Dubrovnik er staðsett á suðurhorni Króatíu við Adríahaf og er þekkt fyrir hinn gullfallega og ævaforna miðbæ.
Gamli bærinn er fullur af börum, veitingastöðum og litlum verslunum. Ef þú vilt fara í Game of Thrones leiðangur, gjörðu svo vel!
Hér áður fyrr var Dubrovnik sjálfstætt ríki. Þess vegna er gamli bærinn umkringdur virkisveggjum, sem byggðir voru til þess að vernda landið frá árásum Rómverja og margra annara ríkja í gegnum aldirnar.
Í Júgóslavíustríðinu (sem lauk 1995) var borgin nánast eyðilögð en undanfarna áratugi hefur mikil endurbygging átt sér stað og í dag hefur hún nánast komist aftur í sitt gamla form. Byggingalist Dubrovnik er algjörlega mögnuð og ekki skemmir náttúrfegurð Króatíu og stórbrotin fegurð Adríahafsins fyrir. Það má í raun segja að umhverfið sé algjört augnakonfekt.
Brottför miðvikudaginn 25.maí
Mælum með að þið vistið þessa síðu í símanum ykkar því hún er lifandi og upplýsingar geta breyst
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Smartwings. Innifalin 1 innrituð taska 18 kg og 8 kg handfarangur
ATH ekki verður sala um borð, en flugfélagið býður upp á samlokur og drykki (gos, vatn og 2 áfengir drykkir) án kostnaðar.
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er í Keflavík.
Hópurinn hefur verð settur saman í sæti í röum 11 - 13.
Tékk inn byrjar 2 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför. Sama á við um heimflugið. Einungis þarf að sýna vegabréf.
Flug - 25.05.2022
Brottför frá Keflavík kl. 15:00, áætluð lending í Dubrovnik kl 21:50
Flugnúmer QS 4318 / Flugtími áætl 4 klt og 50 min
ATH engin grímuskylda er um borð
Ekki er hægt að hlaða snjalltæki um borð!
ATh ekki hægt að hlaða síma um borð.
Afþreyingarkerfi er um borð stútfullt af bíómyndum og þáttum, hægt að nálgast með QR kóða sem er við sætið. Svo er gott að vera búin að hala niður af Netflix!
Rúta á flugvellinum
Rútan ykkar bíður ykkar fyrir utan flugstöðvarbygginguna merkt Loftmyndir. Akstur á hótelið tekur um 30-35 mín.
Eftir töskubandið er gengið út um aðalútganginn og þar fyrir utan er rútan Flugvöllurinn er lítill og ekki mikið pláss að bíða inni, en heitt og gott úti :-)
Ekki þarf að vera með grímu í rútunni á hótelinu.
Hér er GMT +2 og tveggja tíma munur.
Hótel - Tékk inn
Hotel Dubrovnik Palace ***** - Innifalið er morgunverður, city tax og wifi.
Við komuna á hótelið ætti innritun að ganga hratt fyrir sig, njótið dvalarinnar.
Morgunverður 06:00 - 10:30 alla daga
COVID - Grímur
Endilega takið eina grímu með. Ekki þarf að nota grímur í flugin eða á hótelinu. í Króatíu eru ennþá greímuskylda í almennings samgöngum, á sjúkrahúsum og heilsugæslum.
Til að komast inn í næturklúbba, bari, veitingastaði gæti þurft að sýna vottorð um fyrri sýkingu eða bólusetningu en líklega ekki.
Heimför sunnudaginn 29.05.
Akstur út á völl kl 13:30
Rútan kemur á hótelið og er merkt Loftmyndir, hún leggur af stað kl 13:30 uppá flugvöll.
Ekki þarf að nota grímu í rútunni.
Tékk út:
fyrir kl 12 - hægt að geyma farangur á hótelinu
Flug -Sunnudaginn 29.05.
Heimför sunnudaginn 29.05. kl 16:00 og lent í Keflavík kl 20:10
Flugnúmer ENT562
ATh ekki hægt að hlaða síma um borð.
Afþreyingarkerfi er um borð stútfullt af bíómyndum og þáttum, hægt að nálgast með QR kóða sem er við sætið. Svo er gott að vera búin að hala niður af Netflix!
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi Tripical/Enterair. Innifalin 1 innrituð taska 18 kg og 8 kg handfarangur
Almenn sala er um borð matur, nammi, gos, vatn kaffi og áfengir drykkir.
ATH engir flugmiðar eru gefnir út þar sem þetta er leiguflug en innritun er í Keflavík
Tékk inn byrjar 2 klt fyrir brottför og lokar 45 mín fyrir brottför.
Ekki er þörf á forskráningu fyrir eða við komuna til Íslands. Þá er ekki þörf á að framvísa vottorði við byrðingu eða við komuna.
Góða ferð.
Hvað er hægt að gera í Dubrovnik
Farðu í Game of Thrones skoðunarferð
Í borginni eru fjölmargar byggingar sem vert er að skoða að utan og innan.
