TilCorfu
6. júní - 9. júní &
7. júní - 10. júní 2025

Grikkir kalla hana Kerkyra, en annars er hún þekkt sem Corfu.
Hrífandi eyja sem í áraraðir hefur glatt og skemmt gestum sínum með náttúrutöfrum, glæsiströndum og einstakri upplifun.

Þessi fallega eyja á sér heilmikla sögu, en þar hafa bæði Frakkar, Bretar og Ítalir ráðið ríkjum. Fornar byggingar og minjar standa þar enn, vel varðveittar. Má þar nefna gamla bæinn í Corfu Town sem er á heimsminjaskrá UNESCO, gamla virkið (Palaio Frourio), og nýja virkið (Neo Frourio). Hér er líka margra áratuga hefð fyrir ferðaþjónustu, enda eyjan full af hvers kyns ánægjulegri afþreyingu fyrir alla, og heimamenn þekktir fyrir gestrisni og góða þjónustu.  Hér eru fallegar strendur, bæði gylltar sandstrendur og vel hannaðar grjótstrendur í dásamlegu umhverfi, þar sem þú getur valið hvaða skemmtun sem þú óskar þér, hvort sem þú vilt gott tjill eða þeytast um fagurgrænan hafflötinn á risavindsæng, jet-ski   eða   öðru   tryllitæki,   eða  skoða litskrúðugt lífríkið neðansjávar. Næsti bar 
eða veitingastaður eru auðvitað í seilingsfjarlægð. Hér er boðið upp á ljúfenga Miðjarðarhafsrétti, sem blandaðir eru hinum ýmsu menningar- straumum. Þá er næturlífið taktfast og fjörugt og fullt af iðandi skemmtun. Það er ekki að ástæðulausu að Corfu þykir frábær áningastaður fyrir hvers kyns hópaferðir, hvatningaferðir, skólaferðir og ráðstefnur. Sumir láta sér ekki nægja að koma bara einu sinni, ýmsir Ferrari- og fornbílaklúbbar hittast til að mynda þar með reglulegu millibili. Alls kyns skemmtiferðir eru í boði, heimsóknir í ólífugarða, á vínekrur, í bjórframleiðslur, jeppasafarí eða aðrar náttúru-skoðunarferðir. Svo geturðu líka bara farið þínar eigin leiðir og notið þeirrar fegurðar og lífsins gæða sem þessi yndiseyja býður upp á.   

Hvað er hægt að gera á Corfu

Heimsókn í Achilleion höllina er pínku möst, þó ekki væri nema fyrir útsýnið þaðan.
17. aldar marmarakirkjan í Kynopiastes er dásamleg, eins og reyndar bærinn allur eins og hann leggur sig
Bærinn Nymphes er umkringdur fögrum fossum og vötnum, og býður upp á sögulegar byggingar og eðal matsölustaði
Viltu nöfn á góðum ströndum? Vromolimni (partýströnd), Dassia (mjög vinsæl), Liapades, Porto Timoni, Bouka, Petriti. Og fleiri og fleiri
Besta næturlífið á Corfu ku vera  í Kavos, Acharavi, Sidari,   í Corfu Town og í gamla bænum þar 
Farðu í rómantíska sólseturs siglingu. Margar slíkar ferðir bjóða upp á kvöldverð og aðra skemmtun

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical 1 innrituð taska 15 kg og 5 kg handfarangur. 

Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Brottför

Frá Keflavík til Corfu á fimmtudegi og föstudegi 6. og 7 júní, flugtímar koma síðar.

Flugtímar áætlaðir út snemma og heim um miðjan dag. Fluglengd um 5 - 5,5 klst

Heimför

Heimför frá Corfu til Keflavíkur á sunnudegi og mánudegi, 9. og 10. júní, flugtímar koma síðar.


Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður borgarskatturinn og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Corfu 60 - 70 mín

Farastjórn

Þrír óendanlega hjálpfúsir og skemmtilegir fararstjórar frá Tripical.

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalottó-Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical 

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni. Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.  
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

-all inclusive-
*****

Lúxus 5 stjörnu, all inclusive. opnar heim endalausra valkosta á töfrandi stað við vatnið. Hágæða matar- og drykkjarúrval sem hægt er að njóta yfir daginn, þar á meðal íburðarmikill morgun-, hádegis- og kvöldverður, à la carte veitingastöðum, dýrindis snarl á áætluðum tímabilum, Patisserie-Chocolaterie og Creperie-Gelateria staðir, ótakmarkaður drykkur frá kl. mikið úrval úrvalsmerkja, völdum vínmerkjum, hressandi kokteilum og hollum safi. Gestir njóta sundlaugar- og strandþjónustu, auk skemmtilegrar líkamsræktar- og vellíðunarstarfsemi. Fjölskyldur nýta sér ótrúlegan vatnagarð með ókeypis ótakmarkaðan aðgang.

Hótelið fær 8,6 í heildareinkun á booking.com og 8,9 fyrir staðsetningu

Verðin

  259 990 kr

á mann í tvíbýli

60 000 kr

aukagjald í einbýli

  Tilboðið miðast við 420 manns en ekki hafa verið tekið frá hótel né flug. Verðin miðast við minnst 80% nýtingu í leiguvél. Ef það næst ekki, fellur ferðin niður með 3 mánaða fyrirvara. Endanleg verð reiknast út frá staðfestri dagsetningu og geta því hækkað eða lækkað og liggur endanlegt verð ekki fyrir fyrr en ferð er staðfest.


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 633 3313

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8900
GSM. 848 1520