
til Helsinki27. apríl til 2. maí 2025
Helsinki sem kölluð hefur verið dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun sem hefur haft áhrif um allan heim.
Ekki skemmir að borgin er ennfremur þekkt fyrir góða veitingastaði þar sem hráefnið kemur úr nærumhverfinu, eftir árstíðum og sjálfbært. Fyrir finnum er þetta "way of life"
Margir sem ferðast um Norðurlönd láta Helsinki fram hjá sér fara sem er bæði synd og skömm en um leið blessun þar sem þeir sem heimsækja borgina losna við troðning alltof margra ferðamanna og ná betur að njóta hennar með öllum sínum skemmtilegu skringilheitum.
Finnar sem þekktir eru fyrir allt annað en að vera of málglaðir hafa ástríðu fyrir Finnskum Tango sem er ekki það sama og Argentískur Tango. Það er varla hægt að koma til Finnlands án þess að fara í saunu, svo samofin er hún lífi heimamanna, heilsusamlegt fyrir bæði líkama og sál.
Hvað er hægt að gera í Helsinki
Klettakirkjan er afar sérstök lúthersk kirkja í Helsinki og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. Ásamt auðkenndu hvítu lúthersku dómkirkju borgarinnar er Uspenski kirkjan eitt af helstu kennileitum Helsinki.
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum svo gestir koma iðulega aftur og aftur.
Suomenlinna er mikið virki sem Svíar reistu á nokkrum eyjum rétt fyrir utan Helsinki og þýðir nafn þess finnski kastalinn.
Í matargerð leggja Finnar áherslu á staðbundnar afurður og sjálfbærni í landbúnaði þar sem árstíðarbundnar afurðir njóta sín best. Í Finnlandi er nóg framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar og margt fleira. Mjög skemmtileg er að sigla til Tallin og eyða deginum þar.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug með Icelandair ásamt 1 innritaðri, 23 kg, tösku
og 10 kg handfarangri.
Brottför
Flogið sunnudaginn 27. apríl frá Keflavík kl. 07:30, lent í Helsinki kl. 14:00
Heimför
Flogið heim fimmtudaginn 2. maí frá Helsinki kl. 15:05, lent í Keflavík kl. 15:45
Gisting
5 nætur á 4ra eða 5 stjörnu hóteli.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Helsinki sem og rútuferð til að heimsækja verksmiðju Parainen.
Farastjórn
Einn óendandlega hjálpfús og skemmtilegur fararstjóri frá Tripical.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical
Hótel
****
Þetta glæsilega hótel er við hliðina á aðallestarstöð Helsinki, í 5 mínútna göngufjarlægð frá Esplanadi-verslunargötunum. Það býður upp á þakverönd, flatskjásjónvörp á herbergjum, auk ókeypis gufubaðs og WiFi.
Upprunalega Sokos Hotel Vaakuna Helsinki var byggt fyrir Ólympíuleikana 1952 og er staðsett í byggingu sem er á minjaskrá. Hljóðeinangruðu herbergin eru með loftkælingu, minibar og nútímalegum innréttingum.
Stílhreini á la carte veitingastaðurinn býður upp á blöndu af finnskum og alþjóðlegum réttum. Eftir kvöldverð er hægt að njóta drykkja á barnum sem býður upp á stórkostlegt útsýni yfir iðandi miðbæ Helsinki.
Vingjarnlega starfsfólkið er fús til að veita ferðamannaupplýsingar og aðra þjónustu.
Flugvallarrútan stoppar beint á móti Sokos Vaakuna Helsinki. Sokos-stórverslunin er til húsa í sömu byggingu en þar njóta gestir 10% afsláttar.
Hótelið fær heildareinkunn 8,7 og 9,7 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir