
Til Belfast
12. júní - 16. júní 2025
Belfast var á sínum tíma miðjan í hringiðu hinnar hatrömmu sjálfstæðisbarátta Norður-Íra. Í dag ríkir þar friður, og Belfast tekur brosandi á móti gestum sínum.
Borgin býður upp á allt sem tilheyrir góðu fríi. Ef þið viljið afslappaða og friðsæla gönguferð má mæla með hinum ýmsu fjölskrúðugu almenningsgörðum sem finna má víðs vegar, og gamlar hallarbyggingar eru þá ekki langt undan. Ef þið viljið fræðast, er hægt að heimsækja merkileg söfn. Og svo er það sem skiptir mestu máli: Fjöldinn allur af veitingastöðum og krám, sem bjóða upp á alls konar kræsingar, og hina rómuðu írsku stemmingu beint í æð. .
Það eru ekki allir sem vita að hið sögufræga farþegaskip Titanic var byggt í Belfastborg. Sögu skipsins eru gerð góð skil á hinu risastóra Titanic Belfast
safni, sem er að sjálfsögðu staðsett við höfnina. Svæðið við höfnina, hið svokallaða Titanic Quarter, er gaman að heimsækja - þar er að finna ýmis konar afþreyingu sem byggir á hinni heimsfrægu sögu um skipið sem ekki átti að geta sokkið.
Hvað er hægt að gera í Belfast
Heimsækja Titanic safnið. Þá þykir Ulster safnið vera mjög skemmtilegt
Í miðbænum á besta stað er stórbrotin bygging, Belfast City Hall. Þar er boðið upp á skoðunarferðir.
Dagsferðir til glæsilegra kastala og Game of Thrones tökustaða
Skrúðgarðurinn við Ulster safniið er einstaklega fallegur
Ekta írska pöbbastemmingu finnurðu á næsta bar, og hann er pottþétt ekki langt undan
Gönguferðir um borgina, niður á hafnarsvæðið, með viðkomu á einni krá... eða tveimur
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka í leiguflugi Icelandair 76 sæta vélar, 1 innrituð taska 15 kg og handfarangur.
Brottför
Brottför 1: 75 sæti 12. júní frá Akyreyri fyrripart dags
Brottför 2: 75 sæti 12. júní frá Akyreyri fyrripart dags 75 manns
Brottför 3: 75 sæti 13. júní frá Akyreyri fyrripart dags 75 manns
Brottför 4: 75 sæti 13. júní frá Akyreyri fyrripart dags 75 manns
Heimkoma
Heimför 1: 75 sæti 16. júní frá Belfast seinnipart dags og lent á Akureyri
Heimför 2: 75 sæti 16. júní frá Belfast seinnipart dags og lent á Akureyri
Heimför 3: 75 sæti 17. júní frá Belfast seinnipart dags og lent á Akureyri
Heimför 4: 75 sæti 17. júní frá Belfast seinnipart dags og lent á Akureyri
Gisting
4 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Belfast
Farastjórn
2 frábærir, skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir farastjórar.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical.
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frítt skemmtiatriði í ferðinni. Hópar sem telja 75 eða fleiri og eru með skipulagða árshátíð á vegum Tripical geta valið sér skemmtikraft hér af síðunni.
Viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Leonardo Hotel Belfast****
Leonardo Hotel Belfast er staðsett við hlið ráðhúss og óperuhúss Belfast. Það státar af rúmgóðum herbergjum með flatskjásjónvarpi, sólarhringsmóttöku og veitingastað sem framreiðir nútímalega matargerð. Wi-Fi er í boði á öllu hótelinu.
Stílhrein svefnherbergin á Leonardo Hotel Belfast eru með Dream rúmum með skörpum hvítum rúmfötum og stóru vinnurými. Rúmgóð baðherbergin státa af heilsulindarsnyrtivörum.
Morgunverðarhlaðborð er í boði, veldu úr morgunkorni, heitum morgunverðarvörum, kökum og hollum morgunverðarvörum til að byrja daginn á réttan hátt.
Nútímalegi veitingastaðurinn býður upp á alþjóðlegan kvöldverðarseðil. Barinn býður upp á hádegismat og snarl ásamt úrvali af kaffi og drykkjum.
Leonardo Hotel Belfast - Fyrrum Jurys Inn býður upp á fatahreinsun og þvottaþjónustu. Almenningsbílastæði eru í boði á 2 öruggum bílastæðum í nágrenninu, með afsláttarverði í boði.
Gestir geta notið þess að versla á Donegall Place, Castlecourt og Victoria Square, allt í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. George Best City-flugvöllurinn er í aðeins 4,8 km fjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunn 8,2 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
199 990 kr
á mann í tvíbili
30 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
Holiday Inn Belfast****
Holiday Inn Belfast er staðsett miðsvæðis, nálægt helstu almenningssamgöngum og vegtengingum, Ulster Hall, Grand Opera House og Victoria Square verslunarmiðstöðin eru öll í innan við 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Með ókeypis Wi-Fi interneti hvarvetna á hótelinu og öruggum afsláttarbílastæði í nágrenninu. Hótelið býður upp á Starbucks-kaffistöð, herbergisþjónustu allan sólarhringinn og líkamsræktarstöð.
Öll svefnherbergin eru með flatskjásjónvarpi, vasadýnu, öryggishólfi, baðherbergi og te/kaffiaðstöðu. Premium herbergi eru einnig fáanleg með eftirfarandi aukahlutum: Espressókaffivél, litlum ísskáp með ókeypis gosdrykkjum, baðslopp og inniskóm.
Barinn og fjölmiðlastofan býður upp á Starbucks-kaffi og fjölbreytt úrval drykkja, þar á meðal staðbundinn bjór. Gestir geta notið þægilegra sæta, leikja, tímarita og sjónvarps. Þeir geta líka unnið í E-barnum, sem er með rafmagnstengi og þráðlausan prentara.
To Go Café býður upp á skyndibitamat og drykki allan sólarhringinn.
Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,9 fyrir staðsetningu.
Verðin
184 990 kr
á mann í tvíbili
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið er fyrir 300 manns , flogið er í leiguflugi og er miðað við að minnst 80% sætanýting sé í flugi með leiguflugi.
Endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir