til
Maiori / Amalfi
20.04.-24.04.2022

Í Maiori er umhverfið svo hrífandi að það minnir helst á skáldskap, enda hafa hinir ýmsu rithöfundar og kvikmyndaleikstjórar nýtt sér stemmingu og heillandi staðhætti Amalfi-strandarinnar í verkum sínum.

Amalfi-ströndin (Costiera Amalfitana) liggur við Miðjarðarhafið, suðaustur af Napólí á Ítalíu. Meðfram henni standa einstakir og vel varðveittir miðaldabæir, og einn þeirra er hinn dásamlegi staður Maiori. Bærinn hefur verið vinsæll ferðamannastaður allt frá tímum Rómverja, með sínar fögru  byggingar, fínu strönd, og afslappaða andrúmslofti. Auðvelt er að komast fótgangandi hvar sem er í bænum, og við sjávarsíðuna er yndislegt göngusvæði þar sem finna má veitingastaði og kaffihús sem bjóða upp á úrvalsrétti og drykki ásamt stórbrotnu útsýni yfir blátt og tært Miðjarðarhafið.   
Strendur Amalfi eru flestar hverjar stuttar og rofnar af grýttum klettum. Maiori státar hins vegar af lengstu strönd lengjunnar, og þar er sandurinn gylltur og mjúkur. Þá er mjög vinsælt að fara í bátsferð, og skoða frá hafi töfrandi umhverfið allt í kring. Maiori er frægur fyrir framleiðslu á sítrónum sem ræktaðar eru í stórum og smáum raðhúsagörðum meðfram ströndinni. Þær eru m.a. notaðar í  rómaðan sítrónulíkjör (sfusato amalfitano), en hjá gestum staðarins er þó vinsælust granita, ískaldur og  sítrónusætur eftirréttur,  fullkominn á heitum sumardögum.

Hvað er hægt að gera í Maiori/Amalfi 

Norman Tower er varðturn frá 16. öld og helsta minnismerki bæjarins. 
 Giardini Palazzo Mezzacapo er fallegur gosbrunna-garður þar sem stundum er boðið upp á tónleika.
Boðið er upp á klifur í fjöllum kringum bæinn, og hægt að velja bæði auðveldar og þyngri leiðir. 
Sanctuary of Santa Maria a Mare er 13. aldar bygging með athyglisverðri litríkri flísahvelfingu.  
Þú getur borðað á Michelin-stjörnustað! Faro di Capo d'Orso er geggjaður veitingastaður.   Eða bara pizza..
Hér er líka hægt að versla.  Corso Regina gatan hefur ýmsar verslanir og skemmtilega vöru.   Æj eða bara liggja á ströndinni með koktail!

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Beint flug með WIZZ Air, innritaðri 20 kg tösku og handfarangri.

Brottför

Brottför miðvikudaginn 20.apríl frá Keflavík kl 10:50 og lent í Napólí kl 17:55

Flugtími 5 klst

Heimför

Brottför frá Napóli sunnudaginn 24.apríl kl 06:55 og lent í Keflavík kl 10:10

Já súper snemma, bara sleppa því að fara að sofa 

Gisting

4 nætur á 4ra stjörnu hóteli, mamma mia.
Innifalið er morgunverður og wi-fi.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli - 60 mín

Farastjórn

1 skemmtilegur og óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical

Hótel

****


Þessi gististaður er í 50m frá frá ströndinni. Stígðu út af Hotel San Francesco, beint inn á vel búna einkaströnd hótelsins. Njóttu fallegs sjávarútsýnis frá þessu ítalska hóteli, sem hefur sína eigin garða til að slaka á og njóta.
Slakaðu á með drykk á garðverönd San Francesco eða farðu í göngutúr inn í fallega miðbæ Maiori, í aðeins 5 mínútna fjarlægð. Rútur fara framhjá hótelinu, sem gerir þér kleift að skoða hina töfrandi Amalfi-strandlengju á auðveldan hátt.

Strandklúbbur Hotel San Francesco getur útvegað sólhlífar og sólstóla og er með veröndarbar sem er fullkominn fyrir hressandi drykki við sjávarsíðuna. Á kvöldin er lifandi tónlist og kvöldverðir skipulögð úti í hótelgörðunum.
Herbergin eru rúmgóð og þægileg, öll með gervihnattasjónvarpi og minibar. Sum eru með fallegt sjávarútsýni og eigin einkasvalir.

Morgunverður er borinn fram frá 07:30 til 10:00 í garðinum. Veitingastaður Hotel San Francesco býður upp á dýrindis ferska fiskrétti í hádeginu og á kvöldin.

Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 9,4 fyrir staðsetningu á booking.com


Verðin

 146 990 kr

á mann í tvíbýli

25 000 kr

aukagjald í einbýli

        BROTTFÖR EFTIR:

:
:
:
Days
Hours
Minutes
Seconds

Brottför


Árshátíðarkvöldverður 22.04.2022

Sameiginlegur kvöldverður verður haldinn í göngufæri við hótelið þann 22.04.200.  4 rétta kvöldverður ásamt drykkjarpakka.  Míkrafónn á staðnum, skemmtiatriði og kannski bara dj og fjör.


Ásthildur Ólafsdóttir (Ásta)  

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820-8991