til Svaftfjallalands

Budva
22.-25.09. / 29.09.-02.10.2022

Svartfjallaland  er hluti af hinum mjög svo fallega Balkanskaga sem liggur við Adría-hafið. Það er kannski ekki stórt, en býr yfir mikilli náttúru-fegurð. Fjallasýn þar er engu lík, strandirnar hreinar og fallegar og sjórinn kristaltær.

Fjöllin í Svartfjallalandi bjóða upp á einstakt útsýni. Þar er líka að finna hið stóra ferskvatns stöðuvatn Skadar, sem Svartfjallaland deilir með nágrönnum sínum Albönum. Margir möguleikar eru fyrir hvers kyns gönguferðir, fuglaskoðunarferðir og fleira. Þá er gaman að heimsækja vinalegt sjávarþorp við ströndina, eins og til dæmis Virpazar. Hægt er að mæla eindregið með að skoða Tara River gljúfrið, með sínum svimandi háu klettaveggjum sem rísa um 1300 metra upp með ánni.  Gljúfrið er það næst stærsta í heiminum og er staðsett í Durmitor þjógarðinum, sem er þekktur fyrir önnur tignarleg gljúfur og afar fjölbreytt gróðurfar
Það er nánast ómögulegt að skoða ferðasíður, þar sem Svartfjallaland er ekki nefnt sem eitt af heitustu stöðunum þessi misserin. Og þrátt fyrir að heimsóknum hafi vissulega fjölgað, halda íbúar landsins ró sinni og koma fram við gesti sína fullir einlægri gestrisni og sjarma.
Oft er talað um að við Íslendingar séum heimsmeistarar í hinu og þessu, miðað við höfðatölu. Því hefur jafnvel verið haldið fram að við ættum heimsmet í símaeign. En það er ekki rétt. Heimsmeistarinn í farsímaeign er nefnilega Svartfjallaland! 1,6 sími á hvern íbúa þjóðarinnar.

Hvað er hægt að gera í Budva og nágrenni


Kíktu á ballerínuna, Statua Ballerina sem er niður við strönd
Í gamla bænum eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn
Gjeggjað að skreppa í dagsferð til Dubrovnik eða Kotor
Farðu í kayak eða bátsferð
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann á ströndinni

Hvað er innifalið í ferðinni

Flug

Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical 1 innrituð taska 20 kg og 5 kg handfarangur. 

Leiguflugsverðin miðast við gengi dagsins bæði á evrunni og eldsneytisverði

Flug út

Frá Keflavík til Tivat, 25.05.2022,  flugtímar koma síðar.

Flugtímar áætlaðir út snemma og heim um miðjan dag. Fluglengd um 4,5 - 5 klt

Flug heim

Frá Tivat til Keflavíkur, 29.05.2022, brottför eftir hádegi

Gisting

4 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er glæsilegur morgunverður, wi-fi og city tax.

Rútur

Rútuferðir til og frá flugvelli í Tivat, 25-30 mín

Farastjórn

2 óendanlega hjálpfúsir fararstjórar frá Tripical

 Svítu-lottó

Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 3 heppna sem fá uppfærslu á sínu herbergi og gista í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).  

Skemmtitékkinn í boði Tripical

Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir. 
Þar sem ykkar hópur er um 200 manns þá gefum við ykkur 3 skemmtitékkta

Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.

 Vinsamlega athugið að Svartfjallaland er ekki í Evrópusambandinu því eru reykingar leyfðar inni á flestum stöðum.  Eins gildir ekki evrópska sjúkratryggingakortið.


Hótel

****

Falkensteiner Hotel Montenegro er staðsett á hæð með útsýni yfir 2 km löngu Becici-ströndina og í 4 km fjarlægð frá Budva. Gististaðurinn er með spilavíti, líkamsræktarstöð og sundlaug. Á staðnum er einkastrandsvæði með sólhlífum og sólstólum sem gestir geta notað sér að kostnaðarlausu.
Gestir geta bragðað á Miðjarðarhafssérréttum á glæsilega barnum í móttökunni og veitingastaðnum, eða smakkað á ýmsum hlaðborðsréttum á aðalveitingastaðnum.  Barinn í móttökunni er með verönd með víðáttumiklu útsýni yfir Adríahafið og framreiðir fjölbreytt úrval af áfengum og óáfengum drykkjum, ásamt snarli.
Útisundlaugin er staðsett á rúmgóðri verönd sem státar af töfrandi sjávarútsýni.
Öll herbergin eru með harðviðargólf, flatskjá með kapalrásum og loftkælingu. Ókeypis LAN-internet er í boði. Baðherbergin eru með sturtu, snyrtivörur og hárþurrku.

Hótelið fær heildareinkunina 8,8 og 8,3 fyrir staðsetningu á booking.com 

Hótelið er með fallegan sal sem er með dagsbirtu og opið út á terrössuna, þar er hægt að bjóða upp á árshátíðarkvöldverð í hlaðborðsformi.   Fordrykkur, hlaðborð og 3 klt vínpakki með gosi, bjór og húsvíni verð frá 10.900kr á mann.

Verðin

 159 990 kr

á mann í tvíbýli

1/2 fæði aukalega 18.000kr á mann

30 000 kr

aukagjald í einbýli

Hótel

****

Avala Resort & Villas er einstakur dvalarstaður á ströndinni, aðeins 50 metra frá gamla bænum í Budva, það býður upp á fyrsta flokks orlofsupplifun.

Dvalarstaðurinn býður upp á inni- og útisundlaug, stóra heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og 2 veitingastaði.
Þú getur notið frábærs sjávar- eða fjallaútsýnisins úr herberginu þínu, sem er innréttað eftir hæstu gæðastöðlum, og er búið flatskjásjónvarpi, stafrænni símalínu og þráðlausu Interneti.
Vegna einstakrar staðsetningar er hægt að bjóða upp á hinar ýmsu ferðir og tómstundir, allt frá dæmigerðum sólar- og sjávar tómstundum upp í sérhæfða skemmtun fyrir kræfustu gestina.

Hótelið fær 8,7 í heildareinkunn og 9,7 fyrir staðsetningu. á booking.com 

Hótelið er þekkt fyrir að halda falleg brúðkaup og veislur fyrir hópa, eru með fallegan sal, fordrykkur, 3 rétta og 2 klt vínpakki frá 12.900kr á mann.

Verðin

 169 990 kr

á mann í tvíbýli

1/2 fæði aukalega 10.000kr á mann
Allt innifalið aukalega 20.000kr á mann 

30 000 kr

aukagjald í einbýli

 Tilboðið gildir til 15.12.2021, miðast við gengi dagsins og 200 manns


Ásthildur Ólafsdóttir (Ásta)  

Fyrirtækjaferðir
S. 519-8909
GSM. 820-8991