Porto er stundum nefnd “Borgin ósigrandi”, upphaflega eftir frelsisbaráttu hennar í kringum 1832, en í dag lýsandi fyrir það mikla stolt sem íbúar hennar bera í brjósti. Hér er heillandi blanda hins hrjúfa og fagra, þess gamla og nýja.
Porto er ekki stór, í kjarna hennar búa aðeins um 300.000 manns. Borgin er hæðótt og byggð í bröttum fjallshlíðum meðfram ánni Duoro. Sum hverfi hennar standa hreinlega í miðju klettabelti, skemmtilega samsett af fornum miðaldarbyggingum og fínni híbýlum úr nútímanum. Á milli borgarhæða eru stígar hamraðir í grýtta jörðina, og bjóða upp á hressandi gönguferðir með stórkostlegu útsýni.
Miðbær Porto fór á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1996, en þar hefur byggð haldist óslitið allt frá 4. öld. Þar er magnað að ganga um, sem og um Ribeira
hverfið sem er í næsta nágrenni og stendur við árbakka Duoro.
Lengi vel var Porto talin gróf og óálitleg verslunarborg í niðurníslu en þar hafa aldeilis orðið mikil stakkaskipti. Á síðustu áratugum hefur verið ráðist í gríðarlegar endurbætur og upplyftingu víða í borginni og hún í kjölfarið unnið sér æ sterkari sess sem vinsæll ferðamannastaður.
Þá er rétt að benda á að ef einhvern tíma var tilefni til að kynna sér og smakka góð portvín, þá er það hér. Það sosum liggur í orðanna hljóðan, en Porto er einmitt nefnd sem höfuðstaður portvína, og hiklaust hægt að mæla með heimsókn í hina einstöku portvíns hella í
Vila Nova
de Gaia, eða aðra vínkjallara borgarinnar.
Saúde!
Hvað er hægt að gera í Porto?
Listunnendur mega ekki láta hið þekkta nútímalistasafn Serralves
framhjá sér fara.
Viltu sjá og upplifa hinn dæmigerða Portobúa í essinu sínu? Farðu þá á markaðinn Mercado do Bolhão, þar er sannkallað líf og fjör!
Sigling upp með ánni, helst alveg að Pinhão með sínu stórbrotna landslagi er vel þess virði.
Í borginni er að finna úrval af gæðaveitingastöðum. Flestir þeirra eru í Matosinhos
hverfinu við ströndina.
Gakktu eina (eða fleiri) af 6 brúm sem tengja borgina við Gaia hverfið hinum megin Duoro árinnar.
FC Porto Museum sýnir þér 120 ára sögu eins af sigursælustu knattspyrnuliðum Evrópu.
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Áætlunarflug með Play, innrituð taska 20 kg og 10kg handfarangur sem kemst undir sætið
Brottför
Brottför fimmtudaginn 18. september frá Keflavík kl.15:10 og lent í Porto 20:20
Heimför
Heimför sunnudaginn 21.september frá Porto kl.21:05 og lent í Keflavík 00:10.
Gisting
3 nætur á 4/5 stjörnu hóteli ásamt morgunverði og wi-fi og city tax.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli upp á hótel 20-25 mín
Farastjórn
Sé þess óskað - gegn gjaldi.
Tripical sér um allt úti
Árshátíðarkvöldið
Við erum snillingar í að skipuleggja árshátíðina
úti, bóka sal, velja matinn, skemmtikrafta og búa til ógleymanlegt
kvöld
Hvað er hægt að gera úti?
Við getum boðið upp á dagsferðir
úti sem hópurinn velur úr og bókar í gegnum sölukerfi Tripical.
Einnig setjum við upp dagskrá
með meðmælum af veitingarstöðum, börum & vinsælum ferðamannastöðum.
Við reddum öllu!
Sérðfræðingar Tripical hafa áratugareynslu
í að skipuleggja árshátíðarferðir hópa!
Ferðalóttó Tripical
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út heppin pör/einstaklinga sem fá óvæntan glaðing frá Tripical
Hótel
*****
Sheraton Porto Hotel & Spa er staðsett í 1 mínútu göngufjarlægð frá Boavista Avenue og býður upp á rúmgóð herbergi og nútímalega heilsulind. Veitingastaður hótelsins er með glervínkjallara.
Hönnunarherbergin á Sheraton Porto eru skreytt með blöndu af viði, stáli og gleri. Þau eru með minibar, setusvæði og baðkari.
Með 8 meðferðarherbergjum heilsulindarinnar og innisundlaug geta gestir slakað alveg á eftir annasaman dag. Fyrir utan jógastúdíó býður það upp á ýmsa tíma, slökunarsvæði og safabar.
Gestir geta notið hefðbundinnar portúgalskrar matargerðar á Porto Novo veitingastaðnum og bætt kvöldverðinum upp á bragðgott glas af víni. Píanóbar hótelsins í anddyri býður upp á fallegt útsýni yfir hótelgarðinn. SL-hæðin er með ókeypis Wi-Fi aðgangi.
Sheraton Porto er staðsett 15 km frá Francisco Sá Carneiro-alþjóðaflugvellinum. Tónleikahöllin Casa da Música og aðliggjandi neðanjarðarlestarstöð eru í 10 mínútna göngufjarlægð.
Hótelið fær heildareinkunina 8,7 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
159 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
*****
Renaissance Porto Lapa Hotel er staðsett í Porto, býður upp á gistirými með árstíðabundinni útisundlaug, einkabílastæði, heilsuræktarstöð og verönd. Gististaðurinn er með bar og veitingastað sem framreiðir Miðjarðarhafsmatargerð. Gististaðurinn býður upp á sólarhringsmóttöku,, herbergisþjónustu og ókeypis WiFi.
Hótelið býður gestum upp á loftkæld herbergi með skrifborði, kaffivél, minibar, öryggishólfi, flatskjá og sérbaðherbergi með sturtu.
Áhugaverðir staðir í nágrenni Renaissance Porto Lapa Hotel eru Sao Bento-lestarstöðin, Music House og Boavista-hringtorgið. Næsti flugvöllur er Francisco Sá Carneiro-flugvöllurinn, 14 km frá gististaðnum.
Hótelið fær heildareinkunina 9,2 og 8,1 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
159 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Hótel
****
Catalonia Porto er þægilega staðsett í miðbæ Porto og býður upp á loftkæld herbergi, útisundlaug sem er opin hluta af árinu, ókeypis WiFi og heilsuræktarstöð. Gististaðurinn er með garð, verönd og veitingastað. Gestir geta nýtt sér barinn.
Öll herbergin á hótelinu eru með skrifborð, flatskjá, sérbaðherbergi, rúmföt og handklæði. Hvert herbergi er með öryggishólf og sum herbergin eru með svalir og önnur eru einnig með garðútsýni. Herbergin eru með fataskáp og ketil.
Gestir á Catalonia Porto geta notið morgunverðarhlaðborðs.
Starfsfólkið í móttökunni talar ensku, spænsku, frönsku og portúgölsku.
Áhugaverðir staðir í nágrenni gististaðarins eru meðal annars Sao Bento-neðanjarðarlestarstöðin, Sao Bento-lestarstöðin og Ribeira-torgið. Næsti flugvöllur er Francisco Sá Carneiro-flugvöllurinn, 16 km frá Catalonia Porto.
Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com
Verðin
164 990 kr
á mann í tvíbýli
50 000 kr
aukagjald í einbýli
Verðin miðast við 60 manns. Staðfestingargjald þarf að greiða um leið og ferð er ákveðin svo hægt sé að tryggja flug og hótel.
Umsagnir fyrri hópa
Smelltu hér á hnappinn til að sjá umsagnir ánægðra viðskiptavina Tripical!
Skoða umsagnir