Margar fallegar gönguleiðir með einstakt útsýni, eins og t.d. borgarmúrinn, hægt að ganga hringinn
Taktu kláf upp í fjallið fyrir ofan borgina og njóttu útsýnisins
Farðu í skoðunarferð um eyjarnar og baðaðu þig í tærasta sjó Evrópu
Slakaðu á í sólbaði og fáðu þér einn ískaldann
Nytsamar upplýsingar
Veitingastaðir
Við mælum við með Restaurant 360
þar sem setið er úti og horft yfir höfnina í gamla bænum. Ítalski staðurinn við Pile Gate,
DUBRAVKA 1836
er með góðan mat og flottar pizzur.
Alltaf er gott að bóka borð fyrirfram.
Ekki gleyma að tipsa ef þið eruð ánægð, alengt er að fara upp í næsta tug - 2-5€ á manninn.
Bílaleigubílar, hjól og vespur, já og bátaleiga
Í Dubrovnik eru bílaleigur, á ykkar hóteli er Concierge þjónusta sem hægt er að leita til með allt mögulegt og bóka og leigja hjá þeim eins og vespur, hjól og rafmagnshjól og bíla.
Annars er hægt að leigja bíla á hjá þekktum alþjóðlegum bílaleigum.
Bátaleigur eru út um allt, flestar í við Luka Gruz.
Alltaf er gott að bóka fyrirfram.
Neyðarnúmer í Króatíu
112 er neyðarnúmerið í Króatíu.
Neyðarnúmer fyrir Tripical - Ásta s +354 8208991
Klúbbar & barir
Samgöngur
Það eru engar lestir eða sporvagnar en það er hægt að panta bíl með UBER og svo eru vatnataxar og venjulegir leigubílar og strætó.
Strætóstoppistöð er við hótelið (farið út um aðalinnganginn og til vinstri - 20m gulur kassi)
Tekur 15-20 mín að fara í gamla bæinn kostar 15 HRK í peningum. Hótelið er síðasta stoppið hjá strætónum og gamli bærinn sá fyrsti. Strætóinn fer á 20 mín fresti.
Gaman er að taka vatnataxa frá höfninni í gamla bænum og kíkja á gamla bæinn Cavtat eða fara á einhverja eyjuna.
Skemmtilegt að gera
Veistu ekki hvað þú átt að gera í Króatíu, finndu þér kósý einkaströnd og njótu tærasta sjó í Evrópu.
Eða skelltu þér í göngutúr í kringum hótelið það kemur á óvart, gætir endað að kíkja í búðir en það eru búðir og veitingastaðir við snekkjuhöfnina hjá Gruz Market.
Tungumála frasar
Takk! – Hvala (kvala)
Einn bjór takk! - Jedan odar molim
Hæ! Hallo! eða Zadravo
Afsakið! - Oprosti
Please! - Molim
Reikninginn, takk! - Račun, molim
Talar þú ensku? - GovoriŠ li engleski
Góðan daginn - Dobro jutro
Góða kvöldið - Dobra Večer
Verð hugmyndir HRK = ISK
Gengið er um 1 króatísk kúna = 18,5 kr (20)
Bjór 0,5l 25 HRK - 480 kr. (innlendur)
Cappuchino 20 HRK- 390kr.
Gosdrykkur 0,33l - 20 HRK- 390kr
Vatn 0,33l - 15 HRK - 280 kr.
Út að borða fyrir 2 - meðalverð 500 HRK = 10.000kr (með víni)
*heimild numbeo.com
Veðurfar í Maí
Sumarið er komið til Króatíu eftir milt og gott vor. Maí veðrið er almennt gott, getur ringt annað slagið en hitinn fer hækkandi með hverjum deginum.
En gott er að hafa góða yfirhöfn með sér, þó það séu hlýtt þá er getur verið smá napurt á kvöldin.
Búast má við 25-30 gráðum yfir daginn helgina 25.-29.05.
Hótel
*****Masarykov Put 20 / 20 000 DubrovnikS: +385 20 430 000
Hotel Dubrovnik Palace er staðsett á Lapad-skaga í Dubrovnik. Þar er bæði strönd og köfunarmiðstöð. Öll herbergin eru hönnuð á fágaðan hátt og máluð í jarðarlitum. Þau hafa aðgang að svölum og þaðan er útsýni yfir Elaphite-eyjar.
Ókeypis WiFi, loftkæling og lúxussnyrtivörur eru staðalbúnaður í herbergjunum. Öll eru þau búin flatskjá með gervihnattarásum og minibar.
Þar eru 4 mismunandi veitingastaðir, meðal annars veitingastaður við ströndina. Drykkir og léttar veitingar eru framreiddar á sundlaugarbarnum.
Innanbæjarstrætó gengur í gamla bæinn á 20 mínútna fresti. Stoppistöðin er á móti hótelinu og ferðin tekur um 20 mínútur.
Það er innisundlaug, heitur pottur og gufubað í heilsulindinni. Þar er einnig líkamsræktarstöð og í nágrenninu er að finna fjölda skokkstíga.
Hótelið fær heildareinkunina 9,1 og 9,3 fyrir staðsetningu á booking.com