Á Sikiley finnur þú menningarstrauma og stemmingu Miðjarðarhafsins í sinni tærustu mynd. Að maður tali nú ekki um ítölsku mafíuna sem á rætur sínar að rekja til eyjunnar og sveipar hana mystískum blæ.
Sikiley er stærsta eyja Miðjarðarhafsins og liggur við tærnar á Ítalíufætinum. Saga hennar einkennist af mörgum valdhöfum í gegnum tíðina, þar áttu sitt skeið bæði Grikkir og Rómverjar, en einnig Arabar og Normandíbúar. Allir skildu þessir eftir sig áhrif sem finna má víða í fjölbreyttu og skemmtilegu menningarlífi eyjunnar.
Þrátt fyrir stærð hennar, eru borgir og bæir þar litlir, og hver þeirra með sinn sérstaka svip, sína eigin menningu.
Á eyjunni er líka að finna eitt af hæstu eldfjöllum Evrópu, Mount Etna, sem reglulega minnir á sig með gosum, nú síðast í mars 2017.
Sikileyjaskeggjar þykja afar stoltir og halda fast í sínar hefðir og sérkenni. Þótt ítalska sé nú þjóðartungumálið, eiga þeir þeir sitt eigið tungumál, sikileysku, sem haldið er í heiðri og margir sem nota það frekar. Sikileyskan er nokkuð frábrugðin ítölsku, og skyld bæði rómönskum og arabískum málum.
Íbúar eyjunnar þykja nokkuð íhaldssamir og vanafastir, en um leið afar gestrisnir og þar er tekið hlýlega og vel á móti gestum sem leið eiga um.
Hvað er hægt að gera á Sikiley
Bærinn Noto á suðurströndinni er á heimsminjaskrá UNESCO - þar eru afar glæsilegar barokk byggingar
Í bænum Trapani má fylgjast með saltvinnslu með aldargömlum aðferðum
Sikileyjabúar þykja bestir allra ítala í eftirréttum. Við mælum t.d. með cassata sem er kaka ættuð frá Arabíu
Erice
stendur hæst allra bæja á eyjunni, þar eru merkilegar fornar byggingar
San Vito Lo Capo
er þekktur fyrir afar fallegar sandstrendur og tilvalinn staður fyrir sólbað í hæsta gæðaflokki
Hvergi á Ítalíu finnurðu stærri vínekrur en hér. Prófaðu einhver af fjölmörgu vínum eyjunnar
Hvað er innifalið í ferðinni
Flug
Flug fram og til baka með leiguflugi,
1 innrituð taska 15 kg + 8 kg handfarangur.
Flugtími er um 4,5-5 klst.
Brottför
Brottför frá Keflavík 4. Okt 2023
Heimför
Brottför frá Sikiley 8. Okt 2023
Gisting
3 nætur á 4 stjörnu hóteli - Innifalið er morgunverður og wi-fi.
Rútur
Rútuferðir til og frá flugvelli í Sikiley
Farastjórn
Einn skemmtilegir og óendanlega hjálpfús fararstjóri frá Tripical.
Svítu-lottó
Við viljum magna upp stemninguna fyrir brottför með því að draga út 2 heppin pör/einstaklinga sem fá uppfærslu á herberginu sínu og gista því í betra herbergi (Svíta, Jr Svíta, Deluxe herbergi).
Þið fáið 2 svítur til að gefa.
Skemmtitékkinn í boði Tripical
Við viljum gera árshátíðarferðina ógleymanlega! Þess vegna bjóðum við hópnum þínum upp á frí skemmtiatriði í ferðinni. Hópurinn þarf að telja 50 manns eða fleirri og viðkomandi skemmtikraftur þarf að vera laus á þeim dagsetningum sem óskað er eftir.
Hægt er að kynna sér hvaða skemmtiatriði er hægt að fá með í ferðina með að ýta á hnappinn hér fyrir neðan.
Hotel
****
RG NAXOS Hotel býður upp á suðræna garða, heilsulind og útisundlaug með útsýni yfir hafið og Etnu. Herbergin eru rúmgóð og lúxus, með glæsilegri hönnun og sérsvölum. Ókeypis líkamsræktarstöðin er opin allan sólarhringinn.
Öll loftkæld herbergin eru einnig með te/kaffiaðstöðu, minibar og flatskjásjónvarpi með gervihnatta- og greiðslurásum. Baðherbergin eru með inniskóm, snyrtivörum og hárþurrku.
Heimabakað sikileyskt sætabrauð er í boði á móttökubarnum, en strandbarinn býður upp á kokteila og snarl allan daginn. Bæði veitingastaðirnir Panarea og Sciara eru með fallegt sjávarútsýni.
Snyrtimeðferðir og nudd eru í boði í heilsulindinni, þar sem einnig er að finna innisundlaug, gufubað og margs konar vatnsmeðferðarsturtur og sundlaugar. Eignin er með 2 einkastrendur í nágrenninu.
Hægt er að halda viðburðinn þinn hér, úti í garði með útsýni yfir hafið eða innandyra. Fagmenn og hæfir viðburðaskipuleggjendur sérsníða og auka viðburðinn þinn.
RG NAXOS Hotel er um 2 km frá miðbæ Giardini Naxos. Rútur til Taormina stoppa í 100 m fjarlægð.
Adrenalínævintýri fyrir alla aldurshópa við Alcantara-gljúfrin og fallegu gljúfrin og árnar
Etna-eldfjallið gnæfir yfir svæðinu og mun heilla þig með náttúrulegu landslagi og vínekrum
Næturlíf, það eru nokkrir barir í hverfinu. Í Taormina (20 mín) er líka fullt af skemmtilegum klúbbum.
Verð
249 990 ISK
á mann í tvíbýli
60 000 ISK
Aukalega fyrir eins manns herbergi
Kvöldverður / Partý
Á Sikiley eru óteljandi fallegir staðir sem henta undir galakvöldverði, eða flottir strandklúbbar sem henta undir partý. Allt mögulegt.
Nokkrar hugmyndir:
Strandklúbbbur
Strendur Naxos henta vel til þess að halda partý, vera með góðan mat og flottan dj
Garden Party
Kósý garðpartý út að sjálfsögður
Vínbóndinn
Eitthvað öðruvísi að hafa sameiginlegan kvöldverð á vínekru eða við rætur Etnu?
Kastalar
Nóg til af þeim líka, hægt að setja skemmtilegt þema á þessi partý
Private Villa Party
Svo eru það villurnar með fallegu garðana þar sem hægt er að skemmta sér fram á nótt
Godfather Party
Líka hægt að fara í villu sem spilaði hlutverk í The Godfather
Þjóðlegar villur
Svona hrárra og öðruvísi, hægt að vera með eins og villan Masseria Borgo.
Italian Street Party
Svo er hægt að leigja lítinn miðbæ og vera með götupartý og götustanda, food court og lifandi skemmtiatriði
Gala Party
Líka hefðbundið svona fyrir þetta fína og fræga
Add ons
- Flueldar
- Ljósmyndari
- Ljósmyndabás
- Þjóðleg skemmtiatriði, dansar og fl
- Þema partý
- Hljómsveit
- Skraut og litaþema