Til Edinborgar

6. nóvember - 9. nóvember 2025

Edinborg er höfuðborg Skotlands. Þar er heillandi borgarstæði, fallegar byggingar og tignarlegur kastali.  Iðandi menningarlíf með góðar verslanir og úrval veitingahúsa.

,,Auld Reekie" eins og borgin heitir á skosku (og þyðir Old Smoky), sameinar hið gamla og nýja á sérstæðan hátt og þar upplifirðu hið einstaka skoska andrúmsloft. Á hæðinni fyrir ofan borgina stendur hinn tignarlegi Edinborgarkastali, táknmynd borgarinnar. Borgin býður upp á blöndu af miðöldum og nútíma, þar standa bókstaflega, hlið við hlið miðaldahúsaraðir og nytískulegar byggingar, kirkjur í gotneskum stíl og hús byggð eftir nútíma arkitektúr.
 Næturlíf borgarinnar getur verið ansi villt, Edinborg er stundum kölluð Aþena norðursins. Að ekki sé minnst á alla veitingastaðina og pöbbana. 
Síðast en ekki síst, þá er Edinborg festivalaborgin, þar sem festival nefnt eftir borginni er haldið ár hvert.
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi enda Skotar höfðingjalegir gestgjafar.

Hvað er hægt að gera í Edinborg

Útsýnið úr Edinborgarkastala er stórkostlegt
Sjónblekkingarsafnið er óvenjuleg skemmtun
Rannsaka Neðanjarðarborgina  (Real Mary King´s Close) 
 Viskíáhugafólk er komið til himna. Prófaðu að smakka!
Minnismerki Scott er áhrifarík sjón
Tilvalið að skella sér í golf ef veður leyfir

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með Icelandair, 1 innrituð taska 23 kg og 10 kg handfarangur.

Brottför

Frá Keflavíkurflugvelli fimmtudaginn 6. nóvember kl. 07:35 og lent í Glasgow kl. 09:55.

Heimkoma

Flogið frá Glasgow sunnudaginn 9. nóvember kl. 12:35 og lent á Keflavíkurflugvelli kl. 15:00.

Gisting

3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferð frá flugvelli að hóteli

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalóttó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör sem fá óvæntan glaðning frá 
Tripical í ferðinni


Hótel

****

Frábært hótel í hjarta borgarinnar í miðbænum með útsýni yfir kastalahæðina. Rúmgóð og flott herbergi, stílhreint og snyrtilegt hótel.  Í hverju herbergi er 32" LCD-sjónvarp. Herbergin eru einnig með ókeypis WiFi, sérbaðherbergi, minibar og te/kaffiaðbúnaði.
Á Novotel geta gestir slakað á í gufubaðinu eða æft í nútímalegu heilsuræktarstöðinni, heitur pottur og sundlaug eru á staðnum.
The Tap Kitchen & Bar framreiðir ameríska matargerð. Gestir geta smakkað skoska matargerð en hún er í boði á „Wee Menu“ gististaðarins, en þar er hægt að fá skoska rétti eftir árstíðum. Hanastél og handverksbjórar eru einnig fáanlegir.

Royal Lyceum-leikhúsið er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð og Princes-stræti er í 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær 8.3 í einkunn á booking.com og 8.8 fyrir staðsetningu. 

Verðin

 169 900 kr

á mann í tvíbýli

70 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

*****

Sheraton Grand Hotel & Spa er með útsýni yfir Edinborgarkastala en það er staðsett í fjármálahverfinu, við hliðina á viðskipta- og skemmtanahverfinu West End, í fimm mínútna göngufjarlægð frá Princes Street og í 500 metra fjarlægð frá Edinborgarkastala.

Lúxusherbergin eru glæsileg og eru með ókeypis WiFi, herbergisþjónustu allan sólarhringinn, gagnvirkan flatskjá með gervihnattarásum, lítil setusvæði og baðherbergi með aðskildu baðkari og sturtuklefa. Herbergin eru stór og eru með loftkælingu, fallegar innréttingar og stemningslýsingu.

Í One Spa geta gestir notað 19 metra sundlaugina, líkamsræktina og heilsustúdíóið án endurgjalds en einnig er hægt að láta dekra við sig í ýmsum snyrti- og heilsulindarmeðferðum á meðan á dvölinni stendur (nauðsynlegt að bóka fyrir komu). Einstaka og nýlega enduruppgerða varmasvítan og sundlaugarupplifunin á þakinu, sem kallast Escape at One, eru í boði á afsláttarverði. 

Nútímalegur skoskur matseðill og einstök ginsmökkun er í boði á líflega staðnum One Square Bar + Brasserie.

Hótelið fær 8.2 í einkunn á booking.com og 9.3 fyrir staðsetningu. 

Verðin

 169 900 kr 

á mann í tvíbýli

70 000 kr

aukagjald í einbýli

Tilboðið er fyrir 40 manns en endanlegt verð liggur ekki fyrir fyrr en ferð hefur verið ákveðin og hægt er að bóka flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa 

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arna Rut Kristinsdóttir

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 663 3313

Netfang. arna@tripical.com