
til Gdansk
4. júní til 8. júní 2025
Pólverjar eiga ekki bara Evrópumet í fjölda s-hljóða í tungumáli, þeir eiga líka margar af fegurstu borgum Evrópu og þar á meðal er Gdansk!
Það er ekki að ástæðulausu að Gdansk er að verða einn af vinsælli áfangastöðum ferðamanna í Evrópu. Þessi skemmtilega og fallega hafnarborg stendur eins og lítið smáríki við Eystrasaltið, þar sem áin Motlawa rennur meðfram litríkum hafnarhúsunum.
Hvort sem þú vilt stuð og djamm, eða bara taka því rólega og njóta frísins í huggulegheitum og sjarmerandi umhverfi – þá er Gdansk kjörinn áfangastaður fyrir þig.
Borgin stóð í miðjum upptökum seinni heimsstyrjaldarinnar og varð fyrir miklum áhrifum af því langa stríði. En þótt um sé að ræða gamla borg með stórbrotna fortíð og söguleg ör því til sönnunar, er Gdansk dagsins í dag einstaklega lífleg og sjarmerandi, með litríku menningar- og listalífi, og götur hennar og torg iðandi af fjörugu mannlífi, skemmtilegum mörkuðum og listviðburðum.
Hvað er hægt að gera í Gdansk
Heimsækja hið magnaða seinni heimstyrjaldar safn borgarinnar
Fara og skoða Oliwa Dómkirkjunna eða skoða gamlar byggingar og söfn, með viðkomu á góðu kaffihúsi eða bar
Kommúnista-túrinn, ferðastu um borgina á gömlum Trabant
Ganga um Dlugi-Torgið og skoða markaðinn
Kvöldið bíður þín svo með spennandi stundum á veitingahúsum, klúbbum og börum borgarinnar
Göngutúr í miðbænum með íslenskri leiðsögn og vodka smökkun
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flogið í áætlunarflugi fram og til baka með Wizz air, 1 innrituð taska 20 kg og taska sem að passar undir sætið fyrir framan þig (8 kg)
Flogið út
Brottför miðvikudaginn 4. júní frá Keflavík. Flogið út klukkan 19:25 og lent í Gdansk klukkan 01:05.
Flogið Heim
Heimkoma sunnudaginn 8. júní frá Gdansk. Flogið heim klukkan 16:50 og lent í Keflavík klukkan 18:45.
Gisting
4 nætur á 4/5 stjörnu hóteli þar sem morgunverður og wi-fi er innifalið.
Rútur
Rútuferð til og frá flugvelli í Gdansk, 20 mín
Farastjórn
Sé þess óskað gegn gjaldi.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalottó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðning frá Tripical
Hótel
****
Puro Gdansk Stare Miasto er staðsett í miðbæ Gdansk, aðeins 150 m frá Græna hliðinu og 300 m frá Langa markaðnum. Gististaðurinn státar af veitingastað og er með ókeypis WiFi og ókeypis reiðhjól.
Öll herbergin á þessu nútímalega hóteli eru loftkæld og búin iPad og flatskjá. Sérbaðherbergin eru með sturtu, hárþurrku og ókeypis snyrtivörum.
Puro Gdansk Stare Miasto býður upp á flýtiinnritun og -útritunarþjónustu, ásamt sólarhringsmóttöku og fundaraðstöðu. Þjónusta eins og þvottahús er í boði.
Fyrir þá sem hafa áhuga á skoðunarferðum er hótelið 350 m frá Artus Court, 400 m frá aðalráðhúsinu og 1,2 km frá Þjóðminjasafninu. Gdansk Lech Walesa-flugvöllurinn er í 17 km fjarlægð.
Hótelið fær 9.1 í einkunn á booking.com og 9.7 í einkunn fyrir staðsetningu
Verðin
149 990
kr
149 990 kr
á mann í tvíbýli
45 000 kr
aukagjald í einbýli
Tilboðið sýnir verðhugmyndir og miðast við 24 manns. Endalegt verð liggur fyrir þegar ferð er staðfest og hægt er að bóka flug. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir