til Kraká 7. október til 12. október 2025
Borgin Kraká er af mörgum talin ein sú fallegasta í Evrópu og situr alla jafna á toppnum yfir áhugaverðustu áfangastaði í heiminum. Saga, menning, matur og hagstætt verðlag einkenna borgina.
Kraká stendur við árbakka Vistulu, og sögu hennar má rekja aftur til sjöundu aldar! Fornar sagnir segja frá því hvernig borgin óx og dafnaði eftir frækilegan sigur á miklum dreka sem bjó í helli í nágrenninu og hrelldi og drap íbúa með reglulegum heimsóknum. Hvað sem hæft er í þeim lysingum, er það staðreynd að goðsagnakennt og seiðmagnað andrúmsloft svífur yfir þessari mögnuðu borg. Wawel kastalinn er eitt af stærri nafnspjöldum borgarinnar, sem og gamli bærinn með sínum aldagömlu kirkjum og áhugaverðu söfnum. Þá má ekki gleyma hinu mikla Rynek Główny, sem er hvorki meira né minna en stærsta markaðstorg Evrópu.
Gamli bærinn í Kraká er eitt af friðarsvæðum UNESCO. Það er ekki að ástæðulausu og við mælum hiklaust með skoðunarferð þangað. Þar má finna hundruði veitingastaða og helling af börum og klúbbum.
Íbúafjöldi er 760.000 en hafa ber í huga að um það bil 8 milljónir búa í 100km radíus í kringum borgarmörkin.
Borgin er þekktust fyrir glæsileika sinn, stórbrotna sögu og menningu, en meiri ró er yfir næturlífi hennar. Kraká er fullkomin borg til þess að slaka á, ganga í rólegheitum um götur og hverfi og leyfa skilningarvitunum að draga þig frá hversdagslegu amstri yfir í núið.
Hvað er hægt að gera í Kraká
Röltu um og skoðaðu Kazimierz gyðingahverfið
Verksmiðja Oskars Schindler er mögnuð
Skoðaðu Saltnámurnar, ef þú þorir en þær eru neðanjarðar
Heimsæktu Wawel kastalann og stærsta markaðstorg Evrópu Rynek Glowny
Gamli bærinn er, eins og sagt er, algjört möst!
Stutt er að fara til Auschwitch-Birkenau
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug með Wizz air, 1 innrituð taska 20 kg og handfarangur 8kg sem passar undir sæti fyrir framan.
Brottför
Brottför frá Keflavík þriðjudaginn 7.október kl. 09:10. Lent í Katowice kl. 15:15
Heimkoma
Heimför sunnudaginn 20.10.2024 kl. 16:05 frá Katowice. Lent í Keflavík kl. 18:20.
Gisting
3 nætur á 4ra/5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wifi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Katowice, ca. 1 klst akstur.
Fararstjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni.
Hótel
Hilton Garden Inn Krakow****
Hilton Garden Inn Krakow er með útsýni yfir Wawel-kastalann í Krakow. Herbergin eru rúmgóð og með ókeypis WiFi og te/kaffiaðbúnaði. Herbergin á Hilton Hotel eru með ísskáp og 32" TV
Allir gestir Hilton Garden Inn Krakow hafa ókeypis aðgang að líkamsræktarstöð hótelsins, sem er opin allan sólarhringinn.
Hilton Garden Inn er staðsett rétt við ána Vistula, í nokkurra mínútna göngufjarlægð frá aðalmarkaðstorginu. Kazimierz gyðingahverfið er í aðeins nokkurra skrefa fjarlægð.
Hilton Garden Inn Krakow er með veitingastað, Ogród Hiltona, sem framreiðir evrópska sérrétti. Pavilion Pantry búð, opin allan sólarhringinn.
Hótelið fær heildareinkunina 8,9 og 9.0 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
75 000 kr
Hótel
Holiday Inn Krakow City Centre, an IHG Hotel*****
Holiday Inn Kraków City Centre er staðsett í 5 mínútna göngufjarlægð frá aðalmarkaðstorginu í Kraká og í aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá Kazimierz-gyðingahverfinu.
Herbergin eru rúmgóð og með ókeypis WiFi, loftkæling og te/kaffiaðbúnaði. Öll herbergi með minibar. Líkamsræktin er ókeypis fyrir hótelgesti.
Gestir Holiday Inn Krakow City Center geta notið fjölbreytts morgunverðarhlaðborðs á hverjum morgni. Öll herbergi með minibar.
Kraków Główny-lestarstöðin er aðeins einni sporvagnastoppi frá.
Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 9.6 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
70 000 kr
Hótel
Vienna House Andel’s Cracow****
Vienna House Andel's Cracow er nútímalegt, vel staðsett og vel búið 4 stjörnu hótel. Fjölbreytt morgunverðarhlaðborð er framreitt á hverjum morgni á Mavericks Restaurant en þar er hægt að fá rétti í Kaliforníustíl með asískum, mexíkóskum og evrópskum áhrifum.
Á kvöldin geta gestir slakað á og fengið sér drykk á barnum Smok.
Herbergin á eru með flatskjá og öryggishólf fyrir fartölvu.
Sum eru staðsett á efri hæðum og eru með víðáttumiklu útsýni yfir fallega gamla bæinn.
Vienna House Andel's Cracow er staðsett í hjarta borgarinnar, skammt frá aðallestarstöðinni og Galeria Krakowska, aðalverslunarmiðstöðinni í Kraká.
Hótelið fær heildareinkunina 9.1 og 9.8 fyrir staðsetningu á Booking.com
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbýli
65 000 kr
Verðin miðast við 15-20 manns. Ekki hefur verið tekið frá flug og hótel.
Verðin eru viðmiðunarverð fyrir umbeðið tímabil. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin.
ATH. þar sem WIZZ air býður ekki upp á að halda sætum nema í 2 daga þá getur verð hækkað þegar bókað er.