Til Sitges

3. október til 6. október 2025

Aðeins í 35 km fjarlægð, suð-vestur af Barcelona, stendur hin líflega Sitges, með sínum girnilegu ströndum, eldheitu næturlífi og frábærum festivölum.  Yndislegur staður!

Í þessum dásemdar smábæ er fjölbreytileikanum fagnað með dansi og tónlist. Íbúar leggja stolt sitt og metnað í að bjóða alla hjartanlega velkomna, hvaðan úr heiminum sem fólk kemur eða hver sem kynhneigð þess er. Hér allir eru vinir og áhyggjum og leiðindum er ekki hleypt inn á svæðið.
Litlar þröngar göturnar eru fullar af litlum búðum, veitingastöðum og börum þar sem auðveldlega má finna eitthvað við sitt hæfi, milli þess sem legið er á einni af 17 ströndum sem boðið er upp á.
Sitges er stundum nefnd festivalabærinn. Allt árið um kring eru einhverjar hátíðir í gangi. Þekktast er líklega Sitges Carnival, þar sem dans, skrautlegir búningar og sjóðheit suðræn stemming taka öll völd. Hér er líka árlega haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð, kappaksturskeppnir, stórtónleikar, leiklistarhátíðir, ásamt ýmis konar minni hátíðum og listasýningum. Næturlífið er einstaklega fjörugt og gleðin óstöðvandi allt fram undir morgun.  

Hvað er hægt að gera í Sitges

Saga bæjarins er merkileg og fullt af gönguferðum með leiðsögn í boði
17. aldar kirkja heilags Bartomeu stendur við ströndina og gaman að skoða
Vínsmökkunar hjólreiðatúr til vínbænda í næsta nágrenni
Barcelona er skammt frá og auðvelt að skella sér í dagsferð þangað með lest
Liggja og slaka á og tana og njóta
Gönguferð um bæinn, borða, drekka, versla, elska

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Barcelona með Play með 1 innritaðri 20 kg tösku og 10 kg handfarangri sem passar undir sæti fyrir framan.

Brottför

Brottför föstudaginn 3. október frá Keflavík kl. 15:20, lent í Barcelona kl. 21:40

Heimkoma

Heimför mánudaginn 6. október frá Barcelona kl.22:40, lent í Keflavík 01:20.

Gisting

3 nætur á 4/5  stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Barcelona 30-35 mín

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 1 heppið par/einstakling sem fær óvæntan glaðning frá Tripical 

Hótel

****

Calipolis er staðsett miðsvæðis í Sitges og við ströndina. Það býður upp á sólarhringsmóttöku, útisundlaug, líkamsræktarstöð, herbergi sem eru með loftkælingu og ókeypis WiFi.
Herbergin á Calipolis eru glæsileg og þau státa af flatskjá og sérbaðherbergi með hárþurrku. 
Boðið er upp á ókeypis afnot af sundlaugarhandklæðum.
Veitingastaður hótelsins, Infinity Restaurant, býður upp á Miðjarðarhafsrétti við hliðina á sundlauginni. 
Það er einnig bar til staðar og sumarverönd með útsýni yfir sjóinn og göngusvæðið.
Hægt er að leigja hjól í móttökunni.

Heildareinkunn 8,3 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 
.

Verðin

149 990 kr

á mann í tvíbýli

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Melia Sitges er staðsett á rólegu svæði í Sitges, í aðeins 3 mínútna göngufjarlægð frá Balmins- og Aiguadolç-ströndunum. Hótelið er með stílhreinum garði, útisundlaug og veitingastað með verönd.
Meliá Sitges er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Aiguadolç-smábátahöfninni og í 15 mínútna göngufjarlægð frá líflega miðbænum. Lestarstöðin er í 20 mínútna göngufjarlægð en hún býður upp á tengingar við miðbæinn á aðeins 40 mínútum.
Öll herbergin á Meliá eru með nútímalegum innréttingum í minimalíksum stíl og loftkælingu. Öll eru með koddaúrval og flatskjá með gervihnattarásum.
Veitingastaðurinn Saffron Bistrot framreiðir Miðjarðarhafsrétti. Það er einnig til staðar glæsilegur kokkteilbar með nútímalegum sætum í garðinum.

Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 8,2 fyrir staðsetningu á booking.com

Verðin

169 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

ME Sitges Terramar er strandhótel, staðsett á rólegu svæði í Sitges, við hliðina á Terramar-görðunum. Hótelið býður upp á einkastrandklúbb, útisundlaug með sólstofu og loftkæld herbergi með sérsvölum.

Herbergin eru með flatskjá, ókeypis WiFi og Nespresso-kaffivél. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi með baðsloppum, inniskóm, ókeypis Apivita-snyrtivörum og hárþurrku.

Ýmsir matsölustaðir eru í boði, svo sem Beso Sitges sem býður upp á matargerð frá Baskalandi og Miðjarðarhafsmatargerð og útiverönd, og Pool bites, sem býður upp á heilsusamlega matargerð og verönd með sjávarútsýni. Á hótelinu eru einnig 2 barir, Radio Rooftop Bar sem býður upp á borgarútsýni og Bermuteria Bar sem staðsettur er á ströndinni.

Á staðnum eru einnig líkamsræktar- og vellíðunaraðstaða. 

Heildareinkunn 8,7 og 8,8 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

179 990 kr

á mann í tvíbýli

55 000 kr

aukagjald í einbýli

Verðin miðast við 30 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 848 1520

Netfang. arnar@tripical.com