókeypis háhraða WiFi.
Dekraðu við þig í nútímalegri matargerð á "THE Restaurant" og slakaðu á á hinum rúmgóða "THE Bar". Með frábærri staðsetningu nálægt sögulegu aðdráttarafli, eins og hinni merku Memorial Church, og greiðan aðgang að almenningssamgöngum, leyfðu okkur að endurskilgreina Berlínarupplifun þína með dvöl sem fer fram úr öllum væntingum.
Hótelið fær heildareinkunn 8,8 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
134 990 kr
á mann í tvíbýli
60 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við 40 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir