til Sofia
Höfuðborg Búlgaríu býður ykkur velkomin

Sofia er skemmtileg blanda af fögrum byggingum fyrri alda, formföstum stíl gamla kommúnismans ásamt vestrænum nýtísku háhýsum. Borgin er full af lífi og fjöri, og svo auðvitað það sem Íslendingar elska: Svoooo ódýr!

Saga borgarinnar spannar um 7000 ár, en svæði hennar er ríkt af heitum vatnsuppsprettum og þótti því snemma tilvalið til búsetu. Hún hefur borið hin ýmsu heiti, en nafnið Sofia festist fyrir uþb. 2500 árum. Búlgaría var hernumin af Sovétmönnum árið 1941 og í kjölfarið seinna stríðs tók búlgarski Kommúnistaflokkurinn einræðisvöld í landinu og hélt þeim allt til falls kommúnismans árið 1989. 
Á þremur stöðum í útjaðri borgarinnar má finna stórbrotin samkomuhús helstu trúarbagða samtímans. Þannig mynda kristin kirkja, islömsk moska og gyðinga synagóga þríhyrning umhverfis borgina, og staðfesta opinbert umburðarlyndi Sofiubúa fyrir trúarskoðunum.  
Borgin er umkringd miklum fjallgarði, en stendur við rætur fjallsins Vitosha, þar sem finna má frábær skíðasvæði. Af þessu eru Sofiubúar býsna stoltir, enda óvíða hægt að finna stórborg með slíka afþreyingu rétt við þröskuldinn hjá sér. En það er líka nóg af annarri afþreyingu. Fyrir utan fagrar byggingar og söfn er Sofia hlaðin skemmtilegum veitingastöðum, börum og skemmtistöðum. Þá er Búlgaría eitt ódýrasta land í Evrópu og kaupmáttur Íslendinga því mikill. Slíkt hefur aldrei stoppað okkur í að gera góð kaup, og finna má tvær stórar og flotta verslunarmiðstöðvar í miðbæ borgarinnar.  

Hvað er hægt að gera í Sofia

Næturlífið í Sofiu er æði. Heimamenn elska að borða góðan mat og drífa sig svo á næturklúbb
Þjóðleikhúsið Ivan Vazos er glæsilegt hús, umkringt fallegum görðum, trjágróðri og listaverkum 
National Palace of Culture er stórbrotið merki um byggingarstíl kommúnismans
Sofia History Museum er tilvalið fyrir fróðleiksfúsa
Cathedral Saint Alexandar Nevski er ein fallegasta kirkja Evrópu
Í borginni eru fjölmargar heilsulindir og böð sem vert er að heimsækja

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

 Beint flug til og frá Sofia með leiguflugi

Brottför

Hópur 1 - ca 360 manns 25.-28.05.´22 / 03.-06.06.´22
Hópur 2 - ca 260 manns 26.-29.05.´22 / 04.-07.06.´22

Flugtímar

Áætlað er að fljúga fyrir hádegi út og seinni partinn heim.

Gisting

3 nætur á 4ra stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.

Rutur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Sofia ca 30 mín

Farastjórn

Þrír skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.

 Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 5 heppin pör/einstaklinga sem fá uppfærslu á herberginu sínu og gista því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 
Þar sem ykkar hópur fer yfrir 500 manns þá gefum við ykkur 3 skemmtitékkta

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

Hótel

****

Hotel Marinela Sofia var nýlega endurgert.  Hótelið er með innisundlaug, 6 veitingastaði, 4 bari, líkamsræktarstöð og fallegt útsýni yfir borgina og fjöllin í kring. 
Öll herbergin eru með stillanlega loftkælingu og kyndingu, flatskjá með kapal- eða gervihnattarásum, ókeypis WiFi og nútímalegt hótelafþreyingarkerfi með myndböndum og tónlist að beiðni. En-suite baðherbergin eru með baðkari, sturtu, ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Baðloppar og inniskór eru einnig til staðar.
Nútímaleg heislulind á Marinela Sofia er með stóra innisundlaug á 360 heilsuklúbbnum ásamt svæði fyrir sólböð og nuddherbergi. Á staðnum er snyrtistofa sem býður upp á andlits- og líkamsmeðferðir, nuddmeðferðir, handsnyrtingu og fótsnyrtingu.
Veitingastaðirnir 6 og barirnir 4 framreiða skapandi rétti frá öllum heimshornum. Hægt er að smakka gott kaffi eða te á sólarverönd Sakura-móttökubarsins eða fá bragðgott ljúfmeti á Ambassador Restaurant. Gestir geta gætt sér á ferskum sjávarréttum á Captain Cook eða sushi á Umami, borðað og notið útsýnis yfir borgina á Panorama Restaurant eða smakkað á sætu góðgæti á Candy Bar eða glæsilegum kokteilum á Marionette Bar & Dinner.   Svo má fullkomna frábært kvöld á Megami-klúbbnum.

James Bourchier-neðanjarðarlestarstöðin er í 300 metra fjarlægð og miðbær Sófíu er í 10 mínútna göngufjarlægð. 

Hótelið fær heildareinkunina 8,0 og 8,5 fyrir staðsetningu. 


Kvöldverður/Árshátíð

Glæsileg aðstaða fyrir hverskonar viðburði og fundahöld eru á staðnum  14 fundarherbergi fyrir allt frá 10-2000 manns, þar með talda eina stærstu Expo-miðstöðina - EFE. Alhliða móttökuþjónusta er í boði alla daga og viðskiptamiðstöð er til staðar.  Salirnir eru fjölmargir talsins, af öllum stærðum og gerðum, vel útbúnir nýjustu tækni.
Street Lounge-barinn er fullkominn staður fyrir persónulega fundi eða viðskiptafundi.

Áætlað verð fyrir standard kvöldverð fyrir 500-600 manns er frá 8.900kr, verð fer eftir tækjabúnaði og matseðli.

Innifalið:
Fordrykkur
3 rétta kvöldverður
Ótakmarkað vín í 2 klukkutíma (hvítt, rautt,bjór , vatn, djús og kaffi) / standard pakki)
Salarleiga
Dúkuð borð
Skjáir, hljóðkerfi, skjávarpi
Svið

Valmöguleikar fyrir kvöldið:
Ýmis þjóðleg skemmtiatriði / DJ / Hljómsveit 
Borðskreytingar / Sætacover 
Matseðlar á borðinu / fyrir hvern og einn
Þema
Myndabás

Verðin

148 990 kr

á mann í tvíbýli
blanda af standard og deluxe herbergjum

25 000 kr

aukagjald í einbýli

 Tilboðið gildir til 21.10.2021, miðast við gengi dagsins 12.10.2021 og 550 manns


Ásthildur Ólafsdóttir (Ásta)  

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820-8991