
til Split23.-25.09. & 24.-26.09.2022
Split er stærsta borg Dalmatíu. Hún er talin vera 1700 ára gömul og íbúafjöldi hennar gerir Split að næststærstu borg Króatíu.
Í sögulegum kjarna Split, og listað á Heimsminjalista Menningarmálastofnunnar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), stendur stórbrotin höll rómverska keisarans Diocletian, bygging frá því um fjórðu öld fyrir Krist. Í gegnum aldirnar hefur gamli bær Split byggst inn í og kringum höllina, þar má finna þrjú rómversk musteri og stærðarinnar grafhýsi.
Rómverjar byggðu mikið af byggingum Split og má þar finna fornminjar sem ná aftur til 500 f.kr. Borgin er afar ferðamannavæn og falleg. Split býður einnig upp á mjög líflegt og spennandi næturlíf. Þar er margt hægt að gera sér til afþreyingar, og við mælum hiklaust með skoðunarferð um rómversku rústirnar sem borgin er byggð í kringum.
Hvað er hægt að gera í Split
Fara í vínsmökkun á Zinfandel Wine Bar í gamla bænum. Króatísku vínin koma skemmtilega á óvart!
Fara á markaðinn og kaupa alvöru nýtýndar Istriskar trufflur!!
Kafaða, snorkla eða sigla í tærasta hafi Evrópu - Adríahafinu
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Beint flug til og frá Split bæði með leiguflugi (3 vélar)
Brottför
Hópur 1 - ca 175 manns 23-25.09´22
Hópur 2 - ca 375 manns 24.-26.09.´22
Flugtímar
Áætlað er að fljúga fyrir hádegi út og seinni partinn heim.
Gisting
2 nætur á 5 stjörnu hóteli. Innifalið er morgunverður, wi-fi og city tax.
Rutur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Split ca 25 mín
Farastjórn
Þrír skemmtilegir og óendanlega hjálpfúsir fararstjórar.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 5 heppin pör/einstaklinga sem fá uppfærslu
á herberginu sínu og gista því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Þar sem ykkar hópur fer yfrir 500 manns þá gefum við ykkur 3 skemmtitékkta
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hótel
Le Meridien Lav hótel er staðsett í Podstrana, 8 km suður af Split. Hótelið sem opnaði 2017 er með með 800 metra langa strandlínu, landslagshannaða garða og þaðan er útsýni yfir borgina og eyjarnar í kring. Á hótelinu eru 4 veitingastaðir allt frá króatískum og miðjarðarhafs mat yfir í skemmtilegan grillmat á ströndinni.
Við smábátahöfnina eru verslanir, barir og veitingahús.
Herbergin eru að meðaltali 30fm og eru með lofthæðarháa glugga sem opnast út á stórar svalir, 40" snjallsjónvarp,Wi-Fi og háhraðanettengingu, hágæða húsgögn, sérstýrða loftkælingu, hárþurrku, mínibar og öryggishólf.
Hótelið er með heilsulind á heimsmælikvarða sem inniheldur gufuböð, eimböð, nuddpott, nagla-og fótsnyrtingarstofur, djúpslökunarherbergi, líkamsrækt og dásamlega infinity sundlaug. Mikið úrval meðferða er í boði í heilsulindinni,
Einnig er mikið í boði á hótelinu eins og tennisvelli, vatnasport, hjól og bátsferðir.
Á hótelinu er næturklúbbur sem hægt er að leigja undir hópinn.
Hótelið fær heildareinkunina 8,4 og 8,7 fyrir staðsetningu.
Kvöldverður/Árshátíð
Hótelið er sérhæft í að halda stórar og alþjóðlegar ráðstefnur, fundi, glæsilegar veislur og aðra viðburði. 2500 fm bjart ráðstefnupsvæðið er með 750 fm verönd með fallegu sjávarútsýni.
Útisvæðið býður einnig upp á marga möguleika eins og strand partý með hlaðborðum eða matarstöðum. Lifandi tónlist og fleira.
- Kvöld- eða hádegisverðarhlaðborð á Spalatum: 30,00 € á mann.
- Kvöldverður á Grand Dalmatia Ballroom: 70,00 € per á mann. 3ja rétta matseðill.
- Kvöldverður úti við sunlaugina: 80,00 € á mann. 3 rétta.
- Kvöldverður á Gooshter Beach Club: 75,00 € á mann.
- Einkaafnot af næturklúbb hótelsins: 3.500,00 € (lámarks neysla)
Valmöguleikar fyrir kvöldið:
Ýmis þjóðleg skemmtiatriði / DJ / Hljómsveit
Borðskreytingar
Matseðlar á borðinu / fyrir hvern og einn
Þema (litir, hattar, grímur etc)
Myndabás
Drykkjarseðill https://www.icloud.com/iclouddrive/006a-5NP-p0r-09lIePQS0Wng
Verðin
154 990 kr
á mann í tvíbýli
25 000 kr
aukagjald í einbýli