Til Brighton
14. nóvember til 16. nóvember 2025

Brighton hefur verið kölluð mest hip og kúl borg Bretlandseyja. Hún hefur auk þess oftar en einu sinni verið kosinn hamingjuríkasti staður til að búa á í Bretaríki. 

Brighton er enskur strandbær í klukkutíma fjarlægð með lest frá London, og mjög vinsæll fyrir dagsferðir frá höfuðborginni. Þar er löng strandlengja, mjög áhugaverður og fjölskylduvænn skemmtigarður á höfninni, og margar fallegar 18. aldar byggingar. Brighton er auk þess þekkt fyrir mjög fjörugt næturlíf, þar sem allir fá að njóta sín, borgin er t.d. þekkt fyrir vinalega afstöðu til samkynhneigðra og stundum kölluð höfuðborg samkynhneigðra í Englandi.
 
Brighton’s Lanes er eitt fallegasta og um leið sögufrægasta hverfi borgarinnar. Þröngar götur frá þeim 18. aldar fiskibæ sem Brighton var forðum, blandast hér skemmtilega við nútímalegar smáverslanir og kaffihús. Stórgóð blanda af því gamla og nýja. Hægt er að bóka ferðir um svæðið með úrvals leiðsögn og upplifa einstakt andrúmsloft og stemmingu fyrri tíma.

Hvað er hægt að gera í Brighton

Skelltu þér á tehús og sötraðu alvöru enskt te með scones og jam
Kíktu inn í ævintýraveröldina á Brighton Toy and Model Museum
Duke of York bíóið er elsta starfandi kvikmyndahús Evrópu. Kíktu í bíó!
Hér er einn elsti sjávardýragarður heims, Sea Life Centre, og lengi hægt að gleyma sér þar
The Royal Pavilion er  athyglisverð bygging
Í The Lanes verslunarhverfinu  má gera góð kaup, þar eru t.d. margar flottar second hand búðir

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug til og frá Prag með Icelandair í áætlunarflugi, innrituð 23kg taska ásamt 10kg handfarangri sem passar undir sæti f. framan.

Flogið út

Flogið frá Keflavík föstudaginn 14. nóvember kl. 07:40, lent kl. 10:55 á London Gatwick.

Flogið heim

Flogið frá London Gatwick sunnudaginn 16. nóvember kl. 11:55 og lent í Keflavík kl. 15:20.

Gisting

2 nætur á 4 stjörnu hóteli, morgunverður, wifi og borgar-skatturinn

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli til Brighton: 30mín frá Gatwick og 1 klst og 30 mín akstur frá Heathrow. 

Farastjórn

Sé þess óskað - gegn gjaldi.

Tripical sér um allt úti

Árshátíðarkvöldið

Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt kvöld

Hvað er hægt að gera úti?

Við getum boðið upp á dagsferðir úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.

Við reddum öllu!

Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!

Ferðalottó Tripical

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppið par eða einstakling
sem fá óvæntan glaðning frá Tripical í ferðinni.

Hótel

****

Leonardo Hotel Brighton er staðsett við hliðina á Brighton-lestarstöðinni í miðbænum og í 15 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Það státar af sólarhringsmóttöku, bar og veitingastað.
Í innan við 15 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu er að finna smásölumiðstöð borgarinnar og áhugaverða staði eins og Laines, Brighton Dome, Theatre Royal Brighton og Gardner Centre.

Herbergin eru glæsileg og státa af Dream-rúmi með ferskum hvítum rúmfötum, flatskjáum með Freeview-rásum og stóru vinnusvæði. Baðherbergin eru rúmgóð og bjóða upp á spa-snyrtivörur.

Hægt er að fá hádegisverð og kvöldverð á Oddsocks Bar and Kitchen en þar er boðið upp á úrval smárétta, staðgóðar máltíðir á borð við grillaðan kjúkling og vinsæla breska rétti og mikið úrval drykkja. Barinn framreiðir hádegisverð og léttar veitingar ásamt kaffi og drykkjum.

Leonardo Hotel Brighton býður einnig upp á þjónustu á borð við fatahreinsun/þvottaþjónustu.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 8,7 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

99 990 kr

Á mann í tvíbýli

30 000 kr

Auka fyrir einbýli

Hótel

(staðfest verð)
****

Leonardo Hotel  Brighton Waterfront er vel staðsett hótel með útsýni yfir sjávarsíðuna og er í aðeins 400 metra fjarlægð frá Brighton Pier og Royal Pavilion. Á hótelinu er keypis WiFi hvarvetna, veitingastaður með sjávarútsýni, sundlaug og heilsulind.

Herbergin eru með loftkælingu, Dream-rúmi, flatskjá og en-suite baðherbergi með ókeypis snyrtivörum.
Gestir hafa aðgang Health & Leisure Club án endurgjalds. Innisundlaug, eimbað, gufubað og fullbúin líkamsræktarstöð eru í boði.

Veitingastaðurinn er nútímalegur og framreiðir alþjóðlegan matseðil á kvöldin. Atrium Bar er miðdepill hótelsins en það er glæsilegur staður með risastóru glerþaki. Barinn og setustofusvæðið eru nútímaleg með þægilegum sætum þar sem gott er að slaka á.

Hótelið er nálægt Lanes-verslunarsvæðinu, á göngusvæðinu við sjávarsíðuna. Brighton-lestarstöðin er í minna en 10 mínútna göngufjarlægð.

Hótelið fær heildareinkunn 8,3 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

99 990 kr

Á mann í tvíbýli

30 000 kr

Auka fyrir einbýli

Hótel

The Grand Brighton
*****

Með sínum íburðarmikla endurreisnarstíl er The Grand Brighton á stórkostlegum stað við sjávarbakkann í Brighton og er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá Brighton Pier.

Herbergin á The Grand Brighton eru með hágæða húsgögnum og eru með loftkælingu, ókeypis WiFi, en-suite baðherbergi og flatskjásjónvarpi með gervihnattarásum.

Stílhreini kokteilbarinn og veröndin er með ótrufluðu útsýni yfir sjávarsíðuna og býður upp á hefðbundið Sussex-cream teas. Gestir geta einnig notið frábærrar máltíðar á veitingastaðnum.

Hótelið er staðstett í  hjarta hins líflega Brighton og er í 5 mínútna göngufjarlægð frá The Lanes verslunargötum og í 10 mínútna göngufjarlægð frá Royal Pavilion

Hótelið fær heildareinkunn 8,6 og 9,6 fyrir staðsetningu á booking.com 

Verðin

104 990 kr

Á mann í tvíbýli

30 000 kr

Auka fyrir einbýli

Verðin miðast við 60 manns. Endanlegt verð liggur fyrir til kynningar og samþykktar þegar að dagsetning ferðar hefur verið ákveðin. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel. 


Umsagnir fyrri hópa 

Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir

Arnar Magnússon

Fyrirtækjaferðir

S. 519-8900

GSM. 848 1520

Netfang. arnar@tripical.com