HELSINKI 
26.-29. maí 2022

Helsinki sem kölluð hefur verið Dóttir Eystrasaltsins er þekkt fyrir stórfenglegan arkitektúr ekki síður en hönnun og  gufuböð, áhugaverða staði í bland við fallega náttúru rétt handan borgarmarkanna.

Helsinki er einstakur suðupottur byggingarstíla en þar finnast leifar af sænskum og rússneskum arkítektúr í bland við dass af Art Nouveau. Nálægt torginu Senaatintori fer fram táknrænt einvígi á milli lúthersku dómkirkjunnar og rétttrúnaðarkirkjunnar. Temppeliaukio Kirkko (steinkirkjan) myndar skemmtilega andstæðu við kirkjurnar tvær, en hún er byggð inn í granítstein og hefur því skemmtilega jarðtengda ásýnd.

Náttúran í kringum Helsinki býður upp á fjölmarga möguleika til náttúruskoðunar og afþreyingar allan ársins hring. Hvort sem það er að sigla um eyjar umhverfis borgina, ganga um strendur, fallega garða eða villt skóglendi þá er ósnortin náttúru ávallt steinsnar frá borginni.
Nýnorræna matargerðin hefur líka náð fótfestu í  Helsinki. Þar fá afurðir af landi, hvort sem það er kjöt eða jarðsprottið, gjarnan að njóta sín. Renndu yfir matseðlana sem samanstanda af nýjum fiski og villibráð á borð við hreindýr, elg og stundum bjarnarkjöti! 
Ef þú vilt borða eins og og heimamenn, skaltu halda til Kauppahalli (markaðshúsið). Vanha Kauppahalli hefur selt matvörur síðan 1888 og finnskt góðgæti, eins og reyktur fiskur, kanilsnúðar, rúgbrauð og árstíðabundin uppskera er hér til sölu í glæsilegri umgjörð. Ef þú vilt drekka eins og heimamenn drekka skaltu fá þér kaffi og svo aðeins meira kaffi. Vissir þú að Finnar drekka meira kaffi en nokkur önnur þjóð?



Brottför fimmtudaginn 26.maí

Flug

Beint flug til og frá Helsinki með Icelandair. Ein innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur.

Allir eru á sama bókunarnúmeri 4STHD7

Hægt er að innrita sig í flugið 24 klst fyrir brottför.
ATH einhverjir hnökrar geta komið upp þegar þið tékkið ykkur inn á netinu þar sem bókunin er hópabókun og oft sjást sætin ekki en það er ekkert mal að fara á innritunarborðið og biðja þær að breyta sætunum ykkar.

Flug - 26.05.2022

Brottför 26.maí frá Keflavík til Helsinki kl 07:30- lending áætluð kl 14:00

Flugnúmer FI 342

Um borð er sala á matvælum og drykkjum.

Engin grímuskylda er um borð.

Rúta á flugvellinum

Bílstjórinn ykkar tekur á móti ykkur í flugstöðinni í komusalnum, hann er með skilti og Kolbrún er með símann hans.

Akstur á hótelið tekur um 30 mín.   Það þarf ekki að vera með grímu í rútunni.

Hótel - Tékk inn

Radisson Blu Aleksanteri **** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.  

Tékk inn á hótelinu er kl 15:00 og áætlað er að við komum um kl 15:30 á hótelið.    

Morgunmatur er frá 06:30 - 10:00 á virkum dögum en 07:30 - 11:30 um helgar.

COVID - Grímur

Endilega takið eina grímu með.  Ekki þarf að nota grímur á hótelinu.   En eru einhverjar takmarkanir í einstaka tilfellum, á sjúkrahúsum og heilsugæslu.

ATH hafið bólusetningarskirteinið ykkar í símanum þar sem þau vilja fá að sjá þetta við komuna inn til landsins (gæti verið búið að aflétta því þegar þið komið)

 Heimför Sunnudaginn 29.05.

Hittingur í Lobbý - 11:50

Hittingur & tékk út, rútan leggur af stað 12:00 uppá flugvöll.  

Ekki þarf að nota grímu í rútunni.

Passa að það tekur tíma að tékka sig út af hótelinu og gera upp, gott er að gera það kvöldinu áður.

Flug -Sunnudaginn 29.05.

Heimflug sunnudaginn 29.05. kl 15:10
Flugnúmer FI 343

Grímunotkun um borð er ekki skylda.

Flug 

Flug fram og til baka með Icelandair, innifalið er 1 innrituð 23kg farangurstaska og 10 kg handfarangur.

Hvað er hægt að gera í Helsinki

Klettakirkjan er afar sérstök og einstök listfræðileg hönnun. Kirkjan var grafin úr gegnheilum klettavegg og byggð neðanjarðar undir miklu hvolfþaki.
Uspenski dómkirkjan er mikil og reisuleg bygging sem gnæfir yfir sjónlínu Helsinki við hafnarbakkann. 
Nútímalistasafnið Kiasma í Helsinki sýnir það allra besta í finnskri nútímalist með reglulegum og síbreytilegum sýningum. 
Suomenlinna er mikið virki sem Svíar reistu á nokkrum eyjum rétt fyrir utan Helsinki og þýðir nafn þess finnski kastalinn. 

Smakkaðu matinn! Í Helsinki er mikið framboð af villibráð og ferskum sjávarafurðum ásamt villtum berjum og skógarsveppum sem finnsk matargerð nýtir á fjölbreyttan hátt.
Á hafnarsvæðinu er alltaf eitthvað gerast, bílasýningar, markaðstorg, siglingar og margt fleira.

Hótel

****


Fjögurra stjörnu hótel staðsett í hönnunarhverfi Helsinki. Hóteið er í aðeins 15 mínútna göngufjarlægð frá aðal lestarstöðinni í Helsinki og hönnunarsafninu. Það býður upp á ókeypis WiFi og vinsælt morgunverðarhlaðborð.
Herbergi á Radisson Blu Aleksanteri Hotel, Helsinki eru með flatskjá og eru innréttuð í annaðhvort nýendurreisnarstíl eða nýklassískum stíl.
Veitingastaðurinn á staðnum býður upp á úrval rétta úr árstíðabundnu hráefni, frá skandinavískum samlokum til grillaðra sérrétta. Barinn býður upp á mikið úrval fínna vína og kraftbjóra. Gestir geta einnig slappað af á barnum með kaffibolla og kvöldsnarli. Á sumrin geta gestir notið máltíðar á veröndinni í húsgarðinum.
Afþreyingarkostir á Radisson Blu Aleksanteri Hotel eru meðal annars líkamsræktarstöð og ókeypis aðgangur að gufubaði á kvöldin. Bulevardi-verslunargatan er í aðeins 4 mínútna göngufjarlægð.
Kamppi er frábær valkostur fyrir ferðalanga sem eru áhugasamir um: hönnun, verslanir og menningu.

Morgunmatur er frá 06:30 - 10:00 á virkum dögum en 07:30 - 11:30 um helgar.


Hótelið fær heildareinkunn 8,6 á booking.